Pólland

Kjöt af sjúkum pólskum kúm selt til annarra Evrópuríkja
Um það bil tvö og hálft tonn af nautakjöti af sjúkum kúm sem slátrað var með ólöglegum hætti í Póllandi var selt til ellefu Evrópuríkja.

Ófær um að eignast afkvæmi vegna of lítils lims
Krókódíllinn Hektor býr í dýragarðinum í Poznan í Póllandi.

Mótmæla minningarathöfn um fórnarlömb nasista í Auschwitz
Mótmælendur telja tæplega 50 manns.

Pólskir foreldrar hafa kært barnaverndarnefnd
Börnin eru enn í umsjá yfirvalda þrátt fyrir að foreldrum hafi verið dæmd forsjá í Landsrétti. Pólska sendiráðið segir málið alvarlegt og að verið sé brjóta á pólskum borgurum.

Þúsundir komu saman til að kveðja Paweł Adamowicz í Gdansk
Útför Paweł Adamowicz, borgarstjóra í pólsku borginni Gdansk, fer fram í dag.

Dagur sendir samúðarkveðju til Gdansk
Dagur B. Eggertsson borgarstjóri Reykjavíkur hefur sent samúðarkveðju til Gdansk vegna morðsins á borgarstjóranum Pawel Adamowicz.

Fjöldi minnist borgarstjóra
Fjölmargir Pólverjar lögðu leið sína í ráðhúsið í Gdansk í gær til þess að rita nafn sitt í samúðarbækur fyrir Pawel Adamowicz, borgarstjóra Gdansk, sem lést á sjúkrahúsi á mánudag eftir að hafa verið stunginn á góðgerðartónleikum á laugardagskvöld.

Pólska samfélagið á Íslandi slegið yfir morðinu á borgarstjóra Gdansk: „Ég var orðlaus“
Formaður Samtaka Pólverja á Íslandi er harmi sleginn eftir morðið á Pawl Adamowicz, borgarstjóranum í Gdansk en hann þekkti borgarstjórann persónulega. Hann hafi verið brosmildur og góður maður sem hafi verið opinn fyrir að hlusta á sjónarmið allra.

Árásarmaðurinn í Gdansk með langan sakaferil að baki
Verið er að kanna hvernig hann komst upp á svið á góðgerðarviðburði og stakk borgarstjórann en talið er að hann hafi komið höndum yfir fjölmiðlapassa.

Lést af sárum sínum eftir stunguárásina í Gdansk
Pawel Adamovicz, borgarstjóri Gdansk, var stunginn á sviði fyrir framan hundruð manna í gær. Hann var 53 ára gamall.

Íbúar Gdansk hvattir til að gefa borgarstjóranum blóð
Ástand borgarstjórans Pawel Adamowicz er sagt mjög alvarlegt eftir að hann var stunginn með hníf í gær.

Borgarstjóri Gdansk stunginn á sviði
Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans að svo stöddu.

Pólverjar handtóku starfsmann Huawei
Lögreglan í Póllandi hefur handtekið kínverskan starfsmann tæknirisans Huawei auk Pólverja sem hefur áður unnið fyrir öryggisstofnanir ríkisins. Mennirnir tveir eru grunaðir um njósnir.

Starfsmaður Huawei handtekinn í Póllandi fyrir njósnir
Pólskur maður var einnig handtekinn og eru þeir sagðir hafa verið í samstarfi um njósnir.

Ítalía og Pólland starfi saman til að breyta ESB
Matteo Salvini, innanríkisráðherra Ítalíu, vill að aðildarríki ESB, þar sem hægristjórnir og popúlistaflokkar eru við völd, taki höndum saman og breyti um stefnu sambandsins.

Fimm unglingsstúlkur í afmælisfögnuði fórust í eldsvoða
Fimm fimmtán ára stúlkur fórust í eldsvoða í borginni Kozalin í Póllandi í kvöld.

Uppreisn gyðinga í Varsjá 1943: Síðasti eftirlifandi uppreisnarmaðurinn látinn
Simcha Rotem er látinn, 94 ára að aldri.

Loftslagsreglubók vegna Parísarsamkomulagsins samþykkt
Fulltrúar tæplega 200 þjóða hafa loksins komið sér saman um reglugerð til að framfylgja Parísarsamkomulaginu frá árinu 2015 eftir stífar tveggja vikna viðræður á loftslagsráðstefnunni í Katowice í Póllandi.

Vilja slaka á móttökukröfum
Frakkar og Þjóðverjar leggja til að þau ríki Evrópusambandsins sem neita að taka á móti þeim fjölda flóttamanna sem kveðið er á um í samþykktum fái í staðinn að borga sig út úr samkomulaginu.

Hefja loftslagsfund með öflugan meðbyr frá G20
Fulltrúar tæplega 200 landa söfnuðust saman í pólsku borginni Katowice í gær við upphaf árlegrar ráðstefnu Sameinuðu þjóðanna um loftslagsmál.

Ræða um nýjar þvinganir gegn Rússum
Leiðtogar Evrópusambandsríkja velta fyrir sér nýjum þvingunum gegn Rússum vegna hertöku úkraínskra herskipa á Asovshafi. Yfirmaður úkraínska sjóhersins segir Rússa þrýsta á, jafnvel pynta, sjóliða í haldi.

Pólsk menningarhátíð í Reykjanesbæ
Pólverjar eru 60% allra þeirra af erlendum uppruna sem búa í Reykjavensbæ

Pólverjar í þéttbýli hafna stjórnarflokknum PiS
Pólski stjórnarflokkurinn Lög og réttlæti (PiS) virðist hafa beðið ósigur í sveitarstjórnarkosningum í Póllandi í gær.

Hálf milljón Evrópubúa deyr af völdum loftmengunar á ári
Loftmengun er helsta orsök ótímabærra dauðsfalla í 41 Evrópuríki.

Úrskurður gegn dómaralögum
Evrópudómstóllinn í Lúxemborg hefur úrskurðað að pólsk yfirvöld verði að hætta við að lækka eftirlaunaaldur hæstaréttardómara úr 70 árum í 65 ár.

Póllandsstjórn gert að stöðva framkvæmd laga um breytingar á dómskerfinu
Evrópudómstóllinn hefur skipað pólskum stjórnvöldum að stöðva þegar í stað framkvæmd laga sem kveða meðal annars á um lækkun eftirlaunaaldurs hæstaréttardómara í landinu.

Íhuga að byggja Trump-virki í Póllandi
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er að velta því fyrir sér af mikilli alvöru að verða við beiðni ríkisstjórnar Póllands um að byggja nýja herstöð þar í landi.

Losun gróðurhúsalofttegunda þegar náð hámarki í stórum borgum
Hátt í þrjátíu stórborgir virðast þegar hafa náð toppi í losun gróðurhúsalofttegunda sem hefur dregist saman árlega frá árinu 2012.

Markmiðið að Pólland verði líkara Vestur-Evrópu
Formaður pólska íhaldsflokksins PiS, Jaroslaw Kaczynski, sagði í ræðu sinni á flokksþingi í Varsjá í dag að Pólland ætti að halda stöðu sinni innan Evrópusambandsins svo landið geti orðið vestrænna á allan veg.

95 ára samverkamaður nasista sendur frá Bandaríkjunum
Maðurinn hefur verið án ríkisborgararétts í tæp 15 ár.