Grímsnes- og Grafningshreppur

Fréttamynd

Senni­legt að á­stand Þingvallavegar hafi haft á­hrif á að­draganda banaslyss

Rannsóknarnefnd samgönguslysa beinir því til Vegagerðar að endurskoða hálkuvarnir á Þingvallavegi með tilliti til vegarkaflans við Álftavatn og að Vegagerðin geri öryggisúttekt á undirbyggingu Þingvallavegs við Álftavatn. Það gerir nefndin í skýrslu um banaslys á Þingvallavegi í febrúar á þessu ári. Karlmaður á fimmtugsaldri lést í slysinu. Skýrsla rannsóknarnefndar var birt í dag.

Innlent
Fréttamynd

„Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“

Ragna Ívarsdóttir, formaður Búsetufrelsis og íbúi í Grímsnes- og Grafningshreppi, segir íbúa í frístundabyggð vilja fá leyfi til að hafa skráð aðsetur. Hún segir það ekki sinn vilja að fólk skrái sig aðeins til búsetu í sveitarfélaginu fyrir kosningar. Sveitarstjórn óttast að íbúum muni fjölga í aðdraganda kosninga og svo fækka aftur. Sveitarfélagið muni þurfa að taka á sig aukinn kostnað vegna þjónustu við íbúa sem svo flytji strax aftur burt.

Innlent
Fréttamynd

Titringur í hreppnum vegna lög­heimilis­flutninga

Fulltrúar meirihlutans í Grímsnes- og Grafningshreppi segja hættu á að íbúar í hreppnum glati trausti á því sem haldi samfélaginu saman gefist fólki kostur á að hringla með lögheimilisskráningu sína korteri fyrir kosningar. Sumarhúsaeigendur í hreppnum hafa verið hvattir til að breyta skráningu sinni tímabundið nú þegar sjö mánuðir í kosningar.

Innlent
Fréttamynd

Leikur að lýð­ræðinu

Á undanförnum vikum hefur myndast umræða á samfélagsmiðlum þar sem frístundahúsaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi eru hvattir til að skrá sig með „ótilgreint heimilisfang“ í sveitarfélaginu til að öðlast kosningarétt og hafa þannig áhrif á næstu sveitarstjórnarkosningar, þótt þeir búi ekki raunverulega í sveitarfélaginu.

Skoðun
Fréttamynd

Nýi brennslu­ofn göngugarpsins mættur á Sól­heima

Kristján Atli Sævarsson, sem er íbúi á Sólheimum í Grímsnesi ræður sér vart yfir kæti þessa dagana því nýi leirbrennsluofninn, sem hann safnaði fyrir í Vestfjarðagöngu sinni i sumar er komin á Sólheima. Kristján sérhæfir sig að útbúa rjúpur og uglur þar sem doppurnar hans eru aðalskrautið á fuglunum.

Innlent
Fréttamynd

Markar lok veg­ferðar sem hófst vegna Kristni­hátíðarinnar 2000

Slitlag er nú komið á veginn allan hringinn í kringum Þingvallavatn og markar það lok 25 ára vegferðar sem hófst í tengslum við Kristnihátíðina á Þingvöllum árið 2000. Áfanganum verður fagnað sérstaklega á sunnudaginn, að viðstöddum bæði innviðaráðherra og vegamálastjóra.

Innlent
Fréttamynd

Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið

Ríkissaksóknari hefur ákveðið að áfrýja niðurstöðu Héraðsdóms Suðurlands í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Karlmaður sem ákærður var fyrir manndráp fékk skilorðsbundinn dóm fyrir að ráðast á hinn látna.

Innlent
Fréttamynd

Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg

Mikil stemning er á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi um helgina en þar er stór hópur fólks komin saman til að taka þátt í harmonikkuhátíð, sem kallast „Nú er lag“. Spilað er í tjöldum á daginn og svo eru dansleikir á kvöldin í félagsheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Sérsveitin mætti í úti­legu MRinga

Sérsveit ríkislögreglustjóra hafði afskipti af útilegu nemenda við Menntaskólann í Reykjavík við Laugarvatn. Óboðnir gestir höfðu látið sjá sig og neitað að fara. Þeir sögðust vera vopnaðir hnífum.

Innlent
Fréttamynd

Spændi upp mosann á krossara

Leiðsögumanni blöskraði þegar hann sá ökumenn krossara bruna um móa við Nesjavallaleið og tæta upp mosann á svæðinu. Utanvegaakstur er ólöglegur á Íslandi.

Innlent
Fréttamynd

Menningarveisla í allt sumar á Sól­heimum

Það verður ekki slegið slöku við á Sólheimum í Grímsnesi í sumar því þar verður menningarveisla með fjölbreyttum sýningum og tónleikum alla laugardaga með landsþekktu tónlistarfólki. Það sem meira er, staðurinn fagnar 95 ára afmæli 5. júlí en Sesselja Hreindís Sigmundsdóttir stofnaði Sólheima þann dag 1930, þá 28 ára gömul.

Lífið
Fréttamynd

„Hann vildi ekki klaga, klaga hvern þá?“

Sigurður Ólafsson, saksóknari hjá héraðssaksóknara segir framburð Gedirninas Saulys, 34 ára litáísks karlmanns sem er ákærður fyrir líkamsárás sem varð öðrum manni að bana í Kiðjabergsmálinu svokallaða, hafa verið afar ótrúverðugan.

Innlent
Fréttamynd

Sagðist ekki hafa orðið var við á­tök: „Ég var eins og pabbi þeirra“

„Ég er fullorðinn maður. Ég var eins og pabbi þeirra. Ef ég hefði séð eitthvað hefði ég ekki leyft því að gerast,“ sagði karlmaður á sextugsaldri í Héraðsdómi Suðurlands í vikunni og vísaði þar til mögulegra átaka sakbornings og fórnarlambs í Kiðjabergsmálinu svokallaða. Umræddur maður bjó með hinum tveimur í sumarhúsi og starfaði jafnframt með þeim. Þeir eru allir frá Litáen.

Innlent
Fréttamynd

„Af hverju sit ég einn af öllum þessum mönnum fyrir framan dómara?“

Maður sem lést í sumarhúsi Kiðjabergi í apríl í fyrra og maður sem er grunaður um að ráðast á hann og valda þar með dauða hans höfðu þekkt hvorn annan lengi lengi og samband þeirra var gott. Þetta sagði Gedirninas Saulys, 34 ára gamall litáísk­ur karlmaður í aðalmeðferð í Héraðsdómi Suðurlands í gær. Hann er grunaður um árás sem varð hinum manninum að bana.

Innlent
Fréttamynd

40 ár frá Íslandsgöngu Reynis Péturs – Kristján Atli gengur í sumar

Fjörutíu ár eru í dag, 25. maí frá því að Reynir Pétur Steinunnarson á Sólheimum í Grímsnesi hóf Íslandsgöngu sína þá 36 ára gamall en hann gekk hringinn í kringum landið til að safna fyrir íþróttahúsi á Sólheimum . Félagi hans á Sólheimum, Kristján Atli Sævarsson ætlar að ganga Vestfirðina í sumar og safna fyrir nýjum brennsluofni á Sólheimum.

Innlent