Reykjavík

Fréttamynd

Ráð­stefna um lofts­lags­breytingar og að­lögun

Ísland gegnir formennsku í Norrænu ráðherranefndinni árið 2023 og af því tilefni stendur Veðurstofa Íslands, í samstarfi við umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneyti, fyrir norrænni ráðstefnu um loftslagsbreytingar og aðlögun, NOCCA23.

Innlent
Fréttamynd

Hæsti­réttur tekur mál Amelíu Rose fyrir

Samgöngustofa hefur fengið málskotsbeiðni sína til Hæstaréttar í máli gegn ferðaþjónustufyrirtækinu Seatrips ehf. samþykkta. Hæstiréttur telur dóm í málinu geta haft fordæmisgildi og að á dómi Landsréttar kunni að vera ágallar.

Innlent
Fréttamynd

Úðuðu piparúða yfir saklausa gesti

Talsverður erill var hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og í nótt. Meðal þeirra sem bökuðu vandræði í nótt voru tveir drengir sem hjóluðu um á rafmagnshlaupahjóli og úðuðu piparúða á fólk sem beið í röð til þess að komast inn á skemmtistað í miðborginni.

Innlent
Fréttamynd

Ungur strákur skipti á giftingarhring fyrir Pokémon

Ungur drengur kom heim úr Melaskóla í gær með giftingarhring sem hann hafði fengið í skiptum fyrir Pokémon-spil. Foreldrar drengsins leita nú að eiganda hringsins en fjölmargir hafa haft samband og forvitnast um hvort um þeirra hring sé að ræða.

Lífið
Fréttamynd

Meintur fíkni­efna­sali reyndist hár­greiðslu­maður

Tilkynnt var um sölu fíkniefna í umdæmi lögreglustöðvarinnar á Vínlandsleið í Grafarholti í gærkvöldi. Þegar laganna verði bar að garði reyndist meintur fíkniefnasali vera blásaklaus hárgreiðslumaður. „Átti málið því ekki við rök að styðjast,“ segir í dagbók lögreglu.

Innlent
Fréttamynd

Stór­efla öryggi í sund­laugum eftir and­lát ungs manns

Borgarráð hefur samþykkt þrettán tillögur um bætingu öryggis í sundlaugum Reykjavíkur, umfram það sem lög og reglur kveða á um. Tillögurnar voru samþykktar í nafni Guðna Péturs Guðnasonar, sem lést í Sundhöll Reykjavíkur í janúar árið 2021.

Innlent
Fréttamynd

Tærð­ur geym­ir olli spreng­ing­unn­i í Álf­heim­um

Þrýstigeymirinn sem sprakk í bíl sem lagt var á þjónuststöð Olís við Álfheima í febrúar síðastliðnum var verulega tærður og orsakaði það skert þrýstingsþol. Ökumaðurinn bílsins kastaðist frá bílnum þegar sprengingin varð við áfyllingu metaneldsneytis, tvö önnur ökutæki skemmdust einnig og tveir hlutu áverka.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um skart­gripa­þjófnað á hótel­her­bergi

Lögreglu barst tilkynning í gær frá erlendum ferðamanni, sem varð fyrir þjófnaði á hótelherbergi sínu. Voru atvik þannig að á meðan viðkomandi var í skipulagðri dagsferð með herbergisfélögum sínum hurfu skartgripir sem voru á herberginu.

Innlent
Fréttamynd

„Sjúk­dómurinn eltir mig og fjöl­skyldu mína hvert sem við förum“

„Ég er ekki sjúkdómurinn. Ég er með þennan sjúkdóm en ég er hann ekki. Ég reyni að lifa  eins og ég get. Þó hann sé að naga mig þá læt ég hann ekki taka yfir líf mitt,“ segir Magnús Þorkelsson, fyrrum skólameistari við Flensborgarskóla en hann greindist með Parkinson sjúkdóminn fyrir fimmtán árum.

Innlent
Fréttamynd

Nakin kona og grun­­sam­­legur blað­beri í Breið­holti

Í dag barst lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu tilkynning um nakta konu á stigagangi í fjölbýlishúsi í Breiðholti. Konan fannst ekki er komið var á staðinn. Þá var einnig tilkynnt um grunsamlegar mannaferðir í sama hverfi en lýsingin reyndist passa við blaðbera sem var við útburð.

