Tók langan tíma að finna uppruna ammoníaklekans Lovísa Arnardóttir skrifar 19. júní 2024 22:02 Ammoníak getur verið afar hættulegt og því þurftu slökkviliðsmenn að klæðast sérstökum búningum í dag. Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar Slökkvilið Vesturbyggðar vann að því í allan dag að leita að ammoníakleka í gömlu frystihúsi á Tálknafirði, nú Vesturbyggð. Tilkynnt var um mikla ammoníaklykt um klukkan 2:23 í nótt. Lekinn var að enda fundinn en slökkvilið segir að það hafi „heldur betur bæst í reynslubankann“ í dag. Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum. Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Davíð Rúnar Gunnarsson slökkviliðsstjóri Vesturbyggðar segir að þegar tilkynningin barst síðustu nótt hafi verið tilkynn um megna stækju yfir höfninni í Tálknafirði. Þeir hafi svo komist að því að lyktin hafi verið frá frystihúsinu en til þess að komast nær húsinu hafi þurft sérstaka galla. Eiturefnakafarar unnu svo að því í allan dag að reyna að finna lekann. „Það kemur hvít gufa af ammoníaki. Við sáum þegar við komum inn að þetta er í frystikerfinu þar sem lekur,“ segir Davíð Rúnar í samtali við fréttastofu. Til að reyna að finna upptök lekans hafi þeir reynt að skipta húsinu í smærri einingar. Viðbragð á vettvangi var töluvert.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Vandamálið er að þú sérð ekki allt sem kemur út og sérð í raun og veru ekki lekann. Það tók svo rosalega langan tíma hjá okkur að skipta húsinu niður í svæði og loka á milli, þar sem hægt var að loka á milli, og sjá hvoru megin lekinn gat verið,“ segir Davíð Rúnar og að leitin hafi farið þannig fram í dag. Hann segir ammoníak mjög hættulegt efni. Eiturefnakafarar voru við störf við frystihúsið í dag.Mynd/Slökkvilið Vesturbyggðar „Þegar þú stendur fyrir utan byrjar þig að svíða í augun og það er erfitt að anda. Það brennir í raun húðina og ef þú færð inn í of mikið þá geturðu hætt að anda og dáið. Það var mjög gott að enginn var að vinna þegar þetta gerðist. Við vitum ekki enn nákvæmlega hvað gerðist og mjög fáir upplifðu einkenni,“ segir Davíð Rúnar. Hann segir að lekinn hafi verið í húsum þar sem fólk vinnu dags daglega og því hafi tímasetningin verið heppileg. Auk þess hafi vindáttin verið hagstæð og lyktin farið út á haf en ekki í átt að bænum. „Það er mjög heppilegt,“ segir Davíð Rúnar að lokum.
Slökkvilið Vesturbyggð Tálknafjörður Tengdar fréttir Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26 Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10 Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Innlent Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Innlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Innlent Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Innlent Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Innlent Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Innlent Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Innlent Fleiri fréttir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Rannsaka ólöglegt fiskeldi veiðifélags í Borgarfirði Tveir handteknir í fíkniefnamáli fyrir austan Fimm tóku fyrstu skóflustunguna að Borgarlínu Hótaði að kveikja í sambýliskonu og stjúpsyni Skóflustunga tekin að Fossvogsbrú og bandarísk börn sem fundust á Íslandi Kannast ekki við að vera látinn Mikil hálka þegar banaslysið varð Aktivistahópurinn Öfgar er hættur Segir ríkið verða að standa við gerða samninga um borgarlínu Meinað að heimsækja fjölskylduna því hann var skyndilega kominn á bannlista Sjá meira
Hafnarsvæðinu lokað vegna ammóníaksleka á Tálknafirði Hafnarsvæðinu á Tálknafirði hefur verið lokað vegna ammóníaksleka í gömlu frystihúsi. Útkallið barstslökkviliðinu í Vesturbyggð um þrjú í nótt frá vegfarendum sem urðu varir við stækjuna. 19. júní 2024 07:26
Sameinað sveitarfélag heitir Vesturbyggð Ákveðið var á fundi bæjarstjórnar sameinaðs sveitarfélags Tálknafjarðarhrepps og Vesturbyggðar í dag að sveitarfélagið eigi að heita Vesturbyggð. Ákvörðunin er í samræmi við niðurstöðu íbúakönnunar sem fór fram frá 11. til 17. júní. 19. júní 2024 19:10