„Það fór eins vel og það gat,“ segir Jens Heiðar Ragnarsson slökkviliðsstjóri hjá Slökkviliðinu á Akranesi og Hvalfjarðarsveit. Tveir íbúar á efstu hæð hafi verið fluttir út með stigabíl. Þeir voru báðir fluttir á Heilbrigðisstofnun Vesturlands til aðhlynningar.
Það gekk vel að ráða niðurlögum eldsins segir Jens Heiðar en slökkvilið sé nú að reykræsta.

Tilkynnt er um eldinn um klukkan tíu samkvæmt Jens. Blokkin er nálægt slökkvistöðinni og því var slökkvilið fljótt á vettvang.
„Þetta gekk vel og hratt fyrir sig. Stigagangurinn var tæmdur vegna mikils reyks. Íbúðin er gjörónýt,“ segir Jens að lokum.


Fréttin hefur verið uppfærð.