Sjá einnig: Stefnir Hatara fyrir samningsbrot
Á Facebook síðu tónlistarhátíðarinnar segir að ástæðan fyrir því að aflýsa þurfi tónleiknum í hafnarborginni Gdansk sé sú að skipulagsvandamál sem ekki er unnt að leysa hafi komið upp. Aðstandendur hátíðarinnar biðja þá sem hugðust hlusta á ljúfa íslenska tóna í Gdansk afsökunar og bjóðast til þess að endurgreiða alla selda miða.
Í yfirlýsingunni þakka aðstandendur öllum þeim sem sóttu tónleikana undanfarna daga í borgunum Kraká, Poznan og Varsjá.
Hatari birti í kjölfarið yfirlýsingu á Facebook þar sem tilkynnt var að sveitin kæmi ekki til með að taka þátt í hátíðinni og að ástæða þess væri að skipuleggjendur Iceland to Poland hafi ekki haft í heiðri grundvallarsamningsatriði. Hatari átti að spila á lokakvöldi hátíðarinnar í Gdansk