Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Eiður Þór Árnason skrifar 1. janúar 2026 21:53 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri segist vera tilbúin í að berjast áfram fyrir betri borg. Vísir/Einar Oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík segir það ekki endilega hafa komið sér á óvart að Pétur Marteinsson bjóði sig fram á móti henni í ljósi umræðunnar síðustu daga um hugsanlegt framboð hans. Hún fagni öllum sem vilji taka þátt í baráttunni fyrir jöfnuði og betri borg. „Kæmi mér kannski á óvart svona ef þú hefðir spurt mig fyrir jól,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Hún hafi haft gaman af því að vera skotspónn Áramótaskaupsins og ræði reglulega við teymið sitt hvernig hún geti kynnt sig betur. Pétur tilkynnti í dag að hann muni sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Fer hann þar með á móti sitjandi oddvita og borgarstjóra. Heiða segist finna fyrir miklum áhuga á Samfylkingunni í borginni og hún bjóði Pétur velkominn í flokkinn. „Ég vona bara að það komi fleiri og við fáum fullt af fólki sem vill koma með okkur í kosningarnar í vor.“ Pétur verið lengur í pólitík En er það áskorun að mæta manni sem hefur ekki áður verið borgarfulltrúi og á vissan hátt með hreinan skjöld á sama tíma og Samfylkingin hafi setið lengi í borgarstjórn og sætt gagnrýni fyrir ýmsa þætti í rekstri og þjónustu borgarinnar? „Hann hefur greinilega verið lengur í pólitík en ég, allavega miðað við hvenær hann var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ég bara að eiga börn og sinna foreldrafélaginu. Þannig að hver er nýr og hver er gamall? Það er alltaf það og hvað er nýtt og hvað er gamalt og hvað skiptir máli? Ég held að blanda af nýju og gömlu sé mikilvæg.“ Hún sé að klára sitt annað heila kjörtímabil og hafi vissulega alltaf verið í meirihluta en aldrei áður verið oddviti flokksins og verið borgarstjóri í tíu mánuði. „Ég held að það sé mjög mikilvægt alltaf að muna að eitt helsta vandamál sveitarstjórnarstigsins er endurnýjun. Það er alltaf yfir 50 prósent endurnýjun á hverju kjörtímabili og við verðum að hafa þessa blöndu.“ „En ég býð mig auðvitað fram og síðan bara velur fólk hvern það vill og ég er algjörlega óhrædd við það. Ég held það sé bara flott að fólk komi líka frá öðrum flokkum og sé tilbúið til þess að ganga til liðs við Samfylkinguna og ég finn alveg að þangað liggur straumurinn til okkar og það er bara ótrúlega gleðilegt að upplifa það.“ Mótframboð engin árás Aðspurð um það hvort hún hafi þar til nýlega átt von á því að sækjast ein eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík segist Heiða alltaf hafa átt von á því að fólk myndi bjóða sig fram. „Við erum lýðræðisflokkur og fullkomlega eðlilegt að fólk bjóði sig fram til starfa.“ Hún finni fyrir miklum stuðningi við hennar störf og forystu. Hún sé nú að ljúka öðru heila kjörtímabilinu sínu í borginni og upplifi að mikið af hennar samstarfsfólki styðji hana og vilji sjá hana þarna áfram. „Ef það breytist þá bara breytist það en ég hef ekki fundið fyrir því enn þá.“ „En ég býst alltaf við að einhver bjóði sig fram. Það er hluti af þessu og það er ekki eitthvað sem við megum líta á sem einhverjar árásir eða endilega neikvætt. Við erum í þessu af því við erum að bjóða fram okkar krafta. Síðan velur hópurinn hverja þeir vilja hafa,“ segir Heiða. Hún sé reiðubúin að halda áfram og finnist hún enn betur til þess fallin eftir að hafa leitt fyrsta fimm flokka meirihlutann í borginni þar sem hafi gengið vel. Átt gott samstarf við Kristrúnu Fjölmiðlar hafa haft heimildir fyrir því að Samfylkingin hafi leitað að frambjóðanda sem gæti boðið sig fram á móti Heiðu í nokkurn tíma og meðal annars verið rætt um þátt Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins, í því verkefni. Aðspurð hvort hún hafi orðið vör við þetta segist Heiða finnast þetta vera ótrúlega skrýtin umræða. „Við erum auðvitað alltaf að leita að nýju fólki. Það er hlutverk þeirra sem eru í forystu stjórnmálaflokka, hvort sem það er oddviti í borgarstjórnarflokki eða forsætisráðherra eða formaður flokksins eða annað. Að leita til nýs fólks og reyna að fá fleira fólk til þess að ganga til liðs við flokkinn. Það er bara okkar hlutverk.