Reykjavík

Fréttamynd

Erfiðara að manna í frí­stund í austur­hluta borgarinnar

Í síðustu viku voru alls 194 börn á bið eftir plássi í frístund í Reykjavík. Enn á eftir að ráða í 31,6 stöðugildi í frístundaheimilum og sértækum félagsmiðstöðvum. Á sama tíma átti eftir að ráða 62 grunnstöðugildi í leikskólum. Þetta kemur fram í minnisblaði um stöðu ráðninga á skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar.

Innlent
Fréttamynd

Sterkustu hjón landsins selja í­búðina

Kraftlyftingahjónin Ellen Ýr Jónsdóttir og Júlían J. K. Jóhannsson, íþróttamaður ársins 2019, hafa sett íbúð sína við Sogaveg í Reykavík á sölu. Ásett verð er 79,9 milljónir.

Lífið
Fréttamynd

Krefjast úr­bóta á leikskólastarfi í leik­skólanum Lundi

Vissum skilyrðum leikskólastarfsins í leikskólanum Lundi var ábótavant þegar starfsfólk skóla- og frístundasvið fór í óboðað eftirlit í leikskólanum í upphafi mánaðar. Skóla- og frístundasvið hefur krafist úrbóta. Greining og eftirfylgni í leikskólanum hefur staðið yfir stærstan hluta nóvember og stendur enn samkvæmt svari frá skóla- og frístundasviði vegna málsins.

Innlent
Fréttamynd

Alls 70 prósent grunn­skóla í Reykja­vík símalausir

Alls eru 26 skólar í Reykjavík símalausir, eða alls 70 prósent þeirra. Tólf skólar eru það ekki, eða 30 prósent. Þetta kemur fram í svari við fyrirspurn borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokks sem lagt var fyrir fund skóla- og frístundaráðs í borginni. Skóla- og frístundasvið sendi spurningalista til allra skólastjóra borgarinnar um málið. 

Innlent
Fréttamynd

Svik og prettir reyndust falsfréttir

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til í nótt vegna einstaklinga sem voru sakaðir um að hafa komið sér í gistingu á hóteli í póstnúmerinu 104 „með svikum og prettum“.

Innlent
Fréttamynd

FB stækkar og Fram­sókn aftur á gröfunni

Mikil ánægja ríkir í Breiðholti með þá ákvörðun ríkis og borgar að stækka Fjölbrautarskólann í Breiðholti.  Fulltrúar Framsóknarflokksins tóku fyrstu skóflustunguna að byggingunni sem ráðgert er að rísi 2026. 

Innlent
Fréttamynd

Þéttingarstefnan í Reykja­vík er efna­hags­legt vanda­mál

Íbúar í Reykjavík sitja alltof margir fastir í umferðaröngþveiti á leið til og frá vinnu og skóla. Jafnframt er íbúða- og lóðaskortur áberandi sem og ásælni borgarstjórnarmeirihluta Samfylkingar, Viðreisnar, Pírata og Framsóknar, í að fórna grænum svæðum í borginni fyrir skammvinnan gróða. Þessi staða skýrist alfarið af stefnu borgaryfirvalda í skipulags- og samgöngumálum. Ef ekki verður breytt um stefnu er morgunljóst að staðan mun versna stöðugt næstu árin með enn þyngri umferðarhnútum og íbúðaskorti. Við svo verður ekki búið.

Skoðun
Fréttamynd

Komin með skýra mynd af and­láti móðurinnar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur sig vera komna með skýra mynd af atvikum þegar tæplega sjötug kona lést í Breiðholti í Reykjavík þann 13. október síðastliðinn. Sonur hennar er grunaður um að hafa ráðið henni bana.

Innlent
Fréttamynd

Fundu Diego heilan á húfi í heima­húsi

Skeifukötturinn Diego er fundinn, heill á húfi. Hans hafði verið leitað af fjölda fólks síðan í fyrradag. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu segir köttinn hafa verið tekinn ófrjálsri hendi, en hann fannst í heimahúsi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“

Fjöldi sjálfboðaliða leggja hönd á plóg við leitina að kettinum Diego, einum frægasta ketti landsins, var numinn á brott úr versluninni A4 í Skeifunni í gær og ekkert hefur spurst til hans síðan. Atvikið náðist á öryggismyndavél en vinir og vandamenn kattarins vona að hann skili sér heill heim.

Innlent
Fréttamynd

Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað

Fjöldi fólks tekur nú þátt í leit að kettinum Diego, sem hvarf í gærkvöldi. Talið er að honum hafi verið stolið, en vitnum ber ekki saman um hvort karl eða kona tók köttinn ófrjálsri hendi. Talskona dýravinasamtaka heitir viðkomandi fullum trúnaði, skili hann kettinum.

Innlent
Fréttamynd

Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott

Fréttir af hvarfi kattarins Diego vöktu athygli í gær en hann hefur verið sagður einn frægasti köttur landsins. Grunur er um að Diego hafi verið rænt í Skeifunni en kötturinn hefur lengi verið fastagestur í verslunum Hagkaupa og A4. Verslunarstjóri A4 í Skeifunni staðfestir að á öryggismyndavélum megi sjá hvar meintur ræningi hafi gengið inn í verslunina á sjöunda tímanum í gærkvöldi og haft köttinn með sér á brott.

Innlent
Fréttamynd

Frægasti köttur landsins týndur

Kötturinn Diego, einn allra frægasti köttur landsins, er týndur. Eigandinn greinir frá þessu í aðdaéndahóp kattarins á Facebook, sem telur um fimmtán þúsund manns. Ef marka má umræður virðist honum hafa verið rænt úr Skeifunni.

Innlent