Innlent

Hálku­að­stæður þegar bíll valt í Biskups­tungum

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Þyrlan var kölluð út í gær til að flytja tvo á Landspítala eftir bílveltu.
Þyrlan var kölluð út í gær til að flytja tvo á Landspítala eftir bílveltu. Vísir/Vilhelm

Hálkuaðstæður voru á Reykjavegi í Biskupstungum þegar bíll valt í gærkvöldi. Tveir voru fluttir með þyrlu Landhelgisgæslunnar á slysadeild Landspítalans. 

Þorsteinn M. Kristinsson aðalvarðstjóri hjá lögreglunni á Selfossi segir að verið sé að rannsaka tildrög slyssins, sem varð á níunda tímanum í gærkvöld. Hann hafi ekki heyrt af því hvernig líðan hinna slösuðu er. 

Slysið hafi verið tilkynnt til Rannsóknarnefndar Samgönguslysa. 


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×