Getur loksins keyrt hringveginn nú þegar Gamla bakaríinu hefur verið lokað Birgir Olgeirsson skrifar 31. október 2020 21:31 Árni Aðalbjörnsson bakari hefur lagt svuntuna á hilluna. Vísir/Hafþór Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“ Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira
Dyrum Gamla Bakarísins á Ísafirði var lokað í dag í síðasta skiptið. Árni Aðalbjörnsson bakari hefur staðið vaktina í Gamla bakaríinu í hálfa öld. Það hefur kallað á mikla viðveru sem hefur þýtt að Árni ratar ekki í Reykjavík því hann hefur bara komið þangað tíu sinnum á ævinni og hefur aldrei keyrt hringveginn. Til stendur að breyta því nú þegar hann leggur svuntuna á hilluna. Gamla Bakaríið er næst elsta bakarí landsins og hefur verið í eigu sömu fjölskyldunnar í heila öld. Árni Aðalbjörnsson er bakari og sér um reksturinn. Hann á bakaríið ásamt systkinum sínum og bauðst honum að kaupa hlut bróður hans. „Bróðir minn bauð mér þetta til sölu. En mér fannst ég vera orðinn of fullorðinn til að kaupa þetta. Ég er orðinn ellilífeyrisþegi og þá er ekki hægt að geira neitt annað en að selja þetta og nú er þetta til sölu,“ segir Árni. Hann segir einn áhugasaman hafa sett sig í samband við hann í vikunni og vonar að eitthvað geti orðið úr því. Hans heitasta ósk er að einhver ungur og upprennandi bakari taki við rekstrinum og viðhaldi þeirri góðu hefð sem verið hefur í húsinu í bland við ferskar nýjungar. Bakaríið hefur verið rekið frá 1871 og aðeins eitt bakarí á landinu eldra, Bernhöftsbakarí sem var stofnað 1834. Fjölskyldan hans Árna tók fyrst við bakaríinu árið 1920 en tveimur árum áður kom upp eldur í húsi sem stóð fyrir framan húsnæðið sem áður hýsti bakaríið. Eldurinn frá húsinu fyrir framan smitaðist út í húsnæði bakarísins líka. Afi hans rak bakaríið fram til 1950 þegar pabbi Árna tók við. Faðir Árna dó árið 1970 og þá tók Árni við og hefur verið við stjórnvölinn síðan. Fastakúnnar hafa tekið þessum fréttum illa og pantað heilu farmana af góðgæti úr bakaríinu til að eiga í frysti. „Það hefur verið brjálað að gera í þessari viku. Við höfðum varla undan. Höfum unnið tólf tíma á hverjum degi. Gamlir Ísfirðingar hafa hringt hingað og pantað vörur. Það allra vinsælasta eru kókoslengjurnar. Svo eru það hertu kringlurnar. Fólk hefur keypt ýmislegt sem það ætlar að nota fyrir jólin, eins og tartalettur.“ Árni hefur undanfarna áratugi vaknað á nóttunni til að baka ofan í viðskiptavini sína. Hann sér fyrir sér að geta sofið á skikkanlegum tímum. „Ég hef yfirleitt sofið svona 3 – 4 tíma og lagt mig síðan í klukkutíma á daginn. En nú stendur til að breyta því.“ Að reka þetta bakarí hefur þó kallað á mikla viðveru, það mikla að Árni hefur aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur á ævinni og aldrei ekið hringveginn. „Ég er yfirleitt að vinna hér á sumrin til að koma öllum í frí, ég kemst því aldrei frá á sumrin. Ég hef aldrei farið farið hringveginn og ekki oft farið til Reykjavíkur og rata ekkert þar. Hef aðeins farið tíu sinnum til Reykjavíkur yfir ævina sem er svolítið sérstakt. Kannski ég fari hringveginn næsta sumar, það yrði mjög skemmtilegt.“
Ísafjarðarbær Bakarí Tímamót Mest lesið Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Tíufréttir heyra sögunni til Innlent Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Innlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Fleiri fréttir „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Sjá meira