Ísrael

Fréttamynd

Við viljum geta skálað fyrir Rapyd-lausum Vín­búðum!

Núna þegar ein annasamasta helgi ársins hjá Vínbúðunum er í uppsiglingu þá langar okkur að minna fólk á að Vínbúðirnar nota ennþá þjónustu ísraelska greiðslumiðlunarfyrirtækisins Rapyd þegar borgað er með greiðslukortum. Eini greiðslumöguleikinn annar er reiðufé.

Skoðun
Fréttamynd

Ísraelar í hefndaraðgerðum gegn Hezbollah í Líbanon

Ísraelar gerðu loftárásir á úthverfi Beirút, höfuðborgar Líbanons, þar sem ísraelski herinn telur háttsetta meðlimi Hezbollah halda til. Loftárásirnar eru hefndaraðgerðir fyrir árásir Hezbollah á byggð Ísraela á Golan-hæðum þar sem 12 börn létu lífið. 

Erlent
Fréttamynd

Reyna að fá Ísrael til að ráðast ekki á Beirút

Stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Frakklandi hafa gefið út ferðaviðvörun til ríkisborgara sinna og hvatt þá til að ferðast ekki til Líbanon og íhuga að yfirgefa landið ef þeir eru þar.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldi mót­mælir við sögu­legt á­varp Netanjahú

Forsætisráðherra Ísraels Benjamín Netanjahú ætlar að ávarpa báðar deildir Bandaríkjaþings í dag í þeirri von að tryggja áfram stuðning Bandaríkjanna við stríðsrekstur Ísraela á Gasasvæðinu. Hann er fyrsti erlendi þjóðarleiðtoginn til að ávarpa þingið fjórum sinnum. Mikill fjöldi mótmælenda safnast saman við þinghúsið í Washington DC.

Erlent
Fréttamynd

Þrír drepnir í á­rás Ísraela í Jemen

Þrír voru drepnir og um 80 manns særðust í loftárásum Ísraela á hafnarborgina Hodeida í Jemen í gær. Árásin er viðbragð við loftárás Húta á Tel Aviv í Ísrael þar sem einn lét lífið og tíu særðust.

Erlent
Fréttamynd

Land­taka Ísraela í Palestínu ó­lög­mæt

Alþjóðadómstóllinn í Haag hefur gefið út ráðgefandi álit þess efnis að landtaka Ísraela í Palestínu sé ólögmæt. Dómstóllinn kallar eftir því að Ísraelsmenn yfirgefi Palestínu en harla ólíklegt er að þeir verði við því ákalli, enda er álitið óbindandi og óframfylgjanlegt.

Erlent
Fréttamynd

Linnu­laus þjáning í­búa á Gaza

Gaza er í dag rústir einar. Rúmir níu mánuðir eru nú liðnir frá því hernaðarátök hófust fyrir botni Miðjarðarhafs en umfang og eðli átakanna á Gaza hefur valdið gríðarlegum skaða á fólki, heimilum og öðrum innviðum.

Skoðun
Fréttamynd

Um­fangs­mikil á­rás á Gasa talin hafa banað minnst 71

Heilbrigðisyfirvöld á Gasa, sem rekin eru af Hamas segja að minnst 71 hafi verið drepinn í umfangsmikilli árás Ísraelshers á svæði sem átti að vera öruggt mannúðarsvæði. Ísraelsher segir að skotmörk árásarinnar hafi verið háttsettir leiðtogar Hamas.

Erlent
Fréttamynd

Sex­tán drepnir í loft­á­rás á skóla

Að minnsta kosti sextán manns létust í loftárás Ísraela á skóla á Gasa-svæðinu. Ísraelski herinn kveðst hafa hæft hryðjuverkamenn sem hafi komið sér fyrir innan veggja skólans. 

Erlent