Lífið

Brasilísk stór­stjarna hélt upp á af­mælið á Ís­landi

Bjarki Sigurðsson skrifar
Anitta ásamt tveimur aðdáendum sem fengu mynd með henni í afmælisveislunni.
Anitta ásamt tveimur aðdáendum sem fengu mynd með henni í afmælisveislunni. Aðsent

Brasilíska söngkonan Anitta varð þrítug á dögunum. Í gærkvöldi hélt hún veislu á skemmtistaðnum LÚX í miðbæ Reykjavíkur til þess að fagna áfanganum. 

Anitta er ein skærasta stjarna Brasilíu og Suður-Ameríku. Hún er með 64 milljónir fylgjenda á Instagram og er vinsælasta lag hennar, Downtown, með yfir 500 milljónir spilana á Spotify.

Á fimmtudaginn varð þessi stórstjarna þrítug og fagnaði afmæli sínu um helgina. Staðurinn sem varð fyrir valinu? Ísland. 

Hún hélt veisluna á skemmtistaðnum LÚX í Reykjavík en fjöldi fólks var þar saman kominn að fagna henni. Þá fengu nokkrir heppnir aðdáendur mynd með henni.

Anitta er ein vinsælasta söngkona Suður-Ameríku.

Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á ævi sinni, þá sérstaklega í heimalandinu. Í ár fékk hún sína fyrstu tilnefningu til Grammy-verðlaunanna. Þá var hún tilnefnd sem besti nýi listamaðurinn en tókst ekki að fara heim með gyllta plötuspilarann. Samara Joy fékk verðlaunin í ár. 

Hér fyrir neðan má sjá þegar hún tróð upp á bandarísku VMA-verðlaunahátíðinni í fyrra.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.