Mæta með gagntilboð í Karphúsið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. febrúar 2019 00:37 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Vísir/Vilhelm Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. Í tilboði Eflingar er komið til móts við kauphækkunarboð SA með því skilyrði að yfirvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar. Þetta kemur fram í frétt á vef Eflingar í kvöld. SA lagði fram tilboð á fundi með fulltrúum Eflingar, VR auk verkalýðsfélaganna á Akranesi og Grindavík á miðvikudaginn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði fréttastofu við það tilefni að tilboðinu yrði svarað á föstudag. Ekki lægi fyrir hvort tilboði SA yrði svarað með gagntilboði eða ekki. Nú liggur fyrir að tilboðinu er svarað með gagntilboði en með því skilyrði að yfirvöld komi til móts við verkalýðsfélögin. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu sömuleiðis í kvöld ályktun um skattastefnu. „Þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa mótað í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Þar er lagt til að tekjuskattar á 90% almennings myndu lækka, en að tekjuhæstu fimm prósentin myndu borga meira. Stjórnin og samninganefndin krefjast þess að aðgerðirnar sem skýrslan leggur til verði innleiddar „strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“ Samninganefndin krafðist ennfremur að þetta yrði gert að forsenduákvæði kjarasamninga, svo eftirfylgni yfirvalda yrði tryggð. Fulltrúar beggja vegna borðsins hittast á fundi með ríkissáttasemjara klukkan 11:15 á morgun, föstudag.Ályktun stjórnar og samninganefndar 14. 2. 2019Stjórn og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags þakka Stefáni Ólafssyni og Indriða Þorlákssyni fyrir afar vandaða vinnu við smíði skýrslunnar „Sanngjörn dreifing skattbyrðar“ sem út kom í febrúar 2019. Ljóst er að tillögur skýrslunnar víkja frá ítrustu kröfum í kröfugerð Eflingar á hendur ríkinu og fara í sumum atriðum aðrar leiðir en þar er lagt til. Engu að síður myndu tillögurnar, kæmu þær til framkvæmda, létta skattbyrði lægstu launa um 40-60% prósent og færa skattkerfið verulega í réttlætisátt. Tillögurnar eru framkvæmanlegar á einu ári og í skýrslunni er að auki bent á fjölda leiða til að fjármagna enn frekari lækkun skattbyrði lægstu hópa. Stjórn Eflingar – stéttarfélags styður tillögur skýrslunnar en með þeim fyrirvara að þær séu einungis fyrsta skref í áttina að því markmiði að gera lægstu laun með öllu skattfrjáls. Þess er krafist að þær aðgerðir sem skýrslan leggur til verði innleiddar strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021. Samninganefnd setti að auki þá kröfu að þetta yrði forsenduákvæði í kjarasamningum. Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Samninganefnd Eflingar ætlar að leggja fram gagntilboð við tilboði Samtaka atvinnulífsins. Fundur er fyrirhugaður í Karphúsinu í Borgartúni á morgun. Í tilboði Eflingar er komið til móts við kauphækkunarboð SA með því skilyrði að yfirvöld setji fram og standi við skattkerfisbreytingar. Þetta kemur fram í frétt á vef Eflingar í kvöld. SA lagði fram tilboð á fundi með fulltrúum Eflingar, VR auk verkalýðsfélaganna á Akranesi og Grindavík á miðvikudaginn. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði fréttastofu við það tilefni að tilboðinu yrði svarað á föstudag. Ekki lægi fyrir hvort tilboði SA yrði svarað með gagntilboði eða ekki. Nú liggur fyrir að tilboðinu er svarað með gagntilboði en með því skilyrði að yfirvöld komi til móts við verkalýðsfélögin. Stjórn Eflingar og samninganefnd samþykktu sömuleiðis í kvöld ályktun um skattastefnu. „Þar sem fyrsta skrefið fælist í þeim skattatillögum sem Stefán Ólafsson og Indriði H. Þorláksson hafa mótað í nýútgefinni skattaskýrslu sinni. Þar er lagt til að tekjuskattar á 90% almennings myndu lækka, en að tekjuhæstu fimm prósentin myndu borga meira. Stjórnin og samninganefndin krefjast þess að aðgerðirnar sem skýrslan leggur til verði innleiddar „strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021.“ Samninganefndin krafðist ennfremur að þetta yrði gert að forsenduákvæði kjarasamninga, svo eftirfylgni yfirvalda yrði tryggð. Fulltrúar beggja vegna borðsins hittast á fundi með ríkissáttasemjara klukkan 11:15 á morgun, föstudag.Ályktun stjórnar og samninganefndar 14. 2. 2019Stjórn og samninganefnd Eflingar – stéttarfélags þakka Stefáni Ólafssyni og Indriða Þorlákssyni fyrir afar vandaða vinnu við smíði skýrslunnar „Sanngjörn dreifing skattbyrðar“ sem út kom í febrúar 2019. Ljóst er að tillögur skýrslunnar víkja frá ítrustu kröfum í kröfugerð Eflingar á hendur ríkinu og fara í sumum atriðum aðrar leiðir en þar er lagt til. Engu að síður myndu tillögurnar, kæmu þær til framkvæmda, létta skattbyrði lægstu launa um 40-60% prósent og færa skattkerfið verulega í réttlætisátt. Tillögurnar eru framkvæmanlegar á einu ári og í skýrslunni er að auki bent á fjölda leiða til að fjármagna enn frekari lækkun skattbyrði lægstu hópa. Stjórn Eflingar – stéttarfélags styður tillögur skýrslunnar en með þeim fyrirvara að þær séu einungis fyrsta skref í áttina að því markmiði að gera lægstu laun með öllu skattfrjáls. Þess er krafist að þær aðgerðir sem skýrslan leggur til verði innleiddar strax á næstu fjárlögum, og að skattbyrði tekjulægstu hópa verði með öllu aflétt eigi síðar en árið 2021. Samninganefnd setti að auki þá kröfu að þetta yrði forsenduákvæði í kjarasamningum.
Kjaramál Tengdar fréttir Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18 Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30 Mest lesið Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Innlent Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Innlent „Ég er mannleg“ Innlent Banað af hákörlum þar sem fólk hefur lengi synt með þeim Erlent Lofar betra sumri en í fyrra Innlent Fleiri fréttir Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Sjá meira
Formaður VR segir nýtt tilboð frá SA geta ráðið úrslitum Samtök atvinnulífisns gerðu fjórum verkalýðsfélögum tilboð á fundi hjá ríkissáttasemjara í morgun sem formaður VR segir að muni ráða úrslitum um hvort leiði til samninga eða viðræðum slitið. 13. febrúar 2019 12:18
Formaður VR segir stjórnvöld þurfa að svara kröfum strax upp úr helgi Verkalýðsfélögin munu líklega svara tilboði Samtaka atvinnulífsins frá því í dag með efnislegum athugasemdum á föstudag en í tilboðinu er reiknað með samningi til þriggja ára. 13. febrúar 2019 19:30