Spánn Ákærðir fyrir að nauðga íslenskri konu á Kanaríeyjum Lögregluyfirvöld á Kanaríeyjum hafa ákært fjóra menn fyrir kynferðisbrot gegn 36 ára gamalli íslenskri konu. Eru mennirnir grunaðir um að hafa nauðgað konunni en þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi og eiga ekki möguleika á að losna úr fangelsi gegn tryggingu. Innlent 5.3.2021 07:20 Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. Fótbolti 1.3.2021 11:23 Síðasta styttan af Franco tekin niður Síðasta styttan af fasíska einræðisherranum Franco sem enn var að finna á spænskri grundu, hefur nú verið tekin niður. Styttuna var að finna á Melilla, litlu spænsku landsvæði á norðvesturströnd Afríku, og var tekin niður eftir ráðamenn þar samþykktu að taka hana niður. Erlent 24.2.2021 08:10 „Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann“ Sveinn Albert Sigfússon missti átján ára gamlan son sinn í slysi í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Sonur Sveins, Andri Freyr, losnaði úr rússíbana á fullri ferð með þeim afleiðingum að hann féll átján metra niður á steinsteypta jörð. Hann segir son sinn hafa verið bjartan strák sem átti framtíðina fyrir sér. Innlent 22.2.2021 21:57 Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. Erlent 15.2.2021 21:26 Spánverjar tóku bronsið Spánn vann Frakkland, 35-29, í leiknum um bronsverðlaunin á HM í Egyptalandi. Úrslitaleikurinn fer fram síðar í dag er Danir og Svíar mætast klukkan 16.30. Handbolti 31.1.2021 14:58 Minnst fjórir látnir og tíu særðir í Madríd Minnst fjórir eru látnir og minnst tíu særðir eftir mikla sprengingu í Madríd í gær. Sprengingin varð þegar verið var að gera við gaskerfi sjö hæða húss í Puerta de Toledo, nærri miðborg Madrídar, og olli hún gífurlegum skemmdum. Erlent 21.1.2021 09:29 Minnst þrír látnir í sprengingu í Madríd Mikil sprenging átti sér stað í Madríd á Spáni í dag og eru minnst þrír látnir. Útlit er fyrir að sprenginin hafi orðið vegna gasleka. Erlent 20.1.2021 14:31 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. Innlent 16.1.2021 23:25 Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. Erlent 16.1.2021 17:42 Þrír látnir vegna snjókomunnar á Spáni Þrír hafa látist í storminum sem ríður nú yfir Spán. Mikill snjór hefur fallið um allt landið og hefur veðrið komið í veg fyrir ferðalög. Þetta er mesta snjókoma sem sést hefur í Madríd í áratugi og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út til þess að aðstoða ökumenn sem hafa fest bíla sína í snjónum. Erlent 9.1.2021 15:23 Halda skrá yfir þá sem neita að láta bólusetja sig Heilbrigðisyfirvöld á Spáni munu halda skrá yfir þá einstaklinga sem neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Skránni verður deilt með öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Erlent 29.12.2020 07:38 Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. Erlent 26.12.2020 13:48 Skella í lás á Tenerife yfir hátíðarnar Sóttvarnaaðgerðir verða hertar á Tenerife frá og með miðnætti annað kvöld og eyjunni lokað fyrir ferðalögum. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif aðgerðirnar muni hafa á ferðamenn sem hyggjast dvelja á eyjunni yfir hátíðarnar. Erlent 17.12.2020 10:27 Spænska ríkið rak afkomendur einræðisherrans á dyr Ríkisstjórn Spánar hefur nú tekið formlega við eignarhaldi sumarhallar einræðisherrans Franco og vísað afkomendum hans á dyr. Með höllinni fylgdi stórt listasafn en eignin var metin á rúmlega fimm milljónir evra í fyrra. Erlent 10.12.2020 15:47 Spánverjar varir um sig gagnvart nýju bóluefni Meira en helmingur Spánverja er ekki tilbúinn að láta bólusetja sig með nýju bóluefni gegn Covid-19 um leið og það verður aðgengilegt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Spænsk stjórnvöld ætla sér að bólusetja 15-20 milljónir manna fyrir mitt næsta ár. Erlent 4.12.2020 13:23 Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu. Lífið 29.11.2020 06:44 Orðinn sá leikjahæsti í sögunni Sergio Ramos varð í gær leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Evrópu. Hann vill þó eflaust gleyma leiknum sem fyrst. Fótbolti 15.11.2020 09:45 Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Innlent 14.11.2020 17:46 Gyða og Vilberg búa í húsbíl á Íslandi yfir sumarmánuðina og á Spáni yfir veturinn Ein sérkennilegasta gata Reykjavíkur er án efa gatan við Laugardalslaugina þar sem nokkrir heimsborgarar hafa ákveðið að búa í húsum sem öll eru á hjólum þannig að hægt er að keyra þau um landið eða á milli landa á auðveldan hátt. Lífið 13.11.2020 10:31 Flýja Afríku og stefna til Kanarí Rúmlega 1600 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja um helgina, eða verið bjargað úti fyrir ströndum eyjaklasans. Erlent 9.11.2020 06:43 Svali mættur aftur til Tenerife: „Sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna“ Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Lífið 30.10.2020 11:30 140 létu lífið er bátur sökk 140 farendur á leið frá Senegal til Evrópu drukknuðu eftir að bátur sem þau voru um borð í sökk undan ströndum Senegal. Erlent 29.10.2020 23:00 Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. Erlent 27.10.2020 21:44 Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. Erlent 27.10.2020 16:38 Hríðversnandi staða í Evrópu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni og hertar takmarkanir voru kynntar á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 26.10.2020 15:39 Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. Erlent 26.10.2020 06:50 Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000 Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur. Erlent 24.10.2020 12:38 Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi Erlent 22.10.2020 08:13 Ætlar að fylla vél af Íslendingum til Alicante yfir jólin Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura Holidays, segist finna fyrir miklum áhuga Íslendinga sem eiga hús á Spáni að fljúga beint til Alicante yfir jólin. Viðskipti innlent 21.10.2020 11:42 « ‹ 16 17 18 19 20 21 22 23 24 … 32 ›
Ákærðir fyrir að nauðga íslenskri konu á Kanaríeyjum Lögregluyfirvöld á Kanaríeyjum hafa ákært fjóra menn fyrir kynferðisbrot gegn 36 ára gamalli íslenskri konu. Eru mennirnir grunaðir um að hafa nauðgað konunni en þeir sitja allir í gæsluvarðhaldi og eiga ekki möguleika á að losna úr fangelsi gegn tryggingu. Innlent 5.3.2021 07:20
Fyrrum forseti Barcelona handtekinn og húsleit á Nývangi Það gekk mikið á hjá Barcelona í morgun aðeins nokkrum dögum áður en félagið kýs sér nýjan forseta. Fótbolti 1.3.2021 11:23
Síðasta styttan af Franco tekin niður Síðasta styttan af fasíska einræðisherranum Franco sem enn var að finna á spænskri grundu, hefur nú verið tekin niður. Styttuna var að finna á Melilla, litlu spænsku landsvæði á norðvesturströnd Afríku, og var tekin niður eftir ráðamenn þar samþykktu að taka hana niður. Erlent 24.2.2021 08:10