Innlent
Fréttamynd

Ekki lengur ó­keypis klósett­ferðir í Hörpu

Gjaldtaka er hafin á ný fyrir salernisaðstöðu í bílakjallara í Hörpu. Fyrst var byrjað að rukka fyrir salernisferðir í húsinu í júní árið 2017 en það var svo lagt af nokkrum mánuðum síðar. Næstu ár var svo aftur rukkað fyrir salernisferðir yfir sumartímann.

Innlent
Fréttamynd

Borgarstjóri: Reykjavík með vaxtaverki en stendur vel

Borgarstjóri segir skuldir Reykjavíkurborgar vel innan viðmiðunarmarka og borgin standi betur en öll nágrannasveitarfélögin. Stærsti hluti lána borgarinnar sé óverðtryggður ólíkt því sem væri hjá mörgum öðrum sveitarfélögum. Borgin væri skuldalega vel innan hættumarka.

Innlent
Fréttamynd

Ekki bara lagt til að taka mið af snjó­magni

Formaður umhverfis- og skipulagsráðs Reykjavíkurborgar segir stýrihóp sem átti að endurskoða vetrarþjónustu í borginni hafa gert meira en að leggja til að snjómokstur taki mið af veðri. Það sé ekki stóra niðurstaðan í skýrslunni sem stýrihópurinn skilaði frá sér.

Innlent
Fréttamynd

Stofnandi Mandi dæmdur fyrir líkamsárás

Hlal Jarah, stofnandi og fyrrverandi eigandi veitingastaðarins Mandi, hefur verið dæmdur í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás sem átti sér stað á öðrum degi jóla 2020 þar sem hann veittist að konu, sló hana í höfuðið og sparkaði í maga hennar. Honum ber að greiða 400 þúsund krónur í miskabætur og allan sakarkostnað málsins sem nemur rúmum 2,2 milljónum króna.

Innlent
Fréttamynd

Um 70 prósent fæðinga landsins fara fram á Landspítalanum

„Það er lífstíll og list“ að vera ljósmóðir segir rúmlega þrítug ljósmóðir, sem segist vera í draumastarfinu. Um 70% allra fæðinga landsins á hverju ári fara fram á fæðingadeild Landspítalans. Við fengum að kynnast störfum ljósmæðra í þættinum „Mig langar að vita“, sem sýndur var á Stöð 2 mánudagskvöldið 10. apríl. Hægt er að nálgast þáttinn í heild sinn á Stöð 2+. Magnús Hlynur Hreiðarsson er umsjónarmaður þáttanna.

Innlent
Fréttamynd

Lög­reglu­maður kýldur í and­litið af ó­sáttum veg­faranda

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu var kölluð til ásamt sjúkraliði þegar tilkynnt var um bráðaveikindi á veitingastað í miðborginni. Veikindin reyndust minniháttar en vegfarandi var ósáttur við viðveru lögreglu og brást við með því að kýla lögreglumann í andlitið.

Innlent
Fréttamynd

Sólin sest á Granda

Sólum Jógastúdíói á Fiskislóð í Reykjavík hefur verið lokað eftir um átta ára starfsemi. Stöðin var lengst af í eigu Sólveigar Þórarinsdóttur, sjúkraþjálfara og jógakennara sem stofnaði Sólir eftir að hún hætti störfum sem verðbréfamiðlari og sneri sér alfarið að jóganu.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

„Virðingin sem hann fékk var núll“

Barnsfaðir Guðbjargar Hrafnhettu Ragnarsdóttur, Þorvaldur Þórarinsson, lést úr briskrabbameini í mars 2019. Átta mánuðum áður hafði hann leitað til heimilislæknis sem taldi ekkert ama að og ráðlagði Þorvaldi að slaka á og njóta. Aðstandendur Þorvaldar sendu inn kvörtun til Landlæknis árið 2021 en þau telja að krabbameinið hefði greinst mun fyrr ef ekki hefði verið fyrir vanrækslu umrædds heimilislæknis.

Innlent