Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Heimir Már Pétursson skrifar 13. febrúar 2019 19:30 Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson. Kjaramál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira
Formaður VR segir stjórnvöld verða að svara því upp úr helgi hvað þau eru reiðubúin að gera til að liðka fyrir kjarasamningum meðal annars með ýmsum kerfisbreytingum. Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. Viðræðunefndir sextán verkalýðsfélaga innan Starfsgreinasambandsins annars vegar og þriggja félaga þess ásamt fulltrúum VR hins vegar hafa rætt nýja kjarasamninga við Samtök atvinnulífsins undanfarnar vikur, síðar nefndi hópurinn á vettvangi ríkissáttasemjara. Þokast hefur í samkomulags átt varðandi ýmis mál sem rædd hafa verið í undirhópum og kröfum um réttindaskerðingar ýtt út af borðinu að sögn Ragnars Þórs Ingólfssonar formanns VR. En í morgun kynntu Samtök atvinnulífsins tilboð um launaliðinn á fundi hjá ríkissáttasemjara. „Það tilboð sem við fengum í dag er í raun það fyrsta sem við fáum frá þeim um launaliðinn til að taka efnislega afstöðu til. Hingað til höfum við ekki getað gert það en við munum einfaldlega ræða þetta í okkar samninganefnd og baklandi,” segir Ragnar Þór. Félögin fjögur á vettvangi ríkissáttasemjara muni svara atvinnurekendum sameiginlega á fundi á föstudag. En krafa félaganna um að lágmarkslaun verði 425 þúsund í lok þriggja ára samningstíma er þekkt. Samningafólk er bundið trúnaði um innihald tilboðs SA en af viðbrögðum að dæma hefur því markmiði ekki verið náð. „Við höfum í sjálfu sér ekki tekið endanlega afstöðu til þess hvort við komum með gagntilboð eða hvort við tökum bara hreina afstöðu til þess sem lagt var fram í dag. Það munum við ákveða á morgun,” segir formaður VR. Samkvæmt heimildum fréttastofu nær tilboð SA til allra þeirra verkalýðsfélaga og sambanda sem samtökin eru í viðræðum við. Ragnar Þór segir að hvað sem kunni að gerast á föstudag þurfi stjórnvöld að svara kröfum verkalýðsfélaganna um um ýmsar kerfisbreytingar til að mynda í bóta- og skattamálum sem og í húsnæðis- og vaxtamálum. Afstaða stjórnvalda ráði úrslitum um hvort samið verði til lengri tíma eða ekki. „Það skiptir mjög miklu máli að grunnstef stjórnvalda liggi fyrir mjög fljótlega eftir helgi til þess að við getum farið að taka í raun einhverja afstöðu með framhaldið,” segir Ragnar Þór Ingólfsson.
Kjaramál Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Innlent „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Pútín sagður hafa valið Witkoff Erlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa Innlent Fleiri fréttir „Þetta er alveg ásættanlegur samningur“ Deildi nöfnum skjólstæðinga á Instagram Íslendingar þægileg fórnarlömb fyrir vasaþjófa „Að öllu óbreyttu mun þjóðvegurinn fara í sundur“ Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Sjá meira