“ „Ég hef ekki fundið fyrir neinu öðru en bara góðu samstarfi við Kristrúnu. Hún er öflugur forsætisráðherra og við höfum náð góðum samningum saman.“ Í því samhengi nefnir Heiða samninga við ríkið um íbúðauppbyggingu, uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjármögnun á málaflokki barna með fjölþættan vanda á meðan hún var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þannig að ég held að það sé meira samkvæmisleikur að spá í það. Við erum bara öflugt teymi og Samfylkingin er sterk, stærsti flokkur landsins, og við erum auðvitað alltaf að leita að nýju fólki til þess að koma og ganga til liðs við okkur.“ Hún hafi talað við um fimmtán manns sem hafi áhuga á að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni eftir að umræða hófst um framboð Péturs. Þakkar RÚV fyrir að kynna nafn sitt Í byrjun desember var greint frá því að einungis tvö prósent aðspurðra í könnun Maskínu nefndu Heiðu Björg þegar svarendur voru spurðir hvern þeir vildu helst sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. Í þessu samhengi segir Heiða að hún hafi tekið nokkuð óvænt við sem borgarstjóri í febrúar „eftir að Einar Þorsteinsson [oddviti Framsóknar í borginni] gafst upp á því hlutverki.“ „Ég hef aldrei verið oddviti í kosningum og ég veit það að ég er ekki kannski mest kynnti í borgarfulltrúinn. Ég hef aldrei gengist mikið undir það, þannig að það kom mér ekkert endilega á óvart þegar það kemur svona auð spurning að allir kunnð ekki nafnið mitt 100 prósent, en ég bara þakka Ríkisútvarpinu fyrir að hafa núna rækilega kynnt nafnið mitt svo ég vona að allir geti svarað rétt nafn næst,“ segir Heiða létt og vísar í atriði í Áramótaskaupinu sem gekk út á það að enginn almennur borgari þekkti nafn borgarstjóra Reykjavíkur. „En í sjálfu sér var þetta fallegt, það voru 65 manns nefndir og fyrir mig sem lýðræðissinna, það var enginn með yfir 10 prósent stuðning í að verða næsti borgarstjóri. Þetta er það sem við viljum sjá, það er samfélag þar sem allir geta tekið þátt og við erum fólk fyrir fólk. Í rauninni finnst mér bara fallegt hvað margir sjá marga sem gætu verið góðir borgarstjórar.“ Það sé heiður að svo margir hafi nefnt sig sem þann einstakling sem þau vilji allra helst sjá sem borgarstjóra. „Jájá, auðvitað vilja allir að 100 prósent af fólki segi að það vilji ekki sjá neinn annan en ég væri líka pínu hrædd ef það væri þannig.“ Ekki verið upptekin að því að verða fræg Nokkuð grín var gert að Heiðu í Áramótaskaupinu og sneri það mest að því að enginn almennur borgari virtist geta munað nafn núverandi borgarstjóra. „Mér fannst þetta náttúrulega bara frábært Skaup, mjög skemmtilegt og ótrúlegur heiður að fá svona stóran hluta af Skaupinu. En þetta er auðvitað það fyrsta sem að ég og mitt teymi höfum verið að tala um. Það er auðvitað þannig að ég hef ekki verið mjög upptekin af því að vera vel kynnt. Ég hef ekki verið upptekin af því að vera fræg. Ég er auðvitað bara alin upp af alþýðufólki. Ég er stjórnmálakona af því að mig langar að gera gagn. Ég tilheyri ekki neinum frægum hópum. Þannig að það er bara verkefni og við höfum rætt þetta oft, hvernig ég geti unnið með það að verða frægari og ég bara þakka RÚV fyrir að hjálpa mér um það,“ segir Heiða og hlær. Heiða segist stolt af sínum verkum og vilji halda áfram að gera borgina að betri stað til að búa á. Margt sé óunnið og hún sé stolt af því að hafa starfað fyrir Reykjavík. Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira
