Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2020 21:31 Árni Aðalbjörnsson bakari hefur lagt svuntuna á hilluna. Vísir/Hafþór Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira
Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Innlent Drógu vélarvana togara í land Innlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Fleiri fréttir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól Sjá meira