Eftirlitsmenn komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia Heimir Már Pétursson skrifar 1. september 2022 13:17 Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar (annar t.v.) er mættur með samstarfsmönnum sínum að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. AP/Alþjóðakjarnorkustofnunin Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar eru komnir að kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia í Úkraínu og vonast til að getað skoðað aðstæður þar í dag. Fjöldi barna mætti í rústir grunnskóla í norður hluta landsins í dag. Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu. Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Kjarnorkuverið í Zaporizhzhia í Donetsk héraði er það stærsta í Evrópu og á mörkum víglínu Rússa og Úkraínumanna í héraðinu. Rússar hafa komið hersveitum og hergögnum fyrir í verinu og átök í nágrenni þess hafa valdið leiðtogum annarra ríkja Evrópu miklum áhyggjum. Einhvers konar samkomulag er í gildi milli stríðandi fylkinga um að hleypa eftirlitsmönnum Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar að verinu. Rússar og Úkraínumenn hafa sakað hvor aðra um að ógna verinu með stórskotaliðs- og eldflaugaárásum á nágrenni þess. Rafael Mariano Grossi telur nauðsynlegt að eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar hafi stöðuga viðveru í kjarnorkuverinu í Zaporizhzhia. Skemmdir á verinu gætu haft skelfilegar afleiðingar í allri Evrópu.AP/Andriy Andriyenko Rafael Mariano Grossi forstjóri Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar fer fyrir hópi eftirlitsmanna sem nú eru komnir að næsta nágrenni kjarnorkuversins. Hann segir þá meðvitaða um þá hættu sem þeir stefni sér í vegna átaka í nágrenni Zaporizhzhia. „Það hafa átt sér stað aukin hernaðarumsvif, nú síðast í morgun, fyrir nokkrum mínútum. Yfirmaður úkraínska heraflans á svæðinu hefur upplýst mig um það og þá áhættu sem því fylgir," sagði Grossi í morgun. Eftir að hafa metið stöðuna væri eftirlitshópurinn hins vegar staðráðinn í að halda áfram. Hann væri nú á gráu svæði á mörkum víglínu herja Úkraínu og Rússlands. „Verkefni okkar er mjög mikilvægt eins og þið vitið. Við munum hefja mat á öryggi kjarnorkuversins án tafar," sagði Grossi. Samstarf yrði haft við starfsmenn versins og hann væri að íhuga varanlega viðveru eftirlitsmanna Alþóðakjarnorkustofnunarinnar á staðnum. Það væri nauðsynlegt til að fá áræðanlegar og hlutlausar upplýsingar um ástandið frá degi til dags. Bókasafnsvörðurinn Raisa Krupchenko reynir að koma skipulagi á bókasafn grunnskóla númer 23 í Kramatorsk sem er nánast rústir einar eftir árásir Rússa í júlí.AP//Leo Correa Kennsla hófst í grunnskólum Úkraínu í dag. Í héruðunum Chernihiv og Kyiv í nágrenni höfuðborgarinnar Kænugarðs fer kennslan fram í illa förnum skólum eftir sprengjuárásir Rússa á fyrstu vikum stríðsins. Rússar sprengdu rúmlega 130 skóla á svæðinu og gereyðilögðu tíu þeirra. Þannig að víða eru skörð í skólabyggingum þar sem heilu skólastofurnar eru horfnar, gluggar eru brotnir og kennslugögn og húsgögn ónýt. Grunnskóli númer 15 í Kramatorsk er mikið skemmdur eftir árásir Rússa.AP//Leo Correa Volodymyr Zelenskyy forseti Úkraínu sendi námsmönnum baráttukveðjur í tilefni upphafs skólaársins. Hann sagði daginn í dag vera dag þekkingarinnar, hinn hundrað og nítugasta frá upphafi stríðsins. Það væru dagar sem drægju saman meiri þekkingu en þúsund ár í sögu Úkraínu. Börn Úkraínu hafi þurft að þroskast hratt í stríðinu. „Börnin okkar studdu okkur, studdu ríkið. Þau stækkuðu mjög fljótt. Þau urðu ekki hrædd og þau hjálpuðu. Þau hjálpuðu í sprengjuskýlum, önnuðust foreldra sem særðust. Þau hafa fært hermönnum vatn og mat. Þau hafa safnað peningum fyrir sjálfboðaliða sem styðja við herinn. Við getur aðeins verið stolt af börnum Úkraínu," sagði forsetinn í ávarpi sínu.
