Þetta staðfestir Gunnar Hilmarsson, aðalvarðstjóri í Kópavogi, í samtali við fréttastofu. Sá sem var stunginn er ekki talinn alvarlega slasaður.
Gunnar segir að fleira fólk hafi verið í íbúðinni. Um er að ræða fólk á þrítugsaldri.
Tveir bílar frá sérsveit Ríkislögreglustjóra aðstoðuðu lögregluna á höfuðborgarsvæðinu við aðgerðina í dag.
Tilkynning barst lögreglunni um eittleytið í dag.
Helena Rós Sturludóttir, upplýsingafulltrúi Ríkislögreglustjóra, staðfesti aðkomu sérsveitarinnar í samtali við fréttastofu.
Bjarni Ingimarsson, varðstjóri Slökkviliðsins á höfuðborgarsvæðinu, segir að sjúkrabíll á þeirra vegum hafi verið sendur á vettvang, og minnst einn hafi verið fluttur á Landspítalann.
Fréttin var uppfærð klukkan 14:53