Rússland

Fréttamynd

EHF fetar í fót­spor FIFA og UEFA varðandi Rúss­land

Handknattleikssamband Evrópu, EHF, hefur ákveðið að lands- og félagslið frá Rússlandi og Hvíta-Rússlandi fái ekki að taka þátt í mótum á vegum sambandsins. Ástæðan er innrás Rússa í Úkraínu og stuðningur Hvíta-Rússlands við innrásina.

Handbolti
Fréttamynd

FIFA og UEFA banna lið frá Rússlandi

Alþjóða knattspyrnusambandið, FIFA, og knattspyrnusamband Evrópu, UEFA, hafa ákveðið að setja öll lið Rússlands – félagslið sem og landslið – í bann frá keppnum á vegum sambandanna vegna stríðs Rússa í Úkraínu.

Fótbolti
Fréttamynd

Biðja Abramovich um hjálp í friðarviðræðum við Pútín

Úkraínsk yfirvöld hafa leitað til rússneska milljarðarmæringsins Roman Abramovich, sem er eigandi fótboltaliðsins Chelsea, og óskað eftir aðstoð hans í yfirstandandi friðarviðræðum Úkraínumanna við Rússa, að sögn talsmanns Abramovich.

Erlent
Fréttamynd

Á flótta úr borginni þegar her­maður skaut flug­skeyti í veg fyrir bílinn

Íslenskur maður búsettur í Kænugarði segir það hafa verið tilfinningaþrungna stund að komast loks yfir landamærin til Ungverjalands í gærkvöldi eftir sextíu klukkustunda ferðalag. Fjölskyldan þurfti ítrekað að skipta alveg um stefnu á leið sinni, í eitt skiptið eftir að flugskeyti var skotið í veg fyrir bíl þeirra.

Erlent
Fréttamynd

Gæti reynst þungt högg að útiloka Rússa frá SWIFT

Vesturlöndin hafa undanfarna viku gripið til umfangsmikilla refsiaðgerða gegn Rússum og er nýjasta útspilið að loka fyrir aðgengi Rússa að SWIFT kerfinu svokallaða. Hagfræðingur segir að áhrifin verði líklega töluverð en hætt er við að aðgerðirnar bitni mest á almenningi. 

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Vaktin: Forsetinn kallar eftir flugbanni yfir Úkraínu

Sókn rússnesks herliðs að úkraínsku höfuðborginni Kænugarði hélt áfram í nótt og í morgun, þó hún hafi verið umfangsminni en áður. Forseti Úkraínu hefur kallað eftir því að flugbanni verði komið á yfir landinu.

Erlent
Fréttamynd

„Enn þá meiri uggur í mér“

Íslendingur sem býr í Kænugarði segist lítið hafa sofið í nótt fyrir sprengingum. Útgöngubann tók gildi þar klukkan þrjú í dag og stendur til átta í fyrramálið. Hann segir óþægilegt að hafa fylgst með starfsfólk Öryggis-og samvinnustofnunar Evrópu flýja  úr borginni í morgun.

Innlent