Kynhlutlaus klósett orðin að lögum Ólafur Björn Sverrisson skrifar 14. ágúst 2024 12:17 Þar sem hefðbundin kynjamerking er til staðar, skal fylgja kynhlutlaust salerni. Þetta kemur fram í 19. gr. reglugerðar um hollustuhætti. getty Reglugerð ráðherra, um að merkja beri salerni eftir aðstöðu fremur en kynjum, hefur tekið gildi. Um stórt skref er að ræða að sögn varaforseta Trans Ísland. Frá þessu er greint í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata sem hefur ýtt á eftir málinu frá árinu 2020. Samkvæmt reglugerðinni skal kynhlutlaus snyrting vera til staðar þar sem snyrtingar kvenna og karla eru aðskildar. „Okkur sem ekki höfum reynt það á eigin skinni kann að virðast þetta lítilvægt en það skiptir fólk mjög miklu máli að vita hvort það getur komist á klósettið í vinnunni eða skólanum. Þetta er mikilvægt,“ skrifar Andrés Ingi í Facebookfærslu. Alex Diljar Birkisbur Hellsing er varaforseti Trans Ísland. „Við erum mjög ánægð með lendinguna á þessu hjá Trans Ísland. Þetta er stórt skref sem ætti að hafa lítil áhrif á hinn almenna klósettnotanda. Núna veistu bara hvað er á klósettinu, pissuskál eða ekki. Fyrir mig persónulega þá er yndislegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort ég geti pissað ef ég fer út úr húsi.“ Alex segir samtökin hafa verið í miklum samskiptum við ráðuneytið. Næst á dagskrá sé reglugerð um atvinnurekstur. „Það þarf að endurskoða ýmis önnur lög en ég hlakka mikið til þegar við getum fært samtalið, um hvað það er að vera trans, frá klósettum. Það er svo margt annað áhugavert að tala um en bara „hvar má ég pissa?““ Málefni trans fólks Hinsegin Reykjavík Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira
Frá þessu er greint í svari Guðlaugs Þórs Þórðarsonar umhverfisráðherra við fyrirspurn Andrésar Inga Jónssonar þingmanns Pírata sem hefur ýtt á eftir málinu frá árinu 2020. Samkvæmt reglugerðinni skal kynhlutlaus snyrting vera til staðar þar sem snyrtingar kvenna og karla eru aðskildar. „Okkur sem ekki höfum reynt það á eigin skinni kann að virðast þetta lítilvægt en það skiptir fólk mjög miklu máli að vita hvort það getur komist á klósettið í vinnunni eða skólanum. Þetta er mikilvægt,“ skrifar Andrés Ingi í Facebookfærslu. Alex Diljar Birkisbur Hellsing er varaforseti Trans Ísland. „Við erum mjög ánægð með lendinguna á þessu hjá Trans Ísland. Þetta er stórt skref sem ætti að hafa lítil áhrif á hinn almenna klósettnotanda. Núna veistu bara hvað er á klósettinu, pissuskál eða ekki. Fyrir mig persónulega þá er yndislegt að þurfa ekki að hafa áhyggjur af því hvort ég geti pissað ef ég fer út úr húsi.“ Alex segir samtökin hafa verið í miklum samskiptum við ráðuneytið. Næst á dagskrá sé reglugerð um atvinnurekstur. „Það þarf að endurskoða ýmis önnur lög en ég hlakka mikið til þegar við getum fært samtalið, um hvað það er að vera trans, frá klósettum. Það er svo margt annað áhugavert að tala um en bara „hvar má ég pissa?““
Málefni trans fólks Hinsegin Reykjavík Mest lesið Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Innlent Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Erlent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Innlent Fleiri fréttir Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Húsbrot og rán í Hlíðunum Harður árekstur á Breiðholtsbraut Afstaða þingmanns Flokks fólksins hafði ekki áhrif Sjá meira