Tímamót

Fréttamynd

Gæslan kvaddi goðsögn í lifanda lífi

Hetja, þjóðareign og goðsögn í lifanda lífi. Þannig er Benóný Ásgrímssyni flugstjóra lýst, en hann lét af störfum hjá Landhelgisgæslunni í dag eftir 50 ára feril. Sjálfur er Benóný þó hógværðin uppmáluð og segir það einfaldlega hluta af starfinu að bjarga mannslífum.

Innlent
Fréttamynd

Er spennt að verða fertug

Valgerður Jónsdóttir söngkona og tónmenntakennari verður fertug á morgun og hlakkar til að vakna á afmælisdaginn með minningu frá skemmtilegum tónleikum í dag.

Lífið
Fréttamynd

Tognaði á ökkla við myndatöku

Útvarpsmaðurinn Sighvatur Jónsson fagnaði nýverið átján ára starfsafmæli. Hann lenti í slysi við fréttavinnslu og er kallaður „Örvar“ eftir það. Um helgina fær hann spurningalið framhaldsskólans í Eyjum í Gettu betur í heimsókn.

Lífið
Fréttamynd

Fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins

„Við nálgumst 23. janúar ár hvert sem þakkargjörð," segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, en á miðvikudaginn eru liðin fjörutíu ár frá upphafi Heimaeyjargossins.

Innlent
Fréttamynd

Fjörutíu ár liðin frá Einvígi aldarinnar

Fjörutíu ár eru liðin í dag frá því að Einvígi aldarinnar hófst. Þá tefldu þeir Boris Spassky, heimsmeistari í skák, og Bobby Fischer sína fyrstu skák hér í Reykjavík. Skákmenn munu halda upp á daginn með því að nýtt húsnæði skákfélagsins á Suðurlandi verður vígt. Það er helgað minningu Fischers og verður í senn minningarsetur um hann. Gunnar Finnlaugsson skákáhugamaður hefur haft veg og vanda að byggingu hússins. Fischer hvílir, sem kunnugt er, í Laugardælakirkjugarði á Selfossi.

Innlent
Fréttamynd

Elsta hlaupársbarn þjóðarinnar 22 ára

Ragnheiður Hildigerður Hannesdóttir á einungis afmæli á fjögurra ára fresti og heldur því upp á 22 ára afmælið sitt í dag. Hún er elsti Íslendingurinn fæddur á hlaupári 29. febrúar og hefur lifað í 88 ár, þrátt fyrir að hafa átt mun færri afmælisdaga. „Það er oft sagt í gríni að ég sé svona ung. En ég hef upplifað ýmislegt á minni ævi sem 22 ára manneskja hefði sennilega ekki getað,“ segir Ragnheiður. Fyrir um tíu árum byrjaði hún að missa sjónina og er lögblind í dag.

Innlent
Fréttamynd

Dagur pabbi í þriðja sinn

Borgarfulltrúinn Dagur B. Eggertsson og eiginkona hans Arna Einarsdóttir eignuðust sitt þriðja barn í gær þegar hraustlegur drengur kom í heiminn. Fyrir áttu þau fimm ára stelpu og fjögurra ára gamlan strák.

Lífið
Fréttamynd

Erfitt að lýsa tilfinningunni

Hildur Vala Einarsdóttir, Idol-stjarna ársins 2005, segist ekki hafa verið sigurviss fyrir lokakvöldið. Hún á erfitt með að lýsa tilfinningunni þegar tilkynnt var að hún væri orðin Idol-stjarna Íslands því hún hafi verið mjög skrítin. 

Lífið