Snör handtök og fljótir fætur vegna leiðtogafundar Heimir Már Pétursson skrifar 31. ágúst 2022 20:02 Mikhail Gorbachev þá nýkjörinn leiðtogi Sovétríkjanna og Ronald Reagan forseti Bandaríkjanna hittust fyrst á leiðtogafundi í Genf í Sviss í nóvember 1985, eða rétt um ári áður en þeir áttu fundinn í Höfða. AP/ Íslendingar þurftu að hafa snör handtök og fljóta fætur þegar embætti forseta Bandaríkjanna óskaði eftir því að leiðtogafundur Ronalds Reagans og Mikhails Gorbachevs yrði haldinn á Íslandi innan örfárra daga. Atburður af þessari stærðargráðu hafði þá aldrei átt sér stað á Íslandi áður. Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Þorsteinn Pálsson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar og var staddur á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington þegar hann heyrði fyrst af áætluðum leiðtogafundi í Reykjavík. Þorsteinn Pálsson er eini ráðherrann í ríkisstjórn Steingríms Hermannssonar árið 1986 sem enn er á lífi. Hann varð vitni að því þegar Ronald Reagan tilkynnti á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins í Washington að leiðtogafundurinn yrði haldinn í Reykjavík.Stöð 2/Egill „Og Steingrímur Hermansson forsætisráðherra hringdi til mín snemma morguns, fyrir allar aldir, og sagði mér að hann hefði þá nýlokið við að tala við bandaríska sendiherrann sem hefði farið fram á að þessi fundur yrði haldinn hér,“ sagði Þorsteinn. Steingrímur hafi tekið fram að þessu myndi fylgja kostnaður en allir verið sammála um að grípa þetta mikilvæga tækifæri. Í flýti þurfti að koma upp alþjóðlegri fréttamannamiðstöð af stærðargráðu sem Íslendingar höfðu aldrei kynnts áður. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var þá í guðfræðinámi og var ein margra sem kölluð var til leiks. „Ég átti að vera titlaður starfsmannastjóri og ég hringdi bókstaflega í alla vini mína sem kunnu einhver tungumál og ég treysti til að vinna í þessu,“ segir Adda Steina enda von á fjölmiðafólki frá flestum ríkjum veraldar. Sr. Adda Steina Björnsdóttir var ungur háskólanemi þegar hún var kölluð til að vera starfsmannastjóri alþjóðlegrar fjölmiðlamiðstöðvar vegna leiðtogafundarins.Stöð 2/Egill Þorsteinn segir fundinn hafa kallað á mikið skipulag og öryggisgæslu. „Það voru sett bráðabirgðalög og hús hér í nágrenni Höfða voru tekin leigunámi af öryggisástæðum. Hótelherbergi voru tekin leigunámi,“ segir Þorsteinn til að tryggja að sendinefndir leiðtoganna fengju gistingu. Þá voru heilu íbúðirnar leigðar af fjölmiðlum. Leiðtogafundur þeirra Reagans og Gorbachevs var sérstakur fyrir margra hluta sakir. Ekki hvað síst fyrir það að ekki var algengt að forseti Sovétríkjanna og Bandaríkjanna sætu tveir saman á fundi en það gerðu þeir einmitt í Höfða. Gorbachev sat þar sem fréttamaður situr nú og Reagan beint á móti honum hinum megin við borðið og túlkarnir sitt hvoru megin til hliðar. Það var við þetta borð sem næstum því tókst að semja um eyðingu allra kjarnorkuvopna stórveldanna. Aðstoðarmenn leiðtoganna hafa lýst því í bókum og viðtölum hvernig hvert einasta horn í Höfða var notað til fundarhalda. Uppköst að tillögum hafi jafnvel verið skrifuð við þröngan kost inni á salernum hússins. Augu alheimsins beindust að Höfða og erlendar sjónvarpsstöðvar héldu uppi stöðugum beinum útsendingum héðan og þaðan um borgina. Adda Steina segir að hamgangurinn í fjölmiðlum hafi verið töluverður þegar starfsmenn fjölmiðlamiðstöðvarinnar reyndu eftir bestu getu að verða við óskum þeirra um aðgang að leiðtogunum. Leiðtogafundurinn í Höfða lagði grundvöllinn að umfangsmiklum afvopnunarsamningum milli Sovétríkjanna og Bandaríkjanna skömmu síðar.AP/Bob Daugherty „Og þeir urðu svo reiðir blaðamennirnir að þeir réðust á okkur starfsmennina. Ég man eftir því að einn var tekinn nánast hálstaki og dreginn út í horn og sagt, ég skal bara útskýra fyrir þér hvernig þetta á að vera,“ segir Adda Steina. Þarna hafi Íslendingar lært þær reglur sem gildi þegar hópur fjölmiðla getur aðeins valið einn ljósmyndara og einn myndatökumann sem fulltrúa sinn á viðburðum Gorbachev heimsótti Ísland aftur á tuttugu ára afmæli leiðtogafundarins árið 2006. Hann lék á alsoddi við komuna til landsins og var sáttur við sinn hlut í þessum sögufræga fundi. Þórir Guðmundsson fréttamaður tók viðtal við hann að þessu tilefni sem sjá má hér fyrir neðan ásamt viðtölunum við Þorstein Pálsson og Öddu Steinu Björnsdóttur frá því dag í heild sinni. Klippa: Gorbatsjov í Kompás
Leiðtogafundurinn í Höfða Rússland Bandaríkin Andlát Míkhaíl Gorbatsjov Ronald Reagan Sovétríkin Reykjavík Tengdar fréttir Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46 Mest lesið Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma Innlent Yfirvöld Mexíkó kæra Google Erlent Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Innlent Fleiri fréttir Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Sjá meira
Míkhaíl Gorbatsjov er látinn Míkhaíl Gorbatsjov, síðasti leiðtogi Sovétríkjanna, er látinn 91 árs að aldri. Gorbatsjov hafði verið að glíma við veikindi í langan tíma og lést á spítala í Moskvuborg í dag. 30. ágúst 2022 20:46
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent