Gæti mætt Íslandi á HM: „Algjört æði“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. desember 2024 08:03 Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha vonast til að vera á leiðinni með Grænhöfðaeyjum á HM. Liðið hefur æfingar 26. desember en HM hefst ekki fyrr en 14. janúar. vísir/bjarni „Það yrði algjör snilld,“ segir Hafsteinn Óli Berg Ramos Rocha sem gæti mætt Íslandi á HM í handbolta í byrjun næsta árs, sem leikmaður Grænhöfðaeyja. Hafsteinn er nýkominn úr sinni fyrstu keppnisferð með liðinu. Hún gekk vel fyrir utan smá tungumálaörðugleika. Aðdragandinn að því að Hafsteinn spili fyrir heimaland föður síns er nokkuð langur. Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn hóf ferilinn með Fjölni.vísir/bára Hafsteinn er ánægður með hvernig til tókst í Kúveit þrátt fyrir tungumálahindranir sem þurfti að yfirstíga. „Maður skilur ekkert tungumálið hjá þeim. Þeir tala kreólsku og maður kann það ekkert. Maður þarf að læra það en þetta gekk vel og maður er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Hafsteinn en innan leikmannahóps Grænhöfðaeyja er einnig töluð portúgalska sem hann talar heldur ekki. En hvernig fengu Grænhöfðeyingar veður af handboltahæfileikum Hafsteins? „Pabbi minn er þaðan og þekkir fullt af fólki þar. Síðan sagði pabbi einum í handknattleikssambandinu frá mér. Það eru kynslóðaskipti í landsliðinu en þar eru allir í kringum þrítugt. Þeir vildu endilega fá mig og sendu á mig og pabba. Síðan flaug ég út í júlí og þá fór þetta allt í gang,“ sagði Hafsteinn. Hafsteinn gekk í raðir Gróttu frá HK fyrir tímabilið.vísir/diego Hann naut þess að spila með nýju liðsfélögunum í fyrsta sinn þótt það hafi verið krefjandi. „Það var alveg geggjað en helvíti erfitt. Maður þekkir ekki tungumálið og allt frekar nýtt. Þannig þetta tók alveg tíma að læra kerfin og allt þetta. En þeir tóku mjög vel á móti mér og eru alveg toppmenn. Þetta var algjör snilld,“ sagði Hafsteinn. Framundan er heimsmeistaramót og Hafsteinn vonast að sjálfsögðu til þess að fara með Grænhöfðeyingum til Zagreb í Króatíu þar sem riðill þeirra verður spilaður. „Maður er búinn að leggja það á sig að komast þarna út. Það væri draumur að komast á HM. Maður þarf bara að leggja hart að sér og reyna sitt allra besta. Núna einbeiti ég mér bara að deildinni og síðan kemur bara í ljós hvernig þetta fer,“ sagði Hafsteinn en lið Grænhöfðaeyja hefur æfingar fyrir HM á annan í jólum. Auk Grænhöfðaeyja eru Slóvenía, Kúba og Ísland í G-riðli HM. Fyrsti leikur Grænhöfðaeyinga á mótinu er gegn Íslendingum og þar gæti Hafsteinn mætt löndum sínum. Íslenska liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM, 16. janúar.vísir/anton Hann lék með yngri landsliðum Íslands og var meðal annars í U-18 ára liðinu sem vann silfur á EM 2018 ásamt núverandi landsliðsmönnum Íslands eins og Hauki Þrastarsyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni. Þá spilaði hann með Þorsteini Leó Gunnarssyni í Aftureldingu. „Það verður algjört æði,“ sagði Hafsteinn um möguleikann á að mæta Íslendingum á HM. „Maður var með sumum þarna í yngri landsliðum og einum í félagsliði þannig maður þekkir inn á nokkra þarna. Það yrði algjör snilld að mæta þeim og heiður,“ sagði Hafsteinn sem kveðst vongóður á að komast í HM-hóp Grænhöfðaeyja. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég vona það besta. Ég spila bara minn bolta hérna heima og reyni að sanna mig og ég tel mig eiga mjög góðar líkur á að komast í HM-hópinn.“ Úr leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í fyrra.vísir/vilhelm Ísland mætti Grænhöfðaeyjum í milliriðli á síðasta heimsmeistaramóti og vann tíu marka sigur, 40-30. Grænhöfðeyingar enduðu í 23. sæti á HM, lentu í 2. sæti í Afríkukeppninni 2022 og 4. sæti í ár svo ýmislegt er í liðið spunnið. „Þetta er mjög sterkt landslið með menn víða um Evrópu. Tveir eru að spila í efstu deild í Frakklandi og síðan í portúgölsku og spænsku deildunum. Þetta er hörkulið. Það er ekki hægt að taka það frá þeim,“ sagði Hafsteinn að lokum. HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira
Hafsteinn, sem leikur með Gróttu í Olís-deildinni, spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Grænhöfðaeyjar á móti í Kúveit í síðasta mánuði. Þar mættu Grænhöfðaeyjar heimaliði Kúveit, Barein og Túnis. „Fyrir síðustu jól heyrðu þeir í pabba mínum. Við töluðum svo saman í nokkra mánuði og síðan í sumar fór ég til Grænhöfðaeyja og fékk ríkisborgararéttinn þar. Ég var þar í tíu daga að græja pappíra og allt það. Eftir það kom ég heim og heyrði ég í þjálfaranum. Síðan var maður mættur þarna á mót í Kúveit í byrjun nóvember. Það gekk vel og maður fékk hellings spiltíma, þrjátíu mínútur í leik,“ sagði Hafsteinn aðspurður um hvernig það hefði atvikast að hann var valinn í landslið Grænhöfðaeyja. Hafsteinn hóf ferilinn með Fjölni.vísir/bára Hafsteinn er ánægður með hvernig til tókst í Kúveit þrátt fyrir tungumálahindranir sem þurfti að yfirstíga. „Maður skilur ekkert tungumálið hjá þeim. Þeir tala kreólsku og maður kann það ekkert. Maður þarf að læra það en þetta gekk vel og maður er spenntur fyrir komandi tímum,“ sagði Hafsteinn en innan leikmannahóps Grænhöfðaeyja er einnig töluð portúgalska sem hann talar heldur ekki. En hvernig fengu Grænhöfðeyingar veður af handboltahæfileikum Hafsteins? „Pabbi minn er þaðan og þekkir fullt af fólki þar. Síðan sagði pabbi einum í handknattleikssambandinu frá mér. Það eru kynslóðaskipti í landsliðinu en þar eru allir í kringum þrítugt. Þeir vildu endilega fá mig og sendu á mig og pabba. Síðan flaug ég út í júlí og þá fór þetta allt í gang,“ sagði Hafsteinn. Hafsteinn gekk í raðir Gróttu frá HK fyrir tímabilið.vísir/diego Hann naut þess að spila með nýju liðsfélögunum í fyrsta sinn þótt það hafi verið krefjandi. „Það var alveg geggjað en helvíti erfitt. Maður þekkir ekki tungumálið og allt frekar nýtt. Þannig þetta tók alveg tíma að læra kerfin og allt þetta. En þeir tóku mjög vel á móti mér og eru alveg toppmenn. Þetta var algjör snilld,“ sagði Hafsteinn. Framundan er heimsmeistaramót og Hafsteinn vonast að sjálfsögðu til þess að fara með Grænhöfðeyingum til Zagreb í Króatíu þar sem riðill þeirra verður spilaður. „Maður er búinn að leggja það á sig að komast þarna út. Það væri draumur að komast á HM. Maður þarf bara að leggja hart að sér og reyna sitt allra besta. Núna einbeiti ég mér bara að deildinni og síðan kemur bara í ljós hvernig þetta fer,“ sagði Hafsteinn en lið Grænhöfðaeyja hefur æfingar fyrir HM á annan í jólum. Auk Grænhöfðaeyja eru Slóvenía, Kúba og Ísland í G-riðli HM. Fyrsti leikur Grænhöfðaeyinga á mótinu er gegn Íslendingum og þar gæti Hafsteinn mætt löndum sínum. Íslenska liðið mætir Grænhöfðaeyjum í fyrsta leik sínum á HM, 16. janúar.vísir/anton Hann lék með yngri landsliðum Íslands og var meðal annars í U-18 ára liðinu sem vann silfur á EM 2018 ásamt núverandi landsliðsmönnum Íslands eins og Hauki Þrastarsyni og Viktori Gísla Hallgrímssyni. Þá spilaði hann með Þorsteini Leó Gunnarssyni í Aftureldingu. „Það verður algjört æði,“ sagði Hafsteinn um möguleikann á að mæta Íslendingum á HM. „Maður var með sumum þarna í yngri landsliðum og einum í félagsliði þannig maður þekkir inn á nokkra þarna. Það yrði algjör snilld að mæta þeim og heiður,“ sagði Hafsteinn sem kveðst vongóður á að komast í HM-hóp Grænhöfðaeyja. „Ég er mjög bjartsýnn á það. Ég vona það besta. Ég spila bara minn bolta hérna heima og reyni að sanna mig og ég tel mig eiga mjög góðar líkur á að komast í HM-hópinn.“ Úr leik Íslands og Grænhöfðaeyja á HM í fyrra.vísir/vilhelm Ísland mætti Grænhöfðaeyjum í milliriðli á síðasta heimsmeistaramóti og vann tíu marka sigur, 40-30. Grænhöfðeyingar enduðu í 23. sæti á HM, lentu í 2. sæti í Afríkukeppninni 2022 og 4. sæti í ár svo ýmislegt er í liðið spunnið. „Þetta er mjög sterkt landslið með menn víða um Evrópu. Tveir eru að spila í efstu deild í Frakklandi og síðan í portúgölsku og spænsku deildunum. Þetta er hörkulið. Það er ekki hægt að taka það frá þeim,“ sagði Hafsteinn að lokum.
HM karla í handbolta 2025 Grænhöfðaeyjar Mest lesið Potter undir mikilli pressu Enski boltinn „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti „Hugur fylgdi máli í okkar aðgerðum“ Sport Erfið endurkoma hjá De Bruyne Fótbolti Tvenna Rashford tryggði þrjú stig Fótbolti Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Handbolti Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Handbolti Fleiri fréttir „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Uppgjör: Valur - FH 27-32 | Jón Þórarinn skellti í lás þegar FH sótti tvö stig á Hlíðarenda ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Fimm íslensk mörk í stórtapi Kolstad Janus Daði komst ekki á blað í naumu tapi Bognir en hvergi bangnir: „Ekki alltaf sólskin og sleikjóar“ Sjá meira