Rúrik leggur skóna á hilluna Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 10. nóvember 2020 19:00 Rúrik Gíslason í leiknum fræga gegn Argentínu á HM 2018. vísir/vilhelm Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen. Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira
Rúrik Gíslason hefur lagt skóna á hilluna, aðeins 32 ára. Hann greindi frá þessu í viðtali við Júlíönu Þóru Hálfdánardóttur í Íslandi í dag. Rúrik lék síðast með þýska B-deildarliðinu Sandhausen en hann fékk sig lausan þaðan í júní. „Fótboltalega séð er akkúrat ekkert fram undan. Ég tók þá ákvörðun fyrir dálitlu síðan að skórnir færu bara einfaldlega á hilluna. Það er stór ákvörðun og auðvitað útilokar maður aldrei að skórnir verði teknir niður af hillunni einhvern tímann aftur það verður ekki núna,“ sagði Rúrik um hvað væri framundan. Hann lék 53 leiki fyrir íslenska A-landsliðið og skoraði þrjú mörk. Rúrik lék tvo leiki á HM í Rússlandi 2018 þar sem hann vakti heimsathygli. Síðasti landsleikur Rúriks var í 2-2 jafntefli gegn Katar í vináttulandsleik í nóvember 2018. Rúrik var í íslenska U-21 árs liðinu sem fór á EM í Danmörku 2011. Margir úr því liði urðu síðar lykilmenn í A-landsliðinu. Rúrik í baráttu við Luka Modric í Meistaradeildarleik Real Madrid og FCK á Santiago Bernabéu.getty/Manuel Blondeau Rúrik er uppalinn hjá HK en fór ungur til Anderlecht í Belgíu og svo Charlton Athletic á Englandi. „Held að það þurfi karakter til að höndla að vera einn erlendis en ef maður gerir það rétt tel ég að þetta sé gífurlega góð lífsreynsla,“ sagði Rúrik í viðtalinu. Hann vildi ekki taka undir það að það væri miklar fórnir í því í að vera atvinnumaður í knattspyrnu. „Hægt að líta á þetta á tvenna vegu. Hægt að vera þakklátur fyrir tækifærið eða þá hafa lært það snemma að þurfa að leggja á mig og hver veit nema ég hefði vaknað upp 25 ára að hafa haft alltof gaman af öllu lífinu án þess að hafa lært það að ég þurfi að leggja eitthvað á mig til að ná árangri. Ég er mjög þakklátur fyrir þá reynslu,“ sagði Rúrik einnig við Júlíönu. Hann gekk í raðir danska liðsins Viborg 2007 og lék með því í tvö ár. Hann fór til OB 2009 og til FC København þremur árum síðar. Rúrik varð danskur meistari og bikarmeistari með FCK og lék með liðinu í Meistaradeild Evrópu. Rúrik gekk í raðir Nürnberg í Þýskalandi 2015 og lék þar í þrjú ár, eða þar til hann fór til Sandhausen.
Fótbolti Íslenski boltinn Ísland í dag Tímamót Mest lesið Græðir milljón á dag með nýjum samningi Sport Utan vallar: Dauði knattspyrnustjórans Enski boltinn Solskjær hittir forráðamenn Man. Utd Enski boltinn Hollywood-endir þegar Forest féll úr bikarnum Enski boltinn Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Handbolti „Læt þá stundum heyra það að þeir geti ekki unnið án mín“ Sport Orri sá sigurmark á síðustu sekúndu Fótbolti Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Íslenski boltinn Ísabella aftur heim frá sænska stórveldinu Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Handbolti Fleiri fréttir Landsliðsbræður Palestínu sameinast í Keflavík Bikarhetjan til KA Þrótti berst mikill liðsstyrkur úr Keflavík Jón Guðni aðstoðar Ólaf Inga Blikarnir eru búnir að missa 34 mörk og 25 stoðsendingar Birta eltir ástina og semur við Genoa Júlíus Mar seldur til Kristiansund Bæði Blikaliðin fá sánuklefa fyrir komandi tímabil Feginn að vera fluttur heim úr fátækrahverfinu í Kína Svekktur að fá ekki leyfi til að taka við ÍBV Alfreð hættur hjá Breiðabliki Skipulagsbreytingar á skrifstofu KSÍ Nýliðarnir fá bandarískan markvörð Júlíus sagður á förum frá KR til Noregs Vestri opnar knattspyrnuakademíu í Senegal Valur fær Dana til að fullmóta teymi sín Ingimar Stöle semur við Val Adda verður hægri hönd Ian Jeffs í sumar „Mér var bara tjáð að þeir ætluðu að leita eitthvað annað“ Enn kvarnast úr liði Blika Leið Víkings að titlinum rifjuð upp í kvöld Þjálfar 2. flokk samhliða því að spila fyrir KR Færeysk landsliðskona til liðs við ÍBV Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Sagan ekki sönn: „Veit ekki hvaðan þetta á að hafa komið“ Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Sjá meira