Grænland Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. Erlent 9.2.2021 23:27 Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. Erlent 8.2.2021 18:45 Fagnar stefnumörkun um aukið samstarf Íslands og Grænlands Utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge, fagnar stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans á heimasíðu landsstjórnar Grænlands í tilefni af útgáfu yfirgripsmikillar skýrslu um verkefnið, sem þeir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar ráðherrans, kynntu fyrir helgi. Erlent 25.1.2021 11:12 Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. Erlent 24.1.2021 23:10 RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. Lífið 24.1.2021 07:01 Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. Innlent 21.1.2021 22:00 Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. Viðskipti innlent 21.1.2021 20:31 Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. Viðskipti erlent 17.1.2021 22:00 Grænlendingar telja sig svikna: „Nú er þetta meira en hlægilegt“ Grænlendingar furða sig á því að þeim skuli enn vera haldið utan HM í handbolta í Egyptalandi, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi þurft að hætta við þátttöku. Handbolti 13.1.2021 11:30 Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. Viðskipti erlent 13.1.2021 09:09 Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Erlent 11.1.2021 12:14 Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. Erlent 9.1.2021 07:14 Fyrsti sjúklingurinn sem lagður er inn á sjúkrahús vegna Covid-19 Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi. Erlent 3.1.2021 14:23 Grænland lokað næstu tvær vikur Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær. Erlent 31.12.2020 06:12 RAX Augnablik: „Heyrði byssukúlu smella í steini fyrir aftan“ Árið 1997 ferðaðist Ragnar Axelsson um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Menning 27.12.2020 07:00 Sex greindust með smit í Ilulissat Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu. Erlent 21.12.2020 08:23 Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. Erlent 8.12.2020 12:36 Dæmdur fyrir að myrða tvo í Maniitsoq Dómstóll á Grænlandi dæmdi í gær 22 ára karlmann í ótímabundið fangelsi (d. forvaring) fyrir að hafa drepið tvo, karl og konu, á síðasta ári. Erlent 4.12.2020 15:03 Maður handtekinn vegna dauða ellefu ára stúlku á Grænlandi Lögregla á Grænlandi hefur handtekið 27 ára karlmann vegna gruns um að hafa drepið ellefu ára stúlku í Aasiaat á vesturströnd landsins aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. Erlent 4.12.2020 09:49 Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. Erlent 30.11.2020 00:00 RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Lífið 29.11.2020 07:00 Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. Erlent 14.11.2020 14:26 RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. Lífið 8.11.2020 07:00 Grænlendingar gramir vegna ákvörðunar IHF: „Finn til í handboltahjartanu“ Grænlendingar eru gríðarlega ósáttir við að Bandaríkjamenn hafi fengið farseðil á HM í Egyptalandi en ekki þeir. Handbolti 3.11.2020 11:30 Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Erlent 1.11.2020 08:14 Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. Erlent 28.10.2020 23:19 RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. Lífið 18.10.2020 07:00 Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. Erlent 9.10.2020 06:45 Fyrsta smitið síðan í júlí Maður sem kom nýverið til Grænlands frá Danmörku hefur greinst með kórónuveiruna. Er um fyrsta smitið að ræða á Grænlandi síðan í júlí. Erlent 8.10.2020 13:41 Staðfestu tæplega þrjátíu ára gamalt kuldamet á Grænlandi Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Erlent 23.9.2020 12:03 « ‹ 7 8 9 10 11 12 13 14 15 … 16 ›
