Mörg hundruð heimili hafa þegar orðið hrauninu að bráð en gos hófst í Cumbre Vieja eldfjallinu þann 19. september síðastliðinn.
Um 6.000 manns hafa þurft að yfirgefa heimili sín og tjón hefur orðið á innviðum og bananaplantekrum eyjarinnar. Þrjú þorp við ströndina höfðu þegar verið tæmd þegar fyrir lá hvar hraunið myndi renna í sjó fram.
Að neðan má sjá myndband af því þegar hraunið rennur í sjó fram.