Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2024 08:03 Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha vonast til að vera á leiðinni með Grænhöfðaeyjum á HM. Liðið hefur æfingar 26. desember en HM hefst ekki fyrr en 14. janúar. vísir/bjarni „Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn hóf ferilinn með Fjölni.vísir/bára Hafsteinn er ánægður með hvernig til tókst í Kúveit þrátt fyrir tungumálahindranir sem þurfti að yfirstíga. „Maður skilur ekkert tungumálið hjá þeim. Þeir tala kreólsku og maður kann það ekkert. Maður þarf að læra það en þetta gekk vel og maður er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Hafsteinn en innan leikmannahóps Grænhöfðaeyja er einnig töluð portúgalska sem hann talar heldur ekki. En hvernig fengu Grænhöfðeyingar veður af handboltahæfileikum Hafsteins? „Pabbi minn er þaðan og þekkir fullt af fólki þar. Síðan sagði pabbi einum í handknattleikssambandinu frá mér. Það eru kynslóðaskipti í landsliðinu en þar eru allir í kringum þrítugt. Þeir vildu endilega fá mig og sendu á mig og pabba. Síðan flaug ég út í júlí og þá fór þetta allt í gang,“ sagði Hafsteinn. Hafsteinn gekk í raðir Gróttu frá HK fyrir tímabilið.vísir/diego Hann naut þess að spila með nýju liðsfélögunum í fyrsta sinn þótt það hafi verið krefjandi. „Það var alveg geggjað en helvíti erfitt. Maður þekkir ekki tungumálið og allt frekar nýtt. Þannig þetta tók alveg tíma að læra kerfin og allt þetta. En þeir tóku mjög vel á móti mér og eru alveg toppmenn. Þetta var algjör snilld,“ sagði Hafsteinn. Framundan er heimsmeistaramót og Hafsteinn vonast að sjálfsögðu til þess að fara með Grænhöfðeyingum til Zagreb í Króatíu þar sem riðill þeirra verður spilaður. „Maður er búinn að leggja það á sig að komast þarna út. Það væri draumur að komast á HM. Maður þarf bara að leggja hart að sér og reyna sitt allra besta. Núna einbeiti ég mér bara að deildinni og síðan kemur bara í ljós hvernig þetta fer,“ sagði Hafsteinn en lið Grænhöfðaeyja hefur æfingar fyrir HM á annan í jólum. Auk Grænhöfðaeyja eru Slóvenía, Kúba og Ísland í G-riðli HM. Fyrsti leikur Grænhöfðaeyinga á mótinu er gegn Íslendingum og þar gæti Hafsteinn mætt löndum sínum. Íslenska liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM, 16. janúar.vísir/anton Hann lék með yngri landsliðum Íslands og var meðal annars í U-18 ára liðinu sem vann silfur á EM 2018 ásamt núverandi landsliðsmönnum Íslands eins og Hauki Þrastarsyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni. Þá spilaði hann með Þorsteini Leó Gunnarssyni í Aftureldingu. „Það verður algjört æði,“ sagði Hafsteinn um möguleikann á að mæta Íslendingum á HM. „Maður var með sumum þarna í yngri landsliðum og einum í félagsliði þannig maður þekkir inn á nokkra þarna. Það yrði algjör snilld að mæta þeim og heiður,“ sagði Hafsteinn sem kveðst vongóður á að komast í HM-hóp Grænhöfðaeyja. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég vona það besta. Ég spila bara minn bolta hérna heima og reyni að sanna mig og ég tel mig eiga mjög góðar líkur á að komast í HM-hópinn.“ Úr leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í fyrra.vísir/vilhelm Ísland mætti Grænhöfðaeyjum í milliriðli á síðasta heimsmeistaramóti og vann tíu marka sigur, 40-30. Grænhöfðeyingar enduðu í 23. sæti á HM, lentu í 2. sæti í Afríkukeppninni 2022 og 4. sæti í ár svo ýmislegt er í liðið spunnið. „Þetta er mjög sterkt landslið með menn víða um Evrópu. Tveir eru að spila í efstu deild í Frakklandi og síðan í portúgölsku og spænsku deildunum. Þetta er hörkulið. Það er ekki hægt að taka það frá þeim,“ sagði Hafsteinn að lokum. HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira
Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn hóf ferilinn með Fjölni.vísir/bára Hafsteinn er ánægður með hvernig til tókst í Kúveit þrátt fyrir tungumálahindranir sem þurfti að yfirstíga. „Maður skilur ekkert tungumálið hjá þeim. Þeir tala kreólsku og maður kann það ekkert. Maður þarf að læra það en þetta gekk vel og maður er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Hafsteinn en innan leikmannahóps Grænhöfðaeyja er einnig töluð portúgalska sem hann talar heldur ekki. En hvernig fengu Grænhöfðeyingar veður af handboltahæfileikum Hafsteins? „Pabbi minn er þaðan og þekkir fullt af fólki þar. Síðan sagði pabbi einum í handknattleikssambandinu frá mér. Það eru kynslóðaskipti í landsliðinu en þar eru allir í kringum þrítugt. Þeir vildu endilega fá mig og sendu á mig og pabba. Síðan flaug ég út í júlí og þá fór þetta allt í gang,“ sagði Hafsteinn. Hafsteinn gekk í raðir Gróttu frá HK fyrir tímabilið.vísir/diego Hann naut þess að spila með nýju liðsfélögunum í fyrsta sinn þótt það hafi verið krefjandi. „Það var alveg geggjað en helvíti erfitt. Maður þekkir ekki tungumálið og allt frekar nýtt. Þannig þetta tók alveg tíma að læra kerfin og allt þetta. En þeir tóku mjög vel á móti mér og eru alveg toppmenn. Þetta var algjör snilld,“ sagði Hafsteinn. Framundan er heimsmeistaramót og Hafsteinn vonast að sjálfsögðu til þess að fara með Grænhöfðeyingum til Zagreb í Króatíu þar sem riðill þeirra verður spilaður. „Maður er búinn að leggja það á sig að komast þarna út. Það væri draumur að komast á HM. Maður þarf bara að leggja hart að sér og reyna sitt allra besta. Núna einbeiti ég mér bara að deildinni og síðan kemur bara í ljós hvernig þetta fer,“ sagði Hafsteinn en lið Grænhöfðaeyja hefur æfingar fyrir HM á annan í jólum. Auk Grænhöfðaeyja eru Slóvenía, Kúba og Ísland í G-riðli HM. Fyrsti leikur Grænhöfðaeyinga á mótinu er gegn Íslendingum og þar gæti Hafsteinn mætt löndum sínum. Íslenska liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM, 16. janúar.vísir/anton Hann lék með yngri landsliðum Íslands og var meðal annars í U-18 ára liðinu sem vann silfur á EM 2018 ásamt núverandi landsliðsmönnum Íslands eins og Hauki Þrastarsyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni. Þá spilaði hann með Þorsteini Leó Gunnarssyni í Aftureldingu. „Það verður algjört æði,“ sagði Hafsteinn um möguleikann á að mæta Íslendingum á HM. „Maður var með sumum þarna í yngri landsliðum og einum í félagsliði þannig maður þekkir inn á nokkra þarna. Það yrði algjör snilld að mæta þeim og heiður,“ sagði Hafsteinn sem kveðst vongóður á að komast í HM-hóp Grænhöfðaeyja. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég vona það besta. Ég spila bara minn bolta hérna heima og reyni að sanna mig og ég tel mig eiga mjög góðar líkur á að komast í HM-hópinn.“ Úr leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í fyrra.vísir/vilhelm Ísland mætti Grænhöfðaeyjum í milliriðli á síðasta heimsmeistaramóti og vann tíu marka sigur, 40-30. Grænhöfðeyingar enduðu í 23. sæti á HM, lentu í 2. sæti í Afríkukeppninni 2022 og 4. sæti í ár svo ýmislegt er í liðið spunnið. „Þetta er mjög sterkt landslið með menn víða um Evrópu. Tveir eru að spila í efstu deild í Frakklandi og síðan í portúgölsku og spænsku deildunum. Þetta er hörkulið. Það er ekki hægt að taka það frá þeim,“ sagði Hafsteinn að lokum.
HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Mest lesið Víkingar fundu nýtt nafn á íþróttasvæði sitt í Safamýri Sport Burnley - Man. United | Stjóralausir rauðir djöflar sækja nýliðana heim Enski boltinn Alfreð hættur hjá Breiðabliki Íslenski boltinn Selur Ólympíugullverðlaunin eftir skilnað við eiginkonuna Sport Fór 402 sinnum upp á Esjuna á einu ári Sport Verdens Gang: Solskjær í samningaviðræðum við Man. United Enski boltinn „Þegar maður spilar á móti karli er ákefðin allt önnur“ Sport „Mér finnst mjög erfitt að heyra þetta“ Enski boltinn Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Íslenski boltinn Ótrúleg óheppni Slóvena Handbolti Fleiri fréttir Elín Klara hetjan í fyrsta leik á nýju ári Heimsmeistararnir þurftu að fara í átta tíma rútuferð Þorir ekki að lofa undanúrslitum: „Þetta er ekki svo auðvelt“ Ótrúleg óheppni Slóvena Hefur átt mikilvæg samtöl við Snorra Stein Óðinn bætti við titli um jólin og mætir glaður á EM Ýmir ekki sár yfir vali Loga og Kára: „Veit hvar ég stend í þessu liði“ Strákarnir eigi að stefna á verðlaun Erfitt að fara fram úr rúminu Fá vondar fréttir fyrir EM: „Mikið áfall fyrir Norðmenn“ Ágúst vann tvöfalt á hófi Íþróttamanns ársins Skoðar stöðuna eftir helgi og hefur ekki áhyggjur af Bjarka Donni dregur sig úr landsliðshópnum Gísli giftur, Ómar í rannsóknarvinnu og Snorri fagnar ástinni Opin æfing hjá strákunum okkar Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Sjá meira