Reykjavík

Fréttamynd

Setja spurningar­merki við 5,5 milljarða króna arð­greiðslu OR

Tveir stjórnarmenn í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur setja spurningarmerki við það að orkufyrirtækið greiði út 5,5 milljarða króna arð til eigenda á sama tíma og fjármagnskostnaður fer hækkandi og mikil óvissa ríkir í alþjóðahagkerfinu. Þá mun stjórnin þurfa að taka afstöðu til þess hvort Orkuveitan sé reiðubúin að leggja dótturfélaginu Ljósleiðaranum til aukið fjármagn við hækkun hlutafjár.

Innherji
Fréttamynd

„Planið er að yfirtaka Ísland“

Vinsælum verkum listamannsins Juan fjölgar sífellt hér á landi en skreytingar hans á veggjum, grindverkum og húsum hafa vakið mikla athygli. Verk hans er að finna víða á landinu og leitar hann stöðugt að lausu plássi. Markmiðið er að eiga verk alls staðar og halda áfram að stækka.

Lífið
Fréttamynd

Rukkaður um skuld á skemmti­stað og dró upp hníf

Karlmaður á þrítugsaldri hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að hóta manni með hníf á skemmtistað. Sá sem varð fyrir hótuninni hafði reynt að ræða við manninn um greiðslu skuldar.

Innlent
Fréttamynd

Stað­bundin ný­sköpun í al­þjóð­legum heimi

Í Breiðholti hefur nú í 9 ár verið starfrækt nýsköpunarmiðstöð sem gengur undir heitinu Fab Lab Reykjavík en hún var opnuð 4. janúar 2014. Markmiðið hefur frá upphafi verið að stuðla að auknum áhuga á tækni, styðja nemendur og skóla við að þróa þekkingu sína á aðferðum nýsköpunar og auðvelda fólki að koma hugmyndum sínum í framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Á­rásar­maðurinn hvattur til að gefa sig fram

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar enn karlmanns á þrítugsaldri í tengslum við líkamsárás í bílakjallara í Glæsibæ í Reykjavík í gær. Alls voru fjórir menn á vettvangi þegar átök brutust út. Tveir flúðu af vettvangi en annar þeirra er kominn í leitirnar.

Innlent
Fréttamynd

Harður á­rekstur við Fjarðar­hraun

Harður árekstur varð á gatnamótum Reykjanesbrautar og Fjarðarhrauns í Hafnarfirði í gær. Fimm manns voru í tveimur bifreiðum sem skullu saman og voru þau öll flutt til slysadeildar til skoðunar en reyndust lítið slösuð. 

Innlent
Fréttamynd

Food & Fun í fyrsta sinn í tvö ár

Nú um helgina stendur yfir hátíðin Food & Fun í Reykjavík en gestakokkar verða því á veitingastöðum borgarinnar með sér matseðil og hefur hátíðin verið vinsæl í áraraðir.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að vera Pool-ari að leika stuðnings­mann United

Ólafur Ásgeirsson er einn handritshöfunda og leikara leikritsins Óbærilegur léttleiki knattspyrnunnar sem frumsýnt var í Tjarnarbíó í gær. Hann er mikill stuðningsmaður Liverpool og segir það erfitt að leika stuðningsmann erkifjendanna Manchester United. Söngvarinn Valdimar Guðmundsson fer einnig með hlutverk í leikritinu. 

Lífið
Fréttamynd

Frelsis­sviptu mann, lömdu hann og skildu eftir nakinn við Elliðavatn

Ákæra hefur verið gefin út á hendur þremur mönnum fyrir líkámsárás, frelsissviptingu og ólögmæta nauðung. Mönnunum er gert að sök að hafa svipt annan mann frelsi í að minnsta kosti tuttugu og fimm mínútur eftir að hann settist upp aftursæti bifreiðar eins mannanna þann 11. september 2019 við Árbæjarsafn. Mennirnir keyrðu með hann að Elliðavatni þar sem þeir réðust á hann og létu hann fara ofan í vatnið.

Innlent
Fréttamynd

Segir borgarstjóra í „hefndarleiðangri“

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins leggst gegn fyrirhugaðri lokun Borgarskjalasafns og segir vinnu að baki tillögunni óvandaða. Hann túlkar ákvörðunina sem hefndaraðgerð borgarstjóra gegn safninu. Borgarstjóri segir að vandað verði til verka í hvívetna; milljarðar muni sparast með breyttum rekstri.

Innlent
Fréttamynd

Smá­hýsi í garðinum mínum!

Kæru íbúar í Laugardal. Nú er búið að koma fyrir Húsnæði fyrst (e. Housing first) húsum í útjaðri hverfisins og munu þau fyrr en síðar verða heimili fólks sem bíður óþreyjufullt eftir að fá þak yfir höfuðið. Vonin er sú að þessi nýju heimili komi samfélaginu öllu til góða með því að útvega öruggt húsnæði fyrir þau sem eru í neyð.

Skoðun
Fréttamynd

For­eldrar krafist úr­bóta áður en myglan greindist en talað fyrir daufum eyrum

Unnið er að leiðum til að bregðast við myglu í Melaskóla og framkvæmdir gætu hafist í vor. Deildarstjóri viðhalds hjá Reykjavíkurborg segir bestu leiðina vera að endurnýja innra og ytra byrði hússins en til þess þurfi að aflétta friðunarákvæði. Formaður foreldrafélags skólans segir félagið lengi hafa kallað eftir því að brugðist verði við slæmu ástandi hússins en talað fyrir daufum eyrum.

Innlent