Svalasta sumarið í þrjátíu ár Kjartan Kjartansson skrifar 4. september 2024 11:09 Í Reykjavík var helmingi meiri úrkoma í sumar en í meðalári og heilli gráðu svalara. Myndin var tekin við sambærilegar aðstæður sumarið 2022. Vísir/Vilhelm Ágústmánuður var sá kaldasti sem mælst hefur í Reykjavík og á Akureyri á þessari öld. Hann var kaldur og úrkomusamur líkt og sumarið í heild. Sumarið í Reykjavík var það svalasta í rúm þrjátíu ár. Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára. Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Meðalhitinn í Reykjavík mælist 9,9 stig í ágúst og var 1,2 stigum lægri en meðallag áranna 1991 til 2020 og 1,4 stigum undir meðallagi síðasta áratugs. Á Akureyri var hlutfallslega kaldara. Þar mældust 9,3 stig að meðaltali, 1,5 stigum undir meðallagi 1991-2020 og 1,6 undir meðllagi síðustu tíu ára, samkvæmt athugunum Veðurstofu Íslands á tíðarfari í ágúst. Víða slegin úrkomumet fyrir ágústmánuð Til að bæta gráu ofan á svart með mánuðurinn einnig úrkomu- og vindasamur. Á nokkrum veðurstöðvum var ágústúrkoman sú mesta sem mælst hefur. Óvenjumikil úrkoma var á Siglufirði og Ólafsfirði og flestum stöðvum á Vestfjörðum. Ákaflega blautt var einnig á Austurlandi og úrkoman með mesta móti í Neskaupstað, Dalatanga, Gilsá og víðar. Vætutíðin olli skriðuföllum og vandræðum á nokkrum stöðum í mánuðinum, sérstaklega á Ströndum, Austfjörðum, Suðausturlandi og Tröllaskaga. Í Reykjavík var úrkoman 87,2 millímetrar, ríflega þriðjungi meiri en í meðalári frá 1991 en á Akureyri 77,3 millímetrar, 87 prósent umfram meðallagið. Sólarstundir voru rúmlega níu færri í Reykjavík en að meðaltali frá 1991 til 2020. Á Akureyri voru sólskinsstundirnar 46 undir meðallagi. Einkum var hvasst á norðanverðu landinu og Vestfjörðum í ágúst. Mesti meðalvindur og mesta vindhviða ágústmánaðar á þessari öld mældist á veðurstöðvum víða um land, þó ekki á Austfjörðum. Loftþrýstingur var ennfremur óvenjulágur um allt land og víða hefur hann aldrei mælst lægri í ágústmánuði, þar á meðal í Reykjavík. Svalasta sumarið í þrjátíu ár Svipaða sögu er að segja af sumarmánuðunum þremur í heild. Þeir voru tiltölulega kaldir og úrkomusamir og loftþrýstingur óvenjulágur, sérstaklega með lægðagangi og óhagstæðri tíð í ágúst. Mjög hlýir dagar voru fremur fáir í sumar fyrir utan ágætishlýindi á Norðaustur- og Austurlandi um miðjan júlí. Meðalhiti sumarsins í Reykjavík var 9,8 stig, einni gráðu undir meðallagi áranna 1991 til 2020. Mánuðurnir þrír hafa ekki verið eins svalir í Reykjavík frá 1993. Á Akureyri var litlu hlýrra, tíu stig að meðaltali, hálfri gráðu undir meðallagi síðustu rúmu þriggja áratuga. Sumarúrkoman í Reykjavík var helmingi meiri en meðalúrkoma síðustu þriggja áratuga og sú fimmta mesta frá upphafi samfelldra mælinga árið 1920. Á Akureyri var enn úrkomusamara, 65 prósent umfram meðaltalið og sú sjöunda mesta frá 1928. Á sama tíma og útlit er fyrir að árið í ár gæti orðið það hlýjasta frá upphafi mælinga á jörðinni hefur hitinn verið 0,6 stigum undir meðallagi 1991-2020 í Reykjavík fyrstu átta mánuði ársins og 0,8 stigum undir meðallagi síðustu tíu ára. Á Akureyri er svipað uppi á teningnum. Það sem af er ári er hitinn þar 0,6 stigum undir meðallagi síðustu þriggja áratuga en heilu stigi undir meðaltali síðustu tíu ára.
Veður Reykjavík Akureyri Mest lesið Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre Erlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Innlent Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Erlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira