Dæmi um að hinsegin fólk hafi flúið frá Póllandi til Íslands Sylvía Hall skrifar 13. október 2019 20:00 Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78. Vísir Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum. Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Jaroslaw Kaczynski, leiðtogi stjórnmálaflokksins Lög og réttlæti, hefur lýst yfir sigri í pólsku þingkosningunum. Flokkurinn hefur verið við stjórnvölinn í Póllandi frá þingkosningum árið 2015 þegar flokkurinn hlaut hreinan meirihluta. Flokkurinn hefur beitt sér gegn auknum réttindum hinsegin fólks og sagt baráttu þeirra vera mikla ógn við menningu og börn landsins. Þorbjörg Þorvaldsdóttir, formaður Samtakanna ´78, segir kosningabaráttuna hafa verið hatursfulla og geta haft neikvæðar afleiðingar fyrir hinsegin fólk í Póllandi. „Það að hann haldi meirihluta kannski breytir ekki öllu, en það sem breytir alveg verulega miklu er þessi kosningabarátta sem þau hafa rekið og var mjög hatrömm og hatursfull og hún getur breytt ýmsu fyrir það fólk sem er að reyna að berjast fyrir sínum réttindum og fyrir auknu umburðarlyndi frá degi til dags.“ Þorbjörg segir hinsegin fólk ekki verndað gegn hatursglæpum með sérstakri löggjöf, þau hafi ekki sömu réttindi og gagnkynhneigðir og staðan sé því mjög slæm. Hún segir vera mismikið um fordóma í garð hinsegin fólks milli svæða í Póllandi. „Ég held að það fari mikið eftir því hvar þú býrð, það eru ákveðnir staðir þar sem það er betra og svo aðrir þar sem það er mun verra. Þetta er auðvitað bara mjög snúið að búa í svona landi þar sem maður getur orðið fyrir hatursglæpum á götum úti,“ segir Þorbjörg. Hún segir dæmi um það að fólk hafi þurft að flýja Pólland vegna ástandsins sem ríkir þar í málefnum hinsegin fólks, til að mynda hingað til lands. Á Íslandi sé opnara og réttlátara samfélag þar sem fordómafull orðræða í garð hinsegin fólks eigi ekki upp á pallborðið. Þrátt fyrir niðurstöður kosninganna í Póllandi segir Þorbjörg að það sé enn von fyrir breytingum og nefnir að um 57% íbúa landsins séu fylgjandi staðfestri samvist hinsegin fólks eða einhvers konar lagalegri viðurkenningu á samkynja samböndum.
Hinsegin Pólland Tengdar fréttir Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50 Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07 Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57 Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Staðan sé betri í dag en í fyrradag Eyðilegging eftir óveður og bolluóðir landsmenn Samfylkingin eykur fylgið Fékk blóðnasir í pontu Sögðu 23 starfsmönnum sláturhússins upp Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Reynir að greiða úr flækjunni standi Guðrún við stóru orðin Vill flýta þjóðaratkvæðagreiðslu um aðild að ESB Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Gulli hafi loksins unnið formannsslag Vonskuveður víða um land og Anora kom á óvart Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Ekki óvanalegt að kennarar fengju meiri hækkanir „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Svona skimarðu fyrir krabbameini í ristli heima hjá þér Telur að psilocybin og MDMA fái markaðsleyfi á næstu árum Segir reynsluna úr atvinnulífinu hafi skipt sköpum fyrir sigurinn Bein útsending: Daði situr fyrir svörum um styrkjamálið Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Sóttu mann í ógöngum á Hólmatindi Lokuðu mann inni á meðan beðið var eftir lögreglu Sjá meira
Leiðtogi stjórnarflokks Póllands fordæmir gleðigöngur Pólskir íhaldsmenn veðja á andúð á hinsegin fólki til að smala atkvæðum fyrir þingkosningar í haust. 18. ágúst 2019 14:50
Skora á íslensku ríkisstjórnina að fordæma árásir gegn hinsegin fólki Í nýrri yfirlýsingu frá Samtökunum 78 og Reykjavík Pride er lýst yfir áhyggjum vegna aðstæðna hinsegin fólks í Póllandi. 26. júlí 2019 20:07
Pólskt dagblað dreifir límmiðum: „LGBT-laust svæði“ Pólska, íhaldssama dagblaðið Gazeta Polska, hefur tilkynnt að það muni dreifa límmiðum með næsta blaði sínu sem á mun standa "LGBT-laust svæði.“ 18. júlí 2019 21:57
Stefnir í að Lög og réttlæti haldi velli í pólsku þingkosningunum Talið er líklegt að stjórnmálaflokkur Jaroslaws Kaczynski fyrrverandi forsætisráðherra Póllands, Lög og Réttlæti, skjóti öðrum pólskum stjórnmálaflokkum ref fyrir rass í pólsku þingkosningunum sem fram fara í dag. 13. október 2019 10:35