Stofna starfshóp vegna fjölda bruna í tengslum við þakpappalagningu Árni Sæberg skrifar 21. júní 2024 13:49 Iðnaðarmaður leggur þakpappa með þar til gerðum brennara. Myndin er úr safni. Nikola Stojadinovic/Getty Í ljósi fjölda eldsvoða í tengslum við þakframkvæmdir á síðustu árum hefur HMS hafið samstarfsverkefni um gerð verklagsleiðbeininga fyrir vinnu með eld í þakframkvæmdum.Myndaður hefur verið starfshópur til að vinna að gerð svokallaðs Rb-blaðs um verklag fyrir lagningu þakpappa og þær öryggisráðstafanir sem þarf að gera við slíka vinnu. Þetta segir í tilkynningu á vef HMS. Undanfarin ár hafa reglulega verið fluttar af því fréttir að kviknað hafi í húsum þegar verið var að leggja þakpappa. Til þess að leggja þakpappa þarf að bræða hann saman á köntum með þar til gerðum gaslampa. Nú síðast varð stjórtjón á Kringlunni eftir að kviknaði í þaki hennar út frá slíkum gaslampa. Tíu verslanir hlutu altjón í brunanum og loka þurfti verslunarmiðstöðinni tímabundið. Í tilkynningu HMS segir að starfshópurinn samanstandi nú af sérfræðingum á sviði brunavarna og starfsumhverfis mannvirkjagerðar hjá HMS og sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Aðrir tengdir viðfangsefninu, til dæmis fulltrúar verktaka og brunaverkfræðinga, muni bætast við og mynda öflugan hóp til að vinna leiðbeiningar fyrir framkvæmdir sem þessar. Í upphafi muni hópurinn vinna að gerð Rb-reynslublaðs, sem er tækniblað fyrir byggingariðnað, um verklag fyrir lagningu þakpappa og nauðsynlegar öryggisráðstafanir við slíka vinnu. Í vinnunni muni hópurinn einnig skoða hvaða leiðir eru vænlegastar til árangurs varðandi fræðslu um eldvarnir í mannvirkjagerð og greina hvar þarf að styðja við iðnaðinn. Hópurinn muni nýta stórt bakland sitt til þess að fræðsla og upplýsingar nái til sem flestra. Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Reykjavík Byggingariðnaður Slökkvilið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira
Þetta segir í tilkynningu á vef HMS. Undanfarin ár hafa reglulega verið fluttar af því fréttir að kviknað hafi í húsum þegar verið var að leggja þakpappa. Til þess að leggja þakpappa þarf að bræða hann saman á köntum með þar til gerðum gaslampa. Nú síðast varð stjórtjón á Kringlunni eftir að kviknaði í þaki hennar út frá slíkum gaslampa. Tíu verslanir hlutu altjón í brunanum og loka þurfti verslunarmiðstöðinni tímabundið. Í tilkynningu HMS segir að starfshópurinn samanstandi nú af sérfræðingum á sviði brunavarna og starfsumhverfis mannvirkjagerðar hjá HMS og sérfræðingum frá Slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Aðrir tengdir viðfangsefninu, til dæmis fulltrúar verktaka og brunaverkfræðinga, muni bætast við og mynda öflugan hóp til að vinna leiðbeiningar fyrir framkvæmdir sem þessar. Í upphafi muni hópurinn vinna að gerð Rb-reynslublaðs, sem er tækniblað fyrir byggingariðnað, um verklag fyrir lagningu þakpappa og nauðsynlegar öryggisráðstafanir við slíka vinnu. Í vinnunni muni hópurinn einnig skoða hvaða leiðir eru vænlegastar til árangurs varðandi fræðslu um eldvarnir í mannvirkjagerð og greina hvar þarf að styðja við iðnaðinn. Hópurinn muni nýta stórt bakland sitt til þess að fræðsla og upplýsingar nái til sem flestra.
Eldsvoði í Kringlunni Kringlan Reykjavík Byggingariðnaður Slökkvilið Mest lesið Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Innlent Tveir ekki í öryggisbelti Innlent Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Innlent Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Innlent Segir forsetann tala fyrir einangrun Innlent Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Innlent Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ Innlent Fleiri fréttir Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Reynir aftur við Endurupptökudóm Sverrir Einar ákærður en fer í hart á móti Hótað á flugvellinum vegna víólunnar og komin með nóg Vilja minnismerki um Gunnar í Viðey en ekki í Gunnarsbrekku Vill áfram leiða lista Sjálfstæðismanna á Akureyri Vill á annað hundrað milljóna króna fyrir sólarhringsvakt Lagt til að aldurstakmark á samfélagsmiðlum verði hækkað á Íslandi Þvættuðu tugi milljóna og lögreglan göbbuð í sumarbústað Takast á um kísilmálm og vilja hækka aldurstakmörk á samfélagsmiðlum hér á landi Fann dauðan snák í Mosfellsbæ Gjá milli kvenna og karla en Miðflokkurinn í sérflokki Netsvikarar þykjast vera þekkt íslensk fyrirtæki Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Sjá meira