„Kæmi mér kannski á óvart svona ef þú hefðir spurt mig fyrir jól,“ segir Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri. Hún hafi haft gaman af því að vera skotspónn Áramótaskaupsins og ræði reglulega við teymið sitt hvernig hún geti kynnt sig betur. Pétur tilkynnti í dag að hann muni sækjast eftir fyrsta sætinu á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. Fer hann þar með á móti sitjandi oddvita og borgarstjóra. Heiða segist finna fyrir miklum áhuga á Samfylkingunni í borginni og hún bjóði Pétur velkominn í flokkinn. „Ég vona bara að það komi fleiri og við fáum fullt af fólki sem vill koma með okkur í kosningarnar í vor.“ Pétur verið lengur í pólitík En er það áskorun að mæta manni sem hefur ekki áður verið borgarfulltrúi og á vissan hátt með hreinan skjöld á sama tíma og Samfylkingin hafi setið lengi í borgarstjórn og sætt gagnrýni fyrir ýmsa þætti í rekstri og þjónustu borgarinnar? „Hann hefur greinilega verið lengur í pólitík en ég, allavega miðað við hvenær hann var í framboði fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Þá er ég bara að eiga börn og sinna foreldrafélaginu. Þannig að hver er nýr og hver er gamall? Það er alltaf það og hvað er nýtt og hvað er gamalt og hvað skiptir máli? Ég held að blanda af nýju og gömlu sé mikilvæg.“ Hún sé að klára sitt annað heila kjörtímabil og hafi vissulega alltaf verið í meirihluta en aldrei áður verið oddviti flokksins og verið borgarstjóri í tíu mánuði. „Ég held að það sé mjög mikilvægt alltaf að muna að eitt helsta vandamál sveitarstjórnarstigsins er endurnýjun. Það er alltaf yfir 50 prósent endurnýjun á hverju kjörtímabili og við verðum að hafa þessa blöndu.“ „En ég býð mig auðvitað fram og síðan bara velur fólk hvern það vill og ég er algjörlega óhrædd við það. Ég held það sé bara flott að fólk komi líka frá öðrum flokkum og sé tilbúið til þess að ganga til liðs við Samfylkinguna og ég finn alveg að þangað liggur straumurinn til okkar og það er bara ótrúlega gleðilegt að upplifa það.“ Mótframboð engin árás Aðspurð um það hvort hún hafi þar til nýlega átt von á því að sækjast ein eftir oddvitasæti flokksins í Reykjavík segist Heiða alltaf hafa átt von á því að fólk myndi bjóða sig fram. „Við erum lýðræðisflokkur og fullkomlega eðlilegt að fólk bjóði sig fram til starfa.“ Hún finni fyrir miklum stuðningi við hennar störf og forystu. Hún sé nú að ljúka öðru heila kjörtímabilinu sínu í borginni og upplifi að mikið af hennar samstarfsfólki styðji hana og vilji sjá hana þarna áfram. „Ef það breytist þá bara breytist það en ég hef ekki fundið fyrir því enn þá.“ „En ég býst alltaf við að einhver bjóði sig fram. Það er hluti af þessu og það er ekki eitthvað sem við megum líta á sem einhverjar árásir eða endilega neikvætt. Við erum í þessu af því við erum að bjóða fram okkar krafta. Síðan velur hópurinn hverja þeir vilja hafa,“ segir Heiða. Hún sé reiðubúin að halda áfram og finnist hún enn betur til þess fallin eftir að hafa leitt fyrsta fimm flokka meirihlutann í borginni þar sem hafi gengið vel. Átt gott samstarf við Kristrúnu Fjölmiðlar hafa haft heimildir fyrir því að Samfylkingin hafi leitað að frambjóðanda sem gæti boðið sig fram á móti Heiðu í nokkurn tíma og meðal annars verið rætt um þátt Kristrúnar Frostadóttur, formanns flokksins, í því verkefni. Aðspurð hvort hún hafi orðið vör við þetta segist Heiða finnast þetta vera ótrúlega skrýtin umræða. „Við erum auðvitað alltaf að leita að nýju fólki. Það er hlutverk þeirra sem eru í forystu stjórnmálaflokka, hvort sem það er oddviti í borgarstjórnarflokki eða forsætisráðherra eða formaður flokksins eða annað. Að leita til nýs fólks og reyna að fá fleira fólk til þess að ganga til liðs við flokkinn. Það er bara okkar hlutverk.“ „Ég hef ekki fundið fyrir neinu öðru en bara góðu samstarfi við Kristrúnu. Hún er öflugur forsætisráðherra og við höfum náð góðum samningum saman.