

Borgarstjóri kallar eftir samtali um húsnæðismál í tengslum við kjarasamninga. Hann segir borgina í ótvíræðri forystu í húsnæðismálum og að uppbygging eigi sér stað fyrir alla hópa.
Gengisveiking krónunnar gæti haft meiri og hraðari áhrif á verðlag að mati hagfræðings þar sem innlend fyrirtæki hafa uppsafnaða þörf fyrir verðhækkanir. Spennan í hagkerfinu magni gengisáhrifin. Forstjóri heildsölunnar Innness segir útlit fyrir verðhækkanir.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, verður meðal ræðumanna á stórfundi VG um verkalýðsmál á laugardaginn.
"Það sem einkennir tillögurnar fyrst og fremst er eins og alltaf þegar kreppir aðeins að í þjóðarbúskapnum að þá er skorið niður í velferðarkerfinu okkar og í opinberum framkvæmdum.“
Viðskiptaráð hefur töluverðar áhyggjur af því að ekki ríki sameiginlegur skilningur á þeim forsendum sem yfirstandandi kjaraviðræður eigi að byggja á.
Verði laun hækkuð umfram framleiðni og brjótist hækkunin hvorki fram í verðbólgu né atvinnuleysi má búast við miklum áhrifum á viðskiptajöfnuð samkvæmt nýrri skýrslu. Ýtrustu kröfur um launahækkanir leiði til halla sem nemur yfir helmingi af landsframleiðslu
Skipverjum Helgu Maríu AK sem eiga rétt á þriggja mánaða uppsagnarfresti eða lengri voru send uppsagnarbréf í ábyrgðarpósti á meðan þeir voru á sjónum. Vilhjálmur Birgisson segir þetta enn eitt áfallið sem Akranes verður fyrir á stu
Forseti Alþýðusambandsins segir vinnutíma Íslendinga vanmetinn í þeim tölum sem Samtök atvinnulífsins birtu í gær og segja að sýni að framleiðni hér á landi sé mun meiri en hingað til hafi verið talið. Íslendingar vinni lengri vinnuviku en þarna sé haldið fram.
Ekki eru öll kurl komin til grafar vegna lokaákvörðunar kjararáðs. Forstöðumenn funduðu í liðinni viku og veltu upp möguleikum sínum.
Ýmislegt bendir til þess að Íslendingar vinni færri vinnustundir en ekki fleiri en nágrannaþjóðir okkar.
Forseti ASÍ telur framsetningu könnunar sem Samtök atvinnulífsins sendu frá sér um að uppsögnum fjölgi á vinnumarkaði, vera óábyrga og ekki rétta. Formaður VR segir þetta grímulausan áróður til að reyna að sundra þeim samtakamætti sem myndast hefur innan Verkalýðshreyfingarinnar.
Tímabundnar ráðningar þar sem starfsfólk nýtur engrar verndar hafa færst í vöxt hérlendis.
Efling stendur fyrir fundi um erfiðleika sem verktakar og lausavinnufólk mætir í tengihagkerfinu. Framkvæmdastjóri Eflingar segir að óstöðugleiki slíks hóps sé vaxandi vandi sem nauðsynlegt er að taka á, með tilliti til samninga lausavinnufólks.
Formaður Skólameistarafélags Íslands telur að framhaldsskólanemar vinni of mikið með skóla. Álag á ungmenni hafi aukist eftir að framhaldsskólinn var styttur í þrjú ár en hann telur þó ekki ástæðu til að lengja námið aftur í fjögur ár.
Aðeins rúmur fjórðungu félaga í Starfsmannafélagi Reykjavíkurborgar og um 40% í SFR tóku þátt í allsherjaratkvæðagreiðslu um sameininguna.
Dæmi eru um að nemendur í 8. bekk fái hátt í þúsund krónum lægri laun á tímann fyrir störf sín í vinnuskólanum en jafnaldrar þeirra í öðrum sveitarfélögum. Atvinnuþátttaka barna er hvergi á Vesturlöndum jafn mikil og hér á landi.
Miðstjórn Alþýðusambandsins lýsir yfir gríðarlegum vonbrigðum með ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankans að hækka stýrivexti.
Sérfræðingar Landsbankans segja að kaupmáttur gæti rýrnað ef verðbólguspár ganga eftir og launahækkanir verða í samræmi við svigrum sem atvinnurekendur telja sig hafa.
Formaður Sjómannafélags Íslands segir að verið sé að undirbúa málsókn á hendur Heiðveigu Maríu Einarsdóttur vegna upploginna saka á forystu félagsins. Heiðveig hyggst stefna Sjómannafélaginu fyrir Félagsdómi vegna brottvikningar hennar úr félaginu.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra telur mikilvægt að báðar fylkingar í komandi kjaraviðræðum komi saman að borðinu með lausnamiðaðri hætti en nú er.
Veitingastaðurinn Rústik við Hafnarstræti, sem var lokað í síðustu viku, hefur greitt starfsmönnum sínum laun þrátt fyrir yfirlýsingar þess efnis að ekki yrði hægt að greiða starfsmönnum staðarins fyrir vinnu sína í októbermánuði.
Átta félagsmenn Sjómannafélags Íslands fordæma framferði stjórnar félagsins.
Stjórn Sjómannafélags Íslands hefur ekki orðið við ákalli á annað hundrað manns sem hafa krafist félagsfundar vegna þeirrar stöðu sem er komin upp í félaginu.
Heiðveig María Einarsdóttir, sem nýlega var rekin úr Sjómannafélagi Íslands, segist enn vissari en áður um að það þurfi að hreinsa til í félaginu. Yfir 100 félagsmenn hafa farið fram á fund til að fara yfir málið.
Félagsmenn í SÍ krefjast félagsfundar.
Skipverjum á Helgu Maríu, AK-16, togara í eigu HB Granda, hefur verið tjáð að þeim verði sagt upp á næstu vikum samkvæmt heimildum Fréttablaðsins.
Alþýðusambandið hefur lengi haft starfsgetumat á stefnuskrá sinni sem ÖBÍ hefur mótmælt.
Undir yfirlýsinguna rita Aðalsteinn Árni Baldursson, formaður Framsýnar stéttarfélags, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR.
Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að skynsamir atvinnurekendur og skynsöm verkalýðsforysta taki mið af ytri aðstæðum þjóðarbúsins. Hann vill breyta um kúrs og tryggja stöðugleika með hóflegum launahækkunum.
Þetta sýnir könnun Samtaka atvinnulífsins meðal aðildarfyrirtækjanna sem birt var í dag.