„Maður hefði óskað þess að geta kvatt hann“ Sveinn Albert Sigfússon missti átján ára gamlan son sinn í slysi í skemmtigarðinum Terra Mitica á Spáni árið 2014. Sonur Sveins, Andri Freyr, losnaði úr rússíbana á fullri ferð með þeim afleiðingum að hann féll átján metra niður á steinsteypta jörð. Hann segir son sinn hafa verið bjartan strák sem átti framtíðina fyrir sér. Innlent 22.2.2021 21:57
Læsti sig inni í háskóla til að forðast fangelsisvist Spænski rapparinn Pablo Hasel hefur lokað sig af í háskóla í bænum Lleida í Katalóníu til að komast hjá fangelsisvist sem hann var dæmdur til fyrir Twitter-færslur og texta í lögum sínum. Erlent 15.2.2021 21:26
Spánverjar tóku bronsið Spánn vann Frakkland, 35-29, í leiknum um bronsverðlaunin á HM í Egyptalandi. Úrslitaleikurinn fer fram síðar í dag er Danir og Svíar mætast klukkan 16.30. Handbolti 31.1.2021 14:58
Minnst fjórir látnir og tíu særðir í Madríd Minnst fjórir eru látnir og minnst tíu særðir eftir mikla sprengingu í Madríd í gær. Sprengingin varð þegar verið var að gera við gaskerfi sjö hæða húss í Puerta de Toledo, nærri miðborg Madrídar, og olli hún gífurlegum skemmdum. Erlent 21.1.2021 09:29
Minnst þrír látnir í sprengingu í Madríd Mikil sprenging átti sér stað í Madríd á Spáni í dag og eru minnst þrír látnir. Útlit er fyrir að sprenginin hafi orðið vegna gasleka. Erlent 20.1.2021 14:31
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. Innlent 16.1.2021 23:25
Spænskur fjallgöngumaður fórst á K2 Spænski fjallagarpurinn Sergi Mingote fórst á leiðinni á tind K2, næsthæsta fjalls í heimi. Pedro Sanchez, forsætisráðherra Spánar, tilkynnti þetta á Twitter í dag. Erlent 16.1.2021 17:42
Þrír látnir vegna snjókomunnar á Spáni Þrír hafa látist í storminum sem ríður nú yfir Spán. Mikill snjór hefur fallið um allt landið og hefur veðrið komið í veg fyrir ferðalög. Þetta er mesta snjókoma sem sést hefur í Madríd í áratugi og viðbragðsaðilar hafa verið kallaðir út til þess að aðstoða ökumenn sem hafa fest bíla sína í snjónum. Erlent 9.1.2021 15:23
Halda skrá yfir þá sem neita að láta bólusetja sig Heilbrigðisyfirvöld á Spáni munu halda skrá yfir þá einstaklinga sem neita að láta bólusetja sig gegn kórónuveirunni. Skránni verður deilt með öðrum aðildarríkjum Evrópusambandsins. Erlent 29.12.2020 07:38
Nýja afbrigðið skotið upp kollinum á fleiri stöðum Fjögur tilfelli af nýju afbrigði kórónuveirunnar hafa fundist á Spáni, sama dag og það var tilkynnt að það hefði einnig verið greint í Frakklandi. Afbrigðið, sem er betur þekkt sem breska afbrigðið, er mun meira smitandi en önnur. Erlent 26.12.2020 13:48
Skella í lás á Tenerife yfir hátíðarnar Sóttvarnaaðgerðir verða hertar á Tenerife frá og með miðnætti annað kvöld og eyjunni lokað fyrir ferðalögum. Ekki er enn ljóst hvaða áhrif aðgerðirnar muni hafa á ferðamenn sem hyggjast dvelja á eyjunni yfir hátíðarnar. Erlent 17.12.2020 10:27
Spænska ríkið rak afkomendur einræðisherrans á dyr Ríkisstjórn Spánar hefur nú tekið formlega við eignarhaldi sumarhallar einræðisherrans Franco og vísað afkomendum hans á dyr. Með höllinni fylgdi stórt listasafn en eignin var metin á rúmlega fimm milljónir evra í fyrra. Erlent 10.12.2020 15:47