“ Í því samhengi nefnir Heiða samninga við ríkið um íbúðauppbyggingu, uppbyggingu hjúkrunarheimila og fjármögnun á málaflokki barna með fjölþættan vanda á meðan hún var formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga. „Þannig að ég held að það sé meira samkvæmisleikur að spá í það. Við erum bara öflugt teymi og Samfylkingin er sterk, stærsti flokkur landsins, og við erum auðvitað alltaf að leita að nýju fólki til þess að koma og ganga til liðs við okkur.“ Hún hafi talað við um fimmtán manns sem hafi áhuga á að taka þátt í prófkjöri Samfylkingarinnar í borginni eftir að umræða hófst um framboð Péturs. Þakkar RÚV fyrir að kynna nafn sitt Í byrjun desember var greint frá því að einungis tvö prósent aðspurðra í könnun Maskínu nefndu Heiðu Björg þegar svarendur voru spurðir hvern þeir vildu helst sjá sem næsta borgarstjóra í Reykjavík. Könnunin var opin og hlutfallslega flestir, eða um þriðjungur, sögðust óákveðnir. Í þessu samhengi segir Heiða að hún hafi tekið nokkuð óvænt við sem borgarstjóri í febrúar „eftir að Einar Þorsteinsson [oddviti Framsóknar í borginni] gafst upp á því hlutverki.“ „Ég hef aldrei verið oddviti í kosningum og ég veit það að ég er ekki kannski mest kynnti í borgarfulltrúinn. Ég hef aldrei gengist mikið undir það, þannig að það kom mér ekkert endilega á óvart þegar það kemur svona auð spurning að allir kunnð ekki nafnið mitt 100 prósent, en ég bara þakka Ríkisútvarpinu fyrir að hafa núna rækilega kynnt nafnið mitt svo ég vona að allir geti svarað rétt nafn næst,“ segir Heiða létt og vísar í atriði í Áramótaskaupinu sem gekk út á það að enginn almennur borgari þekkti nafn borgarstjóra Reykjavíkur. „En í sjálfu sér var þetta fallegt, það voru 65 manns nefndir og fyrir mig sem lýðræðissinna, það var enginn með yfir 10 prósent stuðning í að verða næsti borgarstjóri. Þetta er það sem við viljum sjá, það er samfélag þar sem allir geta tekið þátt og við erum fólk fyrir fólk. Í rauninni finnst mér bara fallegt hvað margir sjá marga sem gætu verið góðir borgarstjórar.“ Það sé heiður að svo margir hafi nefnt sig sem þann einstakling sem þau vilji allra helst sjá sem borgarstjóra. „Jájá, auðvitað vilja allir að 100 prósent af fólki segi að það vilji ekki sjá neinn annan en ég væri líka pínu hrædd ef það væri þannig.“ Ekki verið upptekin að því að verða fræg Nokkuð grín var gert að Heiðu í Áramótaskaupinu og sneri það mest að því að enginn almennur borgari virtist geta munað nafn núverandi borgarstjóra. „Mér fannst þetta náttúrulega bara frábært Skaup, mjög skemmtilegt og ótrúlegur heiður að fá svona stóran hluta af Skaupinu. En þetta er auðvitað það fyrsta sem að ég og mitt teymi höfum verið að tala um. Það er auðvitað þannig að ég hef ekki verið mjög upptekin af því að vera vel kynnt. Ég hef ekki verið upptekin af því að vera fræg. Ég er auðvitað bara alin upp af alþýðufólki. Ég er stjórnmálakona af því að mig langar að gera gagn. Ég tilheyri ekki neinum frægum hópum. Þannig að það er bara verkefni og við höfum rætt þetta oft, hvernig ég geti unnið með það að verða frægari og ég bara þakka RÚV fyrir að hjálpa mér um það,“ segir Heiða og hlær. Heiða segist stolt af sínum verkum og vilji halda áfram að gera borgina að betri stað til að búa á. Margt sé óunnið og hún sé stolt af því að hafa starfað fyrir Reykjavík.
Mest lesið Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Innlent Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi Innlent Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Innlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Innlent Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Fleiri fréttir Pétur verið lengur en hún í stjórnmálum Fluttur á sjúkrahús eftir slys í Hrútafirði Pétur fer á móti borgarstjóra og vill fyrsta sætið í Reykjavík Kveður klettinn í lífi sínu eftir skyndileg veikindi Hitnar undir feldi Péturs Þessi fjórtán hlutu fálkaorðuna á nýársdegi „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Sjá meira