Enn mistekst Erik Jensen að bola Kim Kielsen burt Harðvítug valdabarátta um leiðtogahlutverkið á Grænlandi tók á sig nýja mynd í dag þegar Erik Jensen, formaður Siumut-flokksins, neyddist til að lýsa því yfir að honum hefði ekki tekist að fá neinn annan flokk í lið með sér til að mynda nýja landsstjórn. Þetta þýðir að Kim Kielsen heldur áfram stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands, þrátt fyrir að Erik Jensen hafi fellt hann úr formannssæti Siumut í nóvember. Erlent 9.2.2021 23:27
Allt í loft upp á Grænlandi eftir að Kielsen missti þingmeirihlutann Landsstjórn Grænlands missti í dag meirihluta sinn á grænlenska þinginu þegar einn þriggja stjórnarflokka, Demokraterne, tilkynnti óvænt að hann hefði sagt skilið við stjórnina. Formaður Demokraterne, Jens Frederik Nielsen, krafðist þess jafnframt að efnt yrði til nýrra þingkosninga. Erlent 8.2.2021 18:45
Fagnar stefnumörkun um aukið samstarf Íslands og Grænlands Utanríkisráðherra Grænlands, Steen Lynge, fagnar stefnumörkun íslenskra stjórnvalda um að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga. Þetta kemur fram í yfirlýsingu ráðherrans á heimasíðu landsstjórnar Grænlands í tilefni af útgáfu yfirgripsmikillar skýrslu um verkefnið, sem þeir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra og Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar ráðherrans, kynntu fyrir helgi. Erlent 25.1.2021 11:12
Gengur hægt að bola Kim Kielsen úr starfi Kim Kielsen heldur enn stöðu sinni sem forsætisráðherra Grænlands. Erik Jensen, sem fyrir tveimur mánuðum felldi Kielsen úr formannsstóli Siumut-flokksins, virðist hafa mistekist að sannfæra fulltrúa samstarfsflokkanna í landsstjórn Grænlands um að hann ætti jafnframt að setjast í forsæti landsstjórnarinnar. Erlent 24.1.2021 23:10
RAX Augnablik: „Þegar hann er í sínum versta ham getur hann sprengt hús í tætlur“ „Piteraq þýðir sá sem ræðst á þig og hann verður til inni á ísnum, inni á jökli og rennur niður þrjú þúsund metra inn að austurströndinni eins og ósýnilegt stórfljót,“ segir Ragnar Axelsson. Lífið 24.1.2021 07:01
Segir Grænland vera að hrökkva í gírinn sem tilvonandi sjálfstætt ríki Stefnt er að því að stórefla samstarf Íslendinga og Grænlendinga og var fyrsta skrefið kynnt í dag þegar Össur Skarphéðinsson, formaður Grænlandsnefndar utanríkisráðherra, afhenti Guðlaugi Þór Þórðarsyni yfirgripsmikla skýrslu um hvernig best væri að fara að. Innlent 21.1.2021 22:00
Fyrsta loðnan veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár Fyrsta loðnan sem veiðist á Íslandsmiðum í þrjú ár fékkst á Austfjarðamiðum í gærkvöldi þegar grænlenska skipið Polar Amaroq fékk milli tuttugu og þrjátíu tonn í einu kasti. Síldarvinnslan í Neskaupstað á þriðjungshlut í grænlensku útgerðinni en yfirmenn um borð eru íslenskir. Viðskipti innlent 21.1.2021 20:31
Endurtaka útboð í gerð flugvallar á Grænlandi Flugvallafélag grænlenskra stjórnvalda, Kalaallit Airports, hefur ákveðið að bjóða út að nýju gerð flugvallar við Qaqortoq, stærsta bæ Suður-Grænlands. Þetta er endurtekning á útboði í fyrra en tilboðin sem þá bárust voru sögð hafa verið öll hátt yfir fjárhagsramma verkefnisins. Íslenski verktakinn Ístak var í hópi bjóðenda, sem valdir höfðu verið að undangengnu forvali. Viðskipti erlent 17.1.2021 22:00
