Kvartaði til Samgöngustofu vegna of dýrs flugmiða Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 28. október 2021 09:12 Flugvél Norwegian í flugtaki í Noregi. Getty Images/Matthew Horwood Farþegi sem vildi komast heim til Spánar frá Íslandi í tæka tíð fyrir lokun landamæra Spánar á síðasta ári vegna kórónuveirufaraldursins hafði ekki erindi sem erfiði hjá Samgöngustofu, eftir að hann kvartaði undan því að flugmiðinn sem hann keypti hafi verið of dýr. Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá. Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Málið má rekja til þess að farþeginn átti bókað flug með Norwegian frá Keflavík til Kanaríeyja í lok mars á síðasta ári. Fluginu var hins vegar aflýst vegna lokunar landamæra Spánar, sem kom til vegna kórónuveirufaraldursins. Í úrskurði Samgöngustofu kemur fram að enginn ágreiningur hafi verið um að Norwegian ætti að endurgreiða farþeganum flugfargjaldið vegna aflýsingu flugferðarinnar. Fékk farþeginn þann flugmiða endurgreiddan. Ráða má af lestri úrskurðarins að viðkomandi farþegi hafi hins vegar keypt sér annan farmiða með Norwegian til að komast aftur heim til Tenerife, áður en að landamæri Spánar lokuðu. Sá flugmiði virðist hins vegar hafa kostað skildinginn, í það minnsta kvartaði farþeginn til Samgöngustofu þar sem honum þótti fargjaldið sem hann greiddi fyrir flugmiðann vera of dýrt. Í úrskurði Samgöngustofu er vísað í reglur um flugrekstur og flugþjónustu innan EES-svæðisins þar sem fram kemur að far- og farmgjöld skulu vera frjáls vegna flugþjónustu innan sama svæðis. Stofnunin hafi því ekki ákvörðunarvald til að taka afstöðu til fjárhæðar fargjalds á grundvelli reglugerða um skaðabætur og aðstoð til handa farþegum sem neitað er um flug eða flugi aflýst. Var kvörtuninni því vísað frá.
Fréttir af flugi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ferðalög Samgöngur Spánn Kanaríeyjar Tengdar fréttir Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57 Mest lesið Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Viðskipti innlent Slúbbertar hjá ríkinu: „Erum að skapa ófremdarástand“ Atvinnulíf 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Viðskipti innlent Flytja Emmessís í Grafarvog Viðskipti innlent Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Viðskipti innlent Þrjár ráðnar til Krafts Viðskipti innlent Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Viðskipti innlent Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Viðskipti innlent Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Viðskipti innlent Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lykilþættir til staðar til að halda matvöruverði lágu Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Ný verslun nærri þúsund fermetrum stærri en sú gamla Tuttugu tonn af íþróttanammi á sextíu dögum Komi á óvart hve lítið er keppt um lægsta verðið Verðmunur getur verið allt að 28 prósent Íslendingar aldrei verið ferðaglaðari Tugir bíltegunda innkallaðir eftir 35 dauðsföll Súpan með pappírnum innkölluð Kúgaðist og missti matarlystina við að finna pappír í súpunni „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ Olíufélögin hafi átt í samráði án þess að tala saman Mörg þúsund nýta enn 2G og 3G sem heyra sögunni til um áramótin Vísar ásökunum um samráð á bug Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“ Gagnrýna seinagang olíufélaganna og ýja að samráði Grunur um listeríu í vinsælum ostum Slugsagjöldin „neyðarúrræði“ og „ekki til að græða“ Borið á kvörtunum undan leigubílstjórum Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Rukkuð um sex þúsund kall eftir lagningu á Snæfellsnesi Bretland aftur inn í Reiki í Evrópu hjá Sýn, Símanum og Nova Fylgdu ekki fyrirmælum um að skýra skrópgjaldið betur og fá sekt Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Sjá meira
Norwegian hættir flugi á lengri leiðum Norska flugfélagið Norwegian hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á áætlunarflug á lengri flugleiðum samkvæmt tilkynningu til norku kauphallarinnar. Er þar verið að bregðast við erfiðri fjárhagsstöðu félagsins sem orðið hefur fyrir búsifjum líkt og önnur flugfélög vegna heimsfaraldursins. 14. janúar 2021 08:57
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent
Svört skýrsla um Metro: Mygluvöxtur í kælinum, hættulegt leiksvæði og húsnæðið „verulega vanþrifið“
Spáir endalokum Play á Íslandi: „Fjárfestar voru lokkaðir að stofnun þessa félags“ Viðskipti innlent