Slökkvilið

Fréttamynd

Sumar­bú­staður við Laugar­vatn brann til kaldra kola

Sumarbústaður í landi Snorrastaða við Laugarvatn varð alelda í morgun og er nú gjörónýtur. Engin slys urðu á fólki að sögn slökkviliðsstjóra hjá Brunavörnum Árnessýslu en aðstæður á vettvangi voru nokkuð erfiðar. Meðfylgjandi myndir voru teknar á vettvangi brunans.

Innlent
Fréttamynd

Kviknaði í tvinnbíl í Breiðholti

Eldur kviknaði í bifreið sem lagt var í bílskúr í Breiðholtinu í Reykjavík í dag. Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir að um tvinnbíl hafi verið að ræða, það er bíl sem gengur fyrir bæði rafmagni og jarðeldsneyti.

Innlent
Fréttamynd

Glóð frá opnum eldi or­sök stór­bruna á Tálkna­firði

Bruninn sem varð í nýbyggingu fiskeldisfyrirtækisins Arctic Fish í botni Tálknafjarðar varð líklegast vegna glóðar sem barst frá opnum eldi sem unnið var með í plastteninga sem ekki voru langt frá. Málið telst upplýst en enginn var með stöðu sakbornings við rannsókn málsins. 

Innlent
Fréttamynd

„Við vitum ekki hvernig þetta fór af stað“

Lögregla rannsakar nú sprengingarnar sem urðu í Garðabæ í gær þegar gaskútar sprungu í nýbyggingu í Garðabæ og flugu tugi metra. Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að fólk hafi verið í verulegri hættu og því mildi að enginn hafi slasast. Eldsupptök eru enn ókunn.

Innlent
Fréttamynd

Að­gerðum lokið í Straums­vík

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu lauk í gærkvöld störfum á vettvangi í Straumsvík þar sem mikill sinubruni kviknaði í fyrradag. Varðstjóri segir að áfram sé þó fylgst grannt með svæðinu.

Innlent
Fréttamynd

„Maður fær eigin­lega bara svona í hjartað“

„Ég var nú bara að spila skák á Chess.com uppi í rúmi, svo sé ég svona í horninu á auganu svona eld-liti og þegar ég lít út sé ég eldtungurnar alveg uppi að krana og svo heyri ég sprenginguna. Og veggirnir og glerið – það hristist allt. Svo hringdi ég beint á neyðarlínuna eins og maður gerir,“ segir Yngvi Snær Bjarnason íbúi við Eskiás.

Innlent
Fréttamynd

„Því­lík heppni að ekki hafi farið verr“

Engan sakaði þegar tvær sprengingar urðu í gaskútum í nýbyggingu í Garðabæ í dag. Töluverður eldur braust út í kjölfarið. Gaskútur stórskemmdi bíl í nágrenninu og annar þeyttist í um hundrað metra frá nýbyggingunni. Búið er að slökkva eldinn og slökkvilið leitar nú af sér allan grun með hitamyndavélum. 

Innlent
Fréttamynd

Hefði verið betra að fá þyrluna

Slökkvilið fylgist enn vel með vettvangi mikils sinubruna í Straumsvík sem kviknaði í gær. Erfitt hefur verið að eiga við brunann að sögn varðstjóra, enda svæðið þungt yfirferðar. Eina þyrla Landhelgisgæslunnar sem nothæf er til slökkvistarfa var ekki tiltæk til aðstoðar í gær.

Innlent
Fréttamynd

Varnar­línur settar upp

Slökkviliðið hefur sett upp sérstakar varnarlínur til að takmarka útbreiðslu sinubrunans við Straumsvík í Hafnarfirði. Gróðurinn mun brenna að varnarlínunum og svæðið verður vaktað. Reyk mun leggja frá svæðinu í nótt og frekari aðgerðir verða ákveðnar í fyrramálið.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í þaki skemmu

Eldur kviknaði í þaki skemmu í nágrenni við olíustöðina í Hvalfirði í morgun. Haft var samband við slökkvilið en iðnaðarmenn sem voru á svæðinu náðu að slökkva eldinn áður en slökkvilið bar að garði.

Innlent
Fréttamynd

Eldur kviknaði í ís­skáp

Eldur kviknaði í ísskáp á höfuðborgarsvæðinu í dag. Lögreglan fór á vettvang ásamt slökkviliði í kljölfar þess sem tilkynning um eldinn barst. Eldurinn var farinn að dreifa sér um eldhúsið en slökkviliði tókst að slökkva eldinn. Tæknideild lögreglu mætti einnig á vettvang. 

Innlent