Bretland

Fréttamynd

Johnson hreinsar út úr ráðuneytum

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, gerði í dag talsverðar breytingar á ríkisstjórn sinni. Meðal annars vék hann Dominic Raab úr embætti utanríkisráðherra og gerði hann í staðinn að dómsmálaráðherra og aðstoðarforsætisráðherra.

Erlent
Fréttamynd

Breskrar leik­konu leitað í Los Angeles

Bresku leikkonunnar Tönyu Fear er leitað í Los Angeles í Kaliforníu en síðast sást til hennar á fimmtudag að sögn vina hennar og fjölskyldu. Hún var skráð sem týnd manneskja hjá lögreglunni í Los Angeles á fimmtudag, 9. september.

Erlent
Fréttamynd

Falla frá á­formum um „bólu­setningar­vega­bréf“

Stjórnvöld í Bretlandi eru hætt við að taka í notkun svokölluð bólusetningarvegabréf, líkt og til stóð að gera í lok þessa mánaðar. Vegabréfinu var ætlað að gera bólusettum kleift að sýna fram á bólusetningu, til þess að fá að fara á skemmtistaði og mannmarga viðburði.

Erlent
Fréttamynd

Gylfi ekki í hópi Everton fyrir veturinn

Gylfi Þór Sigurðsson er ekki í hópi Everton fyrir tímabilið í Úrvalsdeildinni í vetur. Liðin sem keppa í deildinni skiluðu í gær listum yfir þá leikmenn sem mega keppa í vetur og Gylfi er ekki einn af þeim 24 sem Rafa Benitez, þjálfari Everton valdi.

Innlent
Fréttamynd

Hóta stjórnar­slitum verði út­göngu­samningnum ekki breytt

Flokkur sambandssinna á Norður-Írlandi hótar því að sprengja heimastjórnina þar verðir breytingar ekki gerðar á útgöngusamningi Bretland og Evrópusambandsins á næstu vikum. Bresk stjórnvöld tilkynntu í vikunni að aðlögunartímabil yrði framlengt á Norður-Írlandi.

Erlent
Fréttamynd

Hækkar skatta vegna Covid-19

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, tilkynnti í dag frumvarp um að leggja 1,25 prósenta skatt á Breta og bresk fyrirtæki. Þannig á að safna um 36 milljörðum punda (rúmum sex billjónum króna) á þremur árum sem verja á til heilbrigðis -og félagsmála.

Erlent
Fréttamynd

Framlengja Brexit-aðlögun Norður-Írlands

Bresk stjórnvöld tilkynntu í dag að aðlögunartími fyrir innflutning til Norður-Írlands eftir útgönguna úr Evrópusambandinu verði enn framlengt. Frestinum er ætlað að veita Bretum og Evrópusambandinu meiri tíma til að komast að niðurstöðu um varanlega lausn.

Erlent
Fréttamynd

Sarah Harding er látin

Breska tónlistarkonan Sarah Harding er látin, 39 ára að aldri. Hún lést úr brjóstakrabbameini sem hún hafði barist við frá því í ágúst á síðasta ári.

Lífið
Fréttamynd

Ráðherra sker upp herör gegn neyslu glaðlofts

Innanríkisráðherra Breta, Priti Patel, hefur greint frá því að hún hyggist láta rannsaka áhrif notkunar ungmenna á nituroxíði, sem einnig er kallað glaðloft eða hláturgas. Til greina kemur að gera notkunina ólöglega.

Erlent
Fréttamynd

Langvarandi Covid helmingi fátíðara hjá fullbólusettum

Rannsakendur við King's College London hafa komist að þeirri niðurstöðu að bólusetningar gegn Covid-19 dragi ekki bara úr líkunum á því að smitast og veikjast alvarlega, heldur séu fullbólusettir síður líklegir til að þjást af langvarandi einkennum.

Erlent
Fréttamynd

Fjölmargir breskir og bandarískir ríkisborgarar enn í Afganistan

Talíbanar hafa nú tekið alþjóðaflugvöllinn í Kabúl í Afganistan alfarið á sitt vald. Síðasta bandaríska herflugvélin er farin þaðan og þar með er tuttugu ára stríði Bandaríkjamanna í landinu lokið með, að því er virðist, fullnaðarsigri talíbana. Fjölmargir komust þó ekki úr landi. 

Erlent
Fréttamynd

Draga heilindi og yfirlýsingar talíbana í efa

Bresk stjórnvöld draga það í efa að talíbanar muni standa við yfirlýsingar þess efnis að allir sem eiga rétt á því komist frá Afganistan heilir á húfi. Breskir hermenn hafa snúið aftur heim en Bretar hyggjast áfram aðstoða fólk við að komast burt.

Erlent
Fréttamynd

Delta tvöfaldaði líkur á sjúkrahúsinnlögnum

Fólk sem smitaðist af delta-afbrigði kórónuveirunnar var tvöfalt líklegra til að þurfa að leggjast inn á sjúkrahús en þeir sem fengu alfa-afbrigðið sem var algengast við upphafi faraldursins í Bretlandi. 

Erlent
Fréttamynd

Tómar hillur verslana í Bret­landi

Það er ýmislegt sem andstæðingar Evrópusambandsins halda fram og helsta vitleysan er sú að Íslandi sé betur borgið fyrir utan EES og síðan Evrópusambandið sem þetta fólk berst hart gegn aðild Íslands með rangfærslum, fölskum fréttum og „fake news“ og hafa stundað slíkan áróður skipulega á Íslandi í 30 ár síðan EES samningurinn varð að raunveruleika.

Skoðun
Fréttamynd

On­lyFans dregur í land: Klámið á­fram leyft

Breska vefþjónustan OnlyFans, sem hefur verið hvað þekktust fyrir að miðla klámi, hefur hætt við áform um að banna klám. Fyrr í mánuðinum tilkynnti þjónustan að klámfengið efni yrði bannað á miðlum hennar, þó nekt yrði áfram leyfð.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Band­menn Sex Pi­stols höfðu betur gegn Johnny Rotten

Johnny Rotten, söngvarinn í bresku pönk-sveitinni Sex Pistols, tapaði máli gegn meðlimum sveitarinnar fyrir hæstarétti í Bretlandi í dag. Rotten krafðist þess að fyrrverandi félagar hans fengju ekki að nota Sex Pistols lög í sjónvarpsþáttaseríu um sveitina.

Erlent