Stemmning fyrir verkföllum í mars Stefán Ó. Jónsson skrifar 17. febrúar 2019 22:15 Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“ Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Forseti ASÍ segist ekki geta útilokað að undirfélög sambandsins muni boða til verkfalla á næstu vikum, lítist þeim ekki á tillögur stjórnvalda í kjaramálum. Stjórnarþingmaður dregur hins vegar í efa lýðræðislegt umboð verkalýðshreyfingarinnar til að þvinga fram aðgerðir af hálfu ríkisins. Samtök launafólks og atvinnurekenda bíða nú eftir útspili stjórnvalda um hvernig þau hyggjast höggva á hnútinn í yfirstandandi kjaraviðræðum. Fulltrúar ríkisstjórnarinnar og forsetateymis Alþýðusambandsins munu funda á þriðjudag þar sem ætla má kynntar verði tillögur að skattkerfisbreytingum til handa þeim tekjulægstu, áður en samninganefndir funda síðan hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Drífa Snædal, forseti ASÍ, segir að nú sé því komið að enn einni ögurstundinni í kjaraviðræðunum. Falli tillögur stjórnvalda ekki í kramið geti hún ekki útilokað að einhver undirfélög ASÍ boði til verkfalla innan nokkurra vikna. „Við finnum fyrir þreytu hjá fólki á lægstu kjörum, sem vill fá að rétta sinn hlut. Eðlilega er það fólk til í að skoða hvað það getur mögulega gert til að bæta sína stöðu. Við hlustum að sjálfsögðu á það sem okkar félagsmenn eru að segja,“ segir Drífa. „Ef að einhver félög ætla að sækja umboð til vinnustöðvunar þá er það alveg sjálfsagt mál fyrir þau að gera það.“ Það sé því ekki svo ólíklegt að mati Drífu að boðað verði til verkfalla strax í byrjun mars. „Ég hugsa að það sé stemning fyrir því í ákveðnum hópum, já.“Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.Veikt umboð til breytinga Bryndís Haraldsdóttir, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, dregur umboð verkalýðshreyfingarinnar til að knýja á um aðkomu ríkisins að kjaramálunum hins vegar í efa. „Umboð hennar er fyrst og fremst að semja um kaup og kjör á markaði fyrir sitt fólk. Viðsemjendur þeirra eru forsvarsmenn atvinnulífsins – ekki ríkisins,“ segir Bryndís.„Þannig að þeirra umboð nær ekki til skattkerfisbreytinga eða einhverra annarra kerfisbreytinga, það umboð hlýtur að liggja hjá okkur, kjörnum fulltrúum.“ Þar að auki sé lagaleg óvissa uppi um hvort löglegt sé að boða til vinnustöðvunar ef tilgangur hennar er að þvinga stjórnarvöld til að framkvæma athafnir, sem þeim lögum samkvæmt ber ekki að framkvæma. Bryndís segist engu að síður hafa fullan skilning á að verkalýðsfélög vilji blanda sér í umræðuna og leggja fram tillögur. „En hótanir og skattkerfisbreytingar, það hlýtur að vera á borðum stjórnvalda en ekki forystumanna verkalýðshreyfingarinnar.“ Drífa Snædal segir að umboð verkalýðshreyfingarinnar felist í því að hún og aðrir í forystusveitinni séu kjörin til að gæta að lífskjörum fólks. „Við værum því ekki að sinna vinnunni okkar ef við myndum ekki krefjast þess að skattkerfinu yrði beitt til að bæta lífskjör vinnandi fólks á Íslandi.“
Alþingi Kjaramál Tengdar fréttir Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15 Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56 Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Sjá meira
Tilboð SA eitt og sér heggur ekki á hnútinn SA fá að vita örlög tilboðs sem þau lögðu fram í vikunni á fundi með verkalýðsfélögum í dag. Trúnaður um innihald tilboðsins. Heimildir innan verkalýðshreyfingar herma að eitt og sér leysi það ekkert. 15. febrúar 2019 06:15
Slitnað gæti upp úr kjaraviðræðum á úrslitafundi í næstu viku Formaður VR segir boltann hjá stjórnvöldum eftir að Samtök atvinnulífsins höfnuðu gagntilboði fjögurra verkalýðsfélaga um hækkun launa í nýjum kjarasamningum á fundi hjá ríkissáttasemjara í dag. 15. febrúar 2019 19:56
Beðið eftir útspili stjórnvalda Boltinn í kjaraviðræðum er kominn til stjórnvalda eftir að SA höfnuðu í gær gagntilboði VR, Eflingar, VLFA og VLFG. Fáist ekki niðurstaða í næstu viku stefnir í viðræðuslit að sögn formanns VLFA. 16. febrúar 2019 08:15