Spánverjar varir um sig gagnvart nýju bóluefni Meira en helmingur Spánverja er ekki tilbúinn að láta bólusetja sig með nýju bóluefni gegn Covid-19 um leið og það verður aðgengilegt ef marka má niðurstöður nýrrar könnunar. Spænsk stjórnvöld ætla sér að bólusetja 15-20 milljónir manna fyrir mitt næsta ár. Erlent 4.12.2020 13:23
Ævintýri í landsliðsferð þegar Sunneva og Tryggvi kynntust Hann í körfuboltalandsliðinu, hún í sundlandsliðinu, og bæði í sömu flugvél á leið til Ítalíu. Lífið 29.11.2020 06:44
Orðinn sá leikjahæsti í sögunni Sergio Ramos varð í gær leikjahæsti landsliðsmaður í sögu Evrópu. Hann vill þó eflaust gleyma leiknum sem fyrst. Fótbolti 15.11.2020 09:45
Íslendingar á Kanarí gagnrýna forstjóra Úrvals Útsýnar Stjórn Íslendingafélagsins á Kanarí gagnrýnir málflutning Þórunnar Reynisdóttur, forstjóra Úrvals Útsýnar, sem sagði í samtali við mbl.is fyrir helgi að aðstæður á Kanaríeyjum væru þannig að félagið sæi sér ekki annað fært en að fella niður allt flug þangað. Innlent 14.11.2020 17:46
Gyða og Vilberg búa í húsbíl á Íslandi yfir sumarmánuðina og á Spáni yfir veturinn Ein sérkennilegasta gata Reykjavíkur er án efa gatan við Laugardalslaugina þar sem nokkrir heimsborgarar hafa ákveðið að búa í húsum sem öll eru á hjólum þannig að hægt er að keyra þau um landið eða á milli landa á auðveldan hátt. Lífið 13.11.2020 10:31
Flýja Afríku og stefna til Kanarí Rúmlega 1600 flóttamenn hafa komið til Kanaríeyja um helgina, eða verið bjargað úti fyrir ströndum eyjaklasans. Erlent 9.11.2020 06:43
Svali mættur aftur til Tenerife: „Sjaldan fengið eins góða þjónustu og núna“ Sigvaldi Kaldalóns eða Svali eins og hann er oftast þekktur sem er mættur aftur til Tenerife þar sem hann hefur búið í nokkur ár. Lífið 30.10.2020 11:30
140 létu lífið er bátur sökk 140 farendur á leið frá Senegal til Evrópu drukknuðu eftir að bátur sem þau voru um borð í sökk undan ströndum Senegal. Erlent 29.10.2020 23:00
Íslendingur á flótta grunaður um barnaníð handtekinn á Spáni Lögreglan á Spáni hefur handtekið íslenskan karlmann búsettan í Danmörku sem grunaður er um að hafa misnotað dóttur sína kynferðislega. Erlent 27.10.2020 21:44
Grímuskylda í Rússlandi og læknaverkfall á Spáni Spænskir læknar lögðu niður störf í dag vegna slæmra aðstæða og grímuskylda var tekin upp í Rússlandi. Erlent 27.10.2020 16:38
Hríðversnandi staða í Evrópu Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni og hertar takmarkanir voru kynntar á Ítalíu vegna kórónuveirufaraldursins. Erlent 26.10.2020 15:39
Neyðarástand á Spáni og útgöngubanni komið á Neyðarástandi hefur verið lýst yfir á Spáni vegna kórónuveirufaraldursins sem þar geisar og útgöngubanni um nætur hefur verið komið á. Erlent 26.10.2020 06:50
Dauðsföll í Evrópu komin yfir 250.000 Fjöldi látinna í kórónuveirufaraldrinum fór yfir 250.000 manns í Evrópu í dag og varð álfan þar með annar heimshlutinn til að fara yfir þann þröskuld. Metfjöldi nýrra smita hefur greinst í Evrópu undanfarnar tvær vikur. Erlent 24.10.2020 12:38
Tíu þúsund Þjóðverjar greindust smitaðir í gær og heilbrigðisráðherra var þar á meðal Staðfest kórónuveirusmit í Þýskalandi í gær voru rúmlega ellefu þúsund talsins og er það í fyrsta sinn sem Þjóðverjar mæla fleiri en tíu þúsund smit á einum degi Erlent 22.10.2020 08:13
Ætlar að fylla vél af Íslendingum til Alicante yfir jólin Andri Már Ingólfsson, eigandi ferðaskrifstofunnar Aventura Holidays, segist finna fyrir miklum áhuga Íslendinga sem eiga hús á Spáni að fljúga beint til Alicante yfir jólin. Viðskipti innlent 21.10.2020 11:42