Innlent

Drúsar mót­mæla við sendi­ráðið

Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar
Átökin hafa magnast frá því að þau brutust út á sunnudaginn seinasta og margir hafa látist.
Átökin hafa magnast frá því að þau brutust út á sunnudaginn seinasta og margir hafa látist. Vísir/Lýður Valberg

Drúsar búsettir á Íslandi mótmæla nú fyrir utan bandaríska sendiráðið við Engjateig. Mótmælin hafa farið friðsamlega fram en mikil átök hafa geisað á heimaslóðum drúsa í Sýrlandi sem hafa kostað marga lífið.

Blóðug átök hafa blossað upp í suðurhluta Sýrlands á milli vopnaðra sveita Drúsa, Bedúína og stjórnarhers Sýrlands. Þungamiðja átakanna er í borginni Suweida en meirihluti íbúa þar eru Drúsar. Þeir eru abrahamskur trúarhópur sem spratt upp úr sjíisma á miðöldum. Þeir eru arabískumælandi en eru ekki múslimar.

Vísir/Lýður Valberg

Átökin brutust út sunnudaginn síðasta á milli vopnaðra sveita Drúsa og Bedúína og hefur stjórnarherinn skorist inn í. Stjórnin hefur verið sökuð um að taka þátt í árásum Bedúína á Drúsa og átökin stigmögnuðust á dögunum þegar Ísraelsher gerði loftárásir á borgina Suweida sem viðbragð við árásum stjórnarinnar á trúarhópinn. Um þúsund manns er sögð hafa látið lífið í átökunum til þessa.

Fréttastofa ræddi í dag við ungan Drúsa og enn yngri Íslending sem hefur verið lengi búsett á Íslandi og stundað íslenskunám við háskólann.

Íslenskir Drúsar segja sýrlensku íslamistastjórnina fremja þjóðarmorð á Drúsum og öðrum trúarminnihlutahópnum í landinu.

Vísir/Lýður Valberg
Vísir/Lýður Valberg
Vísir/Lýður Valberg
Vísir/Lýður Valberg



Fleiri fréttir

Sjá meira


×