Grænlendingar telja sig svikna: „Nú er þetta meira en hlægilegt“ Grænlendingar furða sig á því að þeim skuli enn vera haldið utan HM í handbolta í Egyptalandi, þrátt fyrir að Bandaríkin hafi þurft að hætta við þátttöku. Handbolti 13.1.2021 11:30
Grænlendingar semja um hærri greiðslur fyrir kvóta Grænlendingar hafa endurnýjað samninga við Evrópusambandið sem tryggja þeim andvirði þriggja milljarða íslenskra króna í árlegar tekjur af fiskveiðiheimildum í lögsögu Grænlands. Fyrirtæki í eigu Íslendinga er meðal þeirra sem nýta kvótana. Viðskipti erlent 13.1.2021 09:09
Freistar þess að koma Kim Kielsen frá völdum Formaður Siumut-flokksins á Grænlandi, Erik Jensen, sem felldi Kim Kielsen úr formannsstólnum á flokksþingi í lok nóvember, freistar þess núna að ná einnig af honum forsætisráðherrastólnum. Grænlenska ríkisútvarpið KNR skýrir frá því að Erik haldi í dag frá heimabæ sínum, Sisimiut, til höfuðstaðarins Nuuk til viðræðna við flokksfélaga sína og samstarfsflokka um að hann taki jafnframt við forsæti landsstjórnar Grænlands. Erlent 11.1.2021 12:14
Hælisleitendur verði sendir í aflagða herstöð á Grænlandi Pia Kjærsgaard, þingmaður Danska þjóðarflokksins, Dansk Folkeparti, hefur boðað tillögu á danska þjóðþinginu þess efnis að aflögð flotastöð danska hersins í afskekktum firði á Suðvestur-Grænlandi verði tekin undir brottvikna hælisleitendur. Erlent 9.1.2021 07:14
Fyrsti sjúklingurinn sem lagður er inn á sjúkrahús vegna Covid-19 Í fyrsta sinn frá upphafi heimsfaraldurs kórónuveirunnar hefur nú þurft að leggja Covid-smitaðan einstakling inn á sjúkrahús á Grænlandi. Landlæknir Grænlands segir ástand sjúklingsins ekki vera alvarlegt, heldur sé um að ræða varúðarráðstöfun vegna undirliggjandi sjúkdóms viðkomandi. Erlent 3.1.2021 14:23
Grænland lokað næstu tvær vikur Grænlenska landsstjórnin hefur bannað allt farþegaflug til Grænlands næstu tvær vikur, til 12. janúar. Aðeins verður leyft farþegaflug á vegum stjórnvalda og neyðarflug. Þetta kom fram á fréttamannafundi sem Kim Kielsen forsætisráðherra og Henrik L. Hansen, landlæknir Grænlands, héldu í Nuuk í gær. Erlent 31.12.2020 06:12
RAX Augnablik: „Heyrði byssukúlu smella í steini fyrir aftan“ Árið 1997 ferðaðist Ragnar Axelsson um Austurströnd Grænlands og myndaði þar náttúruna, dýrin og mannlífið. Menning 27.12.2020 07:00
Sex greindust með smit í Ilulissat Sex greindust með kórónuveiruna í Ilulissat á Grænlandi í gær. Flestir þeirra sem greindust komu með flugi frá Danmörku og greindust í seinni landamæraskimun. Allir eru sagðir hafa virt sóttkví og segir landlæknir Grænlands takmarkaða hættu á frekari útbreiðslu. Erlent 21.12.2020 08:23
Biður grænlensku börnin afsökunar Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur beðið 22 Grænlendinga, sem voru sem börn teknir af fjölskyldum sínum og fluttir nauðugir til Danmerkur árið 1951, opinberlega afsökunar. Erlent 8.12.2020 12:36
Dæmdur fyrir að myrða tvo í Maniitsoq Dómstóll á Grænlandi dæmdi í gær 22 ára karlmann í ótímabundið fangelsi (d. forvaring) fyrir að hafa drepið tvo, karl og konu, á síðasta ári. Erlent 4.12.2020 15:03
Maður handtekinn vegna dauða ellefu ára stúlku á Grænlandi Lögregla á Grænlandi hefur handtekið 27 ára karlmann vegna gruns um að hafa drepið ellefu ára stúlku í Aasiaat á vesturströnd landsins aðfaranótt föstudagsins í síðustu viku. Erlent 4.12.2020 09:49
