Rúrik leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Rúrik Gíslason í leiknum fræga gegn Argentínu á HM 2018. vísir/vilhelm Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen. Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira
Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen.
Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Íslenski boltinn Hvergerðingar í úrslit umspilsins Körfubolti „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Körfubolti KA Íslandsmeistari og tók alla titlana Sport Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Íslenski boltinn Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Handbolti „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Fótbolti Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann Íslenski boltinn „Ég fer bara sáttur á koddann“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar „Ég fer bara sáttur á koddann“ Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Gæti vel verið en það er bara fókus á næsta leik“ Uppgjörið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Uppgjörið: Valur - KA 3-1 | Jónatan Ingi sýndi sínar bestu hliðar í fyrsta sigri Vals Þórdís Hrönn með stoðsendingu fyrir sjötta félagið í efstu deild „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Tveir úrskurðaðir í bann fyrir sextán liða úrslitin Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 2-2 | Samantha bjargaði stigi „Fótbolti er þannig að allir þurfa að taka ábyrgð“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-6 | Áslaug Dóra með þrennu í stórsigri Víkinga „Skoraði síðast þrennu í sjöunda flokki“ Stutt stopp í Vesturbæ: Valor aftur til Eyja Uppgjörið: Fram - FH 0-2 | Nýliðarnir enn án sigurs Leikmenn ÍBV hjálpuðu til við að færa sætin á milli valla í Eyjum Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” „Við stóðum af okkur storminn“ Uppgjörið: Þór/KA - Tindastóll 2-1 | Endurkoma í Boganum Uppgjörið: FHL - Valur 0-2 | Valskonur sóttu þrjú stig austur „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Sjá meira