Innrás Rússa í Úkraínu Kjarnorka Úkraína Rússland Tengdar fréttir Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48 Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20 Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26 Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24 Mest lesið Ákærður fyrir að nauðga barni frá því að það var tveggja ára Innlent „Síðasta sem hann vildi var að það yrði til nýr Stefán Blackburn” Innlent „Honum var kastað til hliðar eins og hverju öðru drasli“ Innlent Saknaði þess að fá ekki einu sinni tölvupóst eftir fjörutíu ára starf Innlent Líkur á hellidembu, þrumum og eldingum suðvestantil Veður Afhjúpaði eigin njósnara á X Erlent Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Erlent „Hér er ekki ódýr orka í neinum alþjóðlegum samanburði“ Innlent Þurfa að loka Vesturbæjarlaug enn á ný Innlent Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Erlent Fleiri fréttir Skoða að endurheimta votlendi til að stöðva loftslagsbreytingar og Rússa Sviptir Harris vernd Stærsta geimfyrirtæki Rússlands á vonarvöl Afhjúpaði eigin njósnara á X Shinawatra bolað úr embætti Slagsmál á mexíkóska þinginu yfir ræðutíma Ekki lengur fjarlægur möguleiki að hringrás í Atlantshafi stöðvist Falin myndavél á þingklósettinu og ósæmilegar myndir af börnum Árásarmaðurinn heltekinn af „hugmyndinni um að drepa börn“ Bandaríska utanríkisráðuneytið tjáir sig ekki um undirróðursherferð Glundroði hjá einni fremstu lýðheilsustofnun heims Rússar réðust á sendiskrifstofu Evrópusambandsins í Kænugarði Hafði ritað „Breivik“ og „Drepið Trump“ á skotvopnin Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Friður enn fjarlægur og Trump missir móðinn Mannskæð skotárás í skóla í Bandaríkjunum Með rétt til að „gera hvað sem ég vil“ „Þetta í raun staðfestir það sem að flestir bjuggust við“ Tilraunaskotið heppnaðist loksins Biður grænlenskar konur afsökunar vegna „lykkjumálsins“ Raðsundlaugarkúkari gengur laus í Oulu Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Frakkar skila höfuðkúpu konungsins Toera Fundu steinaldarbyggð í Árósaflóa sem fór undir sjó eftir ísöld Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentínskri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Sjá meira
Borgin slítur vinaborgarsamstarfi við Moskvu Borgarráð Reykjavíkurborgar samþykkti í morgun einróma að slíta vinaborgasamstarfi við rússnesku höfuðborgina Moskvu, á grundvelli samstarfssamnings sem í gildi hefur verið milli borganna frá árinu 2007. 1. september 2022 12:48
Ballettinn frá Kænugarði mætir með Hnotubrjótinn í Hörpu Kyiv Grand Ballet frá Úkraínu er væntanlegur til landsins í lok nóvember og mun flytja Hnotubrjótinn eftir Tchaikovsky í Hörpu í samstarfi við Sinfóníuhljómsveit Íslands. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Hörpu. 1. september 2022 12:20
Gera Rússum erfiðara og dýrara að ferðast til Schengen-svæðisins Utanríkisráðherrar Evrópusambandsins samþykktu í morgun að gera rússneskum ferðamönnum erfiðara og dýrara að fá vegabréfsáritun til ferðalaga inn í sambandið. Þeir komust ekki að samkomulagi um að meina Rússum alfarið um vegabréfsáritanir, eins og ráðamenn nokkurra ríkja í Austur-Evrópu hafa farið fram á. 31. ágúst 2022 15:26
Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkustofnunarinnar komnir til Úkraínu Eftirlitsmenn Alþjóðakjarnorkumálastofnunarinnar eru komnir til Kænugarðs í Úkraínu og hyggjast skoða aðstæður í kjarnorkuverinu í borginni Zaporizhzhia. Úkraínskar hersveitir sækja hart fram gegn Rússum í Kherson héraði og eru sagðar hafa náð fjórum bæjum þar undan yfirráðum Rússa. 30. ágúst 2022 20:24