Felldur í formannskjöri en hyggst sitja áfram sem forsætisráðherra Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, var felldur úr formannsstóli Siumut-flokksins á landsþingi flokksins í Nuuk í kvöld. Erik Jensen, þingmaður Siumut, sem leitt hefur andstöðu gegn Kielsen innan flokksins, hafði betur í formannskjöri, hlaut 39 atkvæði en Kielsen hlaut 32 atkvæði í síðari umferð. Erlent 30.11.2020 00:00
RAX Augnablik: „Þegar hann lítur upp þá er þar stærðar ísbjörn sem starir á hann“ Þegar hinn grænlenski Kali frá var lítill drengur gaf faðir hans honum lítinn ísbjarnarhún. Þeir voru alveg óaðskiljanlegir og bestu vinir. RAX segir söguna af Kali í nýjasta þættinum af RAX Augnablik. Lífið 29.11.2020 07:00
Færeyjar og Bandaríkin treysta vinasamstarfið Færeyjar og Bandaríkin hafa undirritað samstarfsyfirlýsingu sem mótar ramma að auknu samstarfi landanna. Grunnurinn var lagður á fundi Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, með forystumönnum Færeyja og Grænlands í Kaupmannahöfn síðastliðið sumar. Erlent 14.11.2020 14:26
RAX Augnablik: „Það var eitthvað mennskt við Qerndu“ „Ole kenndi mér það að þegar ég fer með veiðimönnum út á hafísinn, að passa mig hvað ég segi. Þegar þú færð svona frá reynsluboltum þá virðir maður það, segir ljósmyndarinn Ragnar Axelsson. Í nýjasta þættinum af RAX augnablik, segir hann söguna um einstakt samband grænlenska veiðimannsins Ole og hundsins Qerndu. Lífið 8.11.2020 07:00
Grænlendingar gramir vegna ákvörðunar IHF: „Finn til í handboltahjartanu“ Grænlendingar eru gríðarlega ósáttir við að Bandaríkjamenn hafi fengið farseðil á HM í Egyptalandi en ekki þeir. Handbolti 3.11.2020 11:30
Grænlendingar sömdu um Thule-herstöðina án undirskriftar Dana Samningar sem landsstjórn Grænlands gerði við Bandaríkjastjórn í vikunni um Thule-herstöðina, eitt hernaðarlega mikilvægasta mannvirki norðurslóða, voru án formlegrar aðildar ríkisstjórnar Danmerkur. Þetta er í fyrsta sinn sem slíkt gerist. Erlent 1.11.2020 08:14
Tekjur af Thule-herstöðinni færast á ný til Grænlendinga Grænlendingar endurheimta margra milljarða verk- og þjónustusamninga við Thule-herstöðina á norðvestur Grænlandi, samkvæmt samningi sem Kim Kielsen, forsætisráðherra Grænlands, og Carla Sands, sendiherra Bandaríkjanna í Danmörku, undirrituðu í dag. Erlent 28.10.2020 23:19
RAX Augnablik: „Ef einhver vill fela sig á jörðinni þá er fínt að fela sig þarna“ Þegar RAX var að skrásetja lífið á Norðurslóðum, fékk hann að heyra margar sögur. Þar á meðal um þessi stórbrotnu Roscoe fjöll, sem RAX segir að sé mikil dulúð yfir. Lífið 18.10.2020 07:00
Kielsen rétt slapp undan vantrausti vegna grásleppu Vantrauststillögu gegn Kim Kielsen forsætisráðherra var vísað frá með aðeins eins atkvæðis mun á grænlenska þinginu í Nuuk á ellefta tímanum í gærkvöldi eftir sex stunda snarpar umræður. Kielsen heldur því áfram stöðu sinni sem leiðtogi Grænlands. Erlent 9.10.2020 06:45
Fyrsta smitið síðan í júlí Maður sem kom nýverið til Grænlands frá Danmörku hefur greinst með kórónuveiruna. Er um fyrsta smitið að ræða á Grænlandi síðan í júlí. Erlent 8.10.2020 13:41
Staðfestu tæplega þrjátíu ára gamalt kuldamet á Grænlandi Alþjóðaveðurfræðistofnunin hefur nú staðfest að -69,6°C sem mældust á sjálfvirkri veðurathugunarstöð á Grænlandi árið 1991 sé mesti kuldi sem mæst hefur á norðurhveli jarðar. Erlent 23.9.2020 12:03