Slökkvilið undirbýr hraunkælingu við varnargarð við Svartsengi Lovísa Arnardóttir skrifar 18. júní 2024 18:36 Einar Sveinn segirhraunkælinguna ekki tæknilega flóka en mikið umfang að setja hana upp. Vísir/Vilhelm Í dag fór lítil spýja úr eldgosinu við Sundhnúk yfir varnargarð við Sýlingafell. Varnargarðurinn ver orkuverið í Svartsengi. Slökkvilið Grindavíkur vinnur á vettvangi auk ýmissa verktaka á vegum almannavarna á vinnutækjum sem eru reyna að reyna að stöðva flæði yfir varnargarðinn. Ekki hefur sú aðferð verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu 1973. „Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu. Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
„Við erum að gera okkur klára í hraunkælingu,“ segir Einar Sveinn Jónsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliði Grindavíkur. Hann segir hraunið ekki hafa runnið langt yfir varnargarðinn og að ef varnargarðurinn opnast þá vilja þeir vera klárir til að taka á móti. „Það eru menn á vinnuvélum upp á varnargarðinum. Þeir eru að reyna að stoppa þennan straum,“ segir Einar Sveinn. „Það er töluvert í Svartsengið en við viljum ekki fá neitt rennsli yfir garðinn.“ Ekki notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu Hraunkæling hefur ekki verið notuð síðan í Vestmannaeyjagosinu árið 1973. Einar Sveinn segir þetta ekki tæknilega flókið en það þurfi að nota mikið vatn ef aðgerðin á að hafa einhver áhrif. „Það þarf að nota stórar lagnir og mikið af vatni. Það er umfang að setja upp svona kerfi. Við fáum vatn frá Orkuverinu í Svartsengi. Við erum með hjálp frá Isavia og Brunavörnum Suðurnesja og Brunavörnum Árnesinga. Ásamt dyggu fólki frá almannavarnadeildinni,“ segir Einar Sveinn. Hann veit ekki hversu lengi verður unnið á vettvangi en þau verði þarna eins og þörf er á. „Við tökum kvöldinu eins og höndum ber og sjáum hvað það ber í skauti sér.“ Stöðugt hraunflæði Fram kom í tilkynningu frá Veðurstofunni í dag að eldgosið væri nokkuð stöðugt og að það gjósi úr einum gíg. Þá sagði að hraunið flæddi að mestu til norðurs meðfram Sýlingafelli. Enn er landris í Svartsengi og er það á svipuðum hraða en þó minni hraða áður en eldgosið hófst. Hjördís Guðmundsdóttir hjá almannavörnum segir hraunflæðið ekki hratt en að þau ætli að láta reyna á hraunkælingu til að koma í veg fyrir frekara flæði að orkuverinu.
Eldgos á Reykjanesskaga Eldgos og jarðhræringar Grindavík Slökkvilið Varnargarðar á Reykjanesskaga Tengdar fréttir Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10 Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00 Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40 Mest lesið Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Erlent Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Innlent Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Innlent Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Innlent Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Innlent Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Nýr meirihluti komi ekki til greina Innlent Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Fleiri fréttir Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Brennandi einbýlishús reyndist eyðibýli Tekist á um breytta ásýnd Suðurlandsbrautar með tilkomu Borgarlínunnar Ökumenn sektaðir vegna notkunar nagladekkja Fólk í fjarvinnu finni fyrir minni streitu Fólk látið vinna of hratt og fái ekki greitt fyrir alla vinnuna Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Sjá meira
Eldgosið stöðugt og gosmengun til norðurs Eldgosið á Reykjanesi er stöðugt og áfram gýs úr einum gýg. Hraun flæðir mestmegnis til norðurs meðfram Sýlingarfelli. Landris heldur áfram í Svartsengi á svipuðum hraða, sem er þó minni en áður en eldgosið hófst. Gasmengun fer til norðvesturs og síðar norðurs í dag og mun mælast á norðanverðu Reykjanesi. Færist í átt til höfuðborgarsvæðisins á morgun. 18. júní 2024 14:10
Fáu spáð en vel fylgst með Vangaveltur eru margar um goslok við Grindavík, landris og -sig við Svartsengi og tengsl gosvirkninnar og þriggja eldgosa við Fagradalsfjall. Grunnmæligögn eru traust, um jarðskorpuhreyfingar, rúmmálsbreytingar í geymsluhólfi kviku og efnasamsetningu hennar, bæði úr gosunum við Grindavík og Fagradalsfjall. Gögnin segja forvitnilega sögu. 14. júní 2024 15:00
Telur að þetta geti orðið síðasta eldgosið á Sundhnúkareininni Þorvaldur Þórðarson eldfjallafræðingur telur að yfirstandandi eldgos geti orðið það síðasta á Sundhnúkagígaröðinni og að umbrotin þar gætu stöðvast síðsumars. Hann vonar að hægt verði að huga að því að byggja Grindavík upp aftur með haustinu. 13. júní 2024 20:40