Erlent

Ísraelar segja yfir­lýsingu 28 ríkja úr takti við raun­veru­leikann

Gunnar Reynir Valþórsson skrifar
Þörfin á hjálpargögnum er gríðarleg á svæðinu og eyðileggingin nær algjör á sumum svæðum.
Þörfin á hjálpargögnum er gríðarleg á svæðinu og eyðileggingin nær algjör á sumum svæðum. Getty/Ahmad Hasaballah

Ísraelsk stjórnvöld segast hafna alfarið yfirlýsingu 28 utanríkisráðherra sem gefin var út í gær þar sem framferði Ísraelshers á Gasa svæðinu er harðlega fordæmt og þess krafist að hernaðinum verði hætt tafarlaust.

 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir undirritar yfirlýsinguna fyrir hönd Íslands þar sem meðal annars er staðhæft að þjáningar íbúa á Gasa hafi náð nýjum hæðum, aðferð Ísraelshers við að dreifa hjálpargögnum sé stórhættuleg og auki á spennuna á svæðinu. Þá svipti aðgerðirnar íbúum svæðisins sinni mannlegu reisn. 

Óviðunandi sé að Ísrael neiti óbreyttum borgurum um aðgengi að mannúðaraðstoð. Ísrael verði að uppfylla skyldur sem alþjóðleg mannúðarlög fela þeim á hendur,“ segir ennfremur.

Fjöldi fólks hefur verið drepinn við að reyna að nálgast matvæli á sérstökum dreifingarstöðvum sem fyrirtæki á vegum hersins hefur tekið að sér að sjá um. Síðast um helgina voru um hundrað drepin og allt í allt er talið að fleiri en áttahundruð Palestínumenn liggi í valnum eftir slík atvik síðustu vikur.

Utanríkisráðuneyti Ísraels hefur nú sent frá sér yfirlýsingu þar sem áðurnefnda yfirlýsing utanríkisráðherranna er fordæmd. Ísraelski utanríkisráðherrann segir að kollegar sínir séu úr takti við raunveruleikann og séu að senda röng skilaboð til Hamas-samtakanna. Þá saka þeir Hamas um að grafa undan dreifingu hjálpargagna í stað þess að fallast á vopnahlé og lausn allra gísla.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×