Fundu líkamsleifar í Amasonfrumskóginum og játning sögð liggja fyrir Kjartan Kjartansson skrifar 15. júní 2022 23:29 Brasilískur alríkislögreglumaður leiðir áfram annan tveggja bræðra sem eru sagðir hafa játað að hafa myrt breskan blaðamann og brasilískan fræðimann í