Grænhöfðaeyjar

Fréttamynd

Gætið ykkar: Pina en væntan­lega engin kvöl

Fyrstu mótherjar Íslands á HM í handbolta hafa litla reynslu af stórmótum og ættu ekki að reynast mikil hindrun. Í liði Grænhöfðaeyja finnast þó flottir leikmenn og einn þeirra skoraði ellefu mörk gegn Íslandi fyrir tveimur árum.

Handbolti
Fréttamynd

Haf­steinn fer á HM

Ljóst er að Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha, leikmaður Gróttu, fer með landsliði Grænhöfðaeyja á heimsmeistaramótið í handbolta í næsta mánuði. Grænhöfðaeyjar eru með Íslandi í riðli.

Handbolti
Fréttamynd

Gæti mætt Ís­landi á HM: „Al­gjört æði“

„Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur.

Handbolti
Fréttamynd

Óttast að yfir sextíu hafi farist

Óttast er að yfir sextíu manns hafi farist á leið sinni yfir Atlantshafið eftir að bátur fannst nærri Grænhöfðaeyjum undan vesturströnd Afríku. 38 hefur verið bjargað yfir á eyjuna Sal, þar á meðal börnum á aldrinum tólf til sextán ára.

Erlent
Fréttamynd

Fékk bónorð á hlaupabrautinni

Keula Nidreia Pereira Semedo frá Grænhöfðaeyjum komst ekki í undanúrslit í 200 metra hlaupi á Ólympíumóti fatlaðra í Tókýó. Hún fékk hins vegar bónorð strax eftir hlaupið í undanrásunum.

Sport
Fréttamynd

Tíu smituðust en nýliðarnir samt mættir á HM

Nýliðar Grænhöfðaeyja ætla ekki að láta kórónuveirusmit sex leikmanna, sem og smit þjálfara og fleiri starfsmanna liðsins, koma í veg fyrir að það spili á sínu fyrsta heimsmeistaramóti í handbolta, í Egyptalandi.

Handbolti
Fréttamynd

Hópsmit hjá andstæðingum Alfreðs á HM

Sjö leikmenn karlalandsliðs Grænhöfðaeyja í handbolta eru með kórónuveiruna. Liðið er á leið á HM í Egyptalandi þar sem það er í riðli með strákunum hans Alfreðs Gíslasonar í þýska landsliðinu.

Handbolti
Fréttamynd

Baldur á leið til Grænhöfðaeyja

Breiðafjarðarferjan Baldur, sem seldur hefur verið til Grænhöfðaeyja, er nú á leið til Portugals, þaðan sem henni verður svo siglt á áfangastað.

Innlent