Pútín verður ekki viðstaddur útför Gorbatsjov Atli Ísleifsson skrifar 1. september 2022 10:34 Míkhaíl Gorbatsjov og Vladimír Pútín ræða saman árið 2004. EPA Vladimír Pútín Rússlandsforseti mun ekki sækja útför Míkhaíl Gorbatsjov, síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem fram fer í Moskvu á laugardag. Reuters greinir frá þessu. Er áður ákveðin dagskrá Rússlandsforseta sögð koma í veg fyrir að hann geti sótt útförina. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Pútín hefur áður lýst falli Sovétríkjanna sem mesta harmleik í sögu Rússlands og er því talinn hafa kunnað Gorbatsjov litlar þakkir fyrir hans þátt í falli Sovétríkjanna. Pútín hefur þó aldrei gagnrýnt Gorbatsjov beinum orðum og sagði í gær að Gorbatsjov hafi haft mikil áhrif á gang mannkynssögunnar. Útförin fer fram í Súlnasal Húss verkalýðsfélaganna í Moskvu, á sama stað þar sem lík Jósef Stalín lá frammi eftir að hann lést árið 1953. Útförin verður opin almenningi, en Gorbatsjov verður svo jarðsettur í Novodevitsjí-kirkjugarðinum í Moskvu. Rússneskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Pútín þar sem hann lagði blómvönd við kistu Gorbatsjov í morgun. The Kremlin says Putin can't attend Mikhail Gorbachev's funeral on Saturday due to scheduling conflicts.It won't be a full state funeral but will have "elements" of one, though it's not clear how that'll be different.Instead, Putin laid flowers at Gorbachev's coffin today. pic.twitter.com/HxO0ENkSos— max seddon (@maxseddon) September 1, 2022 Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Rússland Sovétríkin Tengdar fréttir Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. 31. ágúst 2022 19:40 Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Reuters greinir frá þessu. Er áður ákveðin dagskrá Rússlandsforseta sögð koma í veg fyrir að hann geti sótt útförina. Gorbatsjov var leiðtogi Sovétríkjanna á árunum 1985 til 1991 og hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 1990 fyrir þátt sinn í að draga úr spennu í samskiptum austurs og vesturs. Gorbatsjov lést síðastliðinn þriðjudag eftir veikindi, en hann varð 91 árs gamall. Pútín hefur áður lýst falli Sovétríkjanna sem mesta harmleik í sögu Rússlands og er því talinn hafa kunnað Gorbatsjov litlar þakkir fyrir hans þátt í falli Sovétríkjanna. Pútín hefur þó aldrei gagnrýnt Gorbatsjov beinum orðum og sagði í gær að Gorbatsjov hafi haft mikil áhrif á gang mannkynssögunnar. Útförin fer fram í Súlnasal Húss verkalýðsfélaganna í Moskvu, á sama stað þar sem lík Jósef Stalín lá frammi eftir að hann lést árið 1953. Útförin verður opin almenningi, en Gorbatsjov verður svo jarðsettur í Novodevitsjí-kirkjugarðinum í Moskvu. Rússneskir fjölmiðlar hafa birt myndir af Pútín þar sem hann lagði blómvönd við kistu Gorbatsjov í morgun. The Kremlin says Putin can't attend Mikhail Gorbachev's funeral on Saturday due to scheduling conflicts.It won't be a full state funeral but will have "elements" of one, though it's not clear how that'll be different.Instead, Putin laid flowers at Gorbachev's coffin today. pic.twitter.com/HxO0ENkSos— max seddon (@maxseddon) September 1, 2022
Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Rússland Sovétríkin Tengdar fréttir Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. 31. ágúst 2022 19:40 Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55 Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Vilja dauðarefsingu af borðinu vegna hagsmunaáreksturs ráðherra Pútín sagður hafa valið Witkoff Gerðu umfangsmiklar árásir gegn ISIS í Sýrlandi Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Epstein-skjölin birt Draga tilvist neðanjarðarhafs á Títan í efa Sjá meira
Putin grætur Gorbachev krókódílatárum Þjóðarleiðtogar víða um heim minnast Mikhails Gorbachevs síðasta leiðtoga Sovétríkjanna, sem lést í gærkvöldi níutíu og eins árs að aldri, fyrir þátttöku hans í lokum kaldastríðsins. Ráðamenn í Rússlandi bera harm sinn hins vegar í hljóði enda andúð Rússlandsforseta á sovétleiðtoganum fyrrverandi öllum kunn. 31. ágúst 2022 19:40
Dáður á Vesturlöndum en fyrirlitinn heima fyrir Mikhail Gorbachev síðasti leiðtogi Sovétríkjanna sem lést í dag níutíu og eins árs að aldri var dáður á Vesturlöndum fyrir þátt hans í lokum kalda stríðsins en fyrirlitinn heima fyrir vegna hruns Sovétríkjanna og versnandi hag almennings. 31. ágúst 2022 11:55
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46