Ofsóknir fjölmiðla hafi byrjað þegar eiginkona hans var myrt af Manson-fjölskyldunni Birgir Olgeirsson skrifar 29. ágúst 2019 16:46 Roman Polanski. Vísir/Getty Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni. Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Pólski leikstjórinn Roman Polanski er um þessar mundir í kynningarherferð fyrir nýjustu kvikmynd sína An Officer and a Spy. Er myndin meðal annars sýnd á kvikmyndahátíðinni í Fenyjum en margir hafa gagnrýnt ákvörðun aðstandenda hátíðarinnar að leyfa Polanski að vera þar sökum þess að hann gekkst við að hafa haft samræði við þrettán ára gamla stúlku árið 1977.Á vef Deadline er greint frá því að þessi gagnrýni og umfjöllun komi Polanski ekki á óvart því að hans mati hófust þessar „ofsóknir“ fjölmiðla nærri því áratug áður málið kom upp. Vísar Polanski þar til umfjöllunar fjölmiðla um morðið á eiginkonu hans Sharon Tate á heimili þeirra í Los Angeles. „Fólk byrjaði að mynda sér skoðun á mér eftir dauða Sharon Tate. Þegar það gerðist, jafnvel þó ég væri að ganga í gegnum gífurlega erfiðleika, byrjuðu fjölmiðlar að fjalla um þennan harmleik án þess að vita hvernig ætti að vinna úr honum. Niðurstaðan varð svívirðileg umfjöllun þar sem var látið í það skína að ég bæri á einhvern hátt ábyrgð á morði hennar,“ er haft eftir Polanski.Roman Polanski og Sharon Tate árið 1968.Vísir/GettyFylgjendur Charles Manson myrtu Sharon Tate, þegar hún var gengin átta mánuði á leið, og fjóra gesti á heimili hennar og Polanski í Los Angeles árið 1969. Manson-fjölskyldan var oft kennd við djöfladýrkendur á sínum tíma en tilgangur morðanna var að sögn meðlimanna sá að koma á stríði á milli hvítra og þeldökkra í Bandaríkjunum. Átti verknaðurinn að líta þannig út að þeldökkir bæru ábyrgð á morðunum. Polanski er þekktastur fyrir hrollvekjuna Rosemary´s Baby sem segir frá konunni Rosemary sem verður óvænt barnshafandi og kemst síðar meir að því að djöfullinn sjálfur er faðirinn. Segir Polanski að eftir Rosemary´s Baby hafi fjölmiðlar verið sannfærðir um að hann sjálfur væri djöfladýrkandi. Ásökunum hafi verið haldið á lofti í marga mánuði þar til morðingjarnir fundust loksins. „Þetta eltir mig enn í dag,“ er haft eftir Polanski sem segir nýjar ásakanir bætast við á hverju ári, þar á meðal frá konum sem saka hann um hluti sem hann á að hafa gert fyrir rúmum fimmtíu árum. Nýjasta mynd Quentin Tarantino, Once Upon a Time in Hollywood, fjallar lauslega um Manson-fjölskylduna og Sharon Tate og hefur því vakið mikinn áhuga á málinu að nýju. Formaður kvikmyndahátíðarinnar í Feneyjum, Alberto Barbera, hefur varið þá ákvörðun að velja mynd Polanski til þátttöku. Segir Barbera að það sé mikilvægt að aðskilja listamanninn frá listinni.
Bandaríkin Hollywood Pólland Tengdar fréttir Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22 Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14 Mest lesið Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Telur tjónið nema milljarði: Mölbrotinn flygill og gólfið eins og sjávarbotn Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Auðvitað hefur þetta áhrif á formannskjörið“ Innlent Margrét Dóróthea Sigfúsdóttir er látin Innlent Gulli hafi loksins unnið formannsslag Innlent Aldan hrifsaði bíla og fólk út í sjó Innlent Sérsveitaraðgerð í Kópavogi Innlent Helgi Seljan byrjaður að vinna á RÚV Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Fleiri fréttir Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Öcalan vill leysa upp PKK Engin friðargæsla án aðstoðar frá Bandaríkjamönnum Sjá meira
Tarantino svarar gagnrýni um hrokafullan Bruce Lee fullum hálsi Segir bardagalistagoðsögnina hafa verið mjög hrokafulla, það viti hann fyrir víst. 13. ágúst 2019 10:22
Tarantino vísar í eina helstu ráðgátu Hollywood sem enn er deilt um Once Upon a Time in Hollwyood var tekin til almennra sýninga á Íslandi í gær. 15. ágúst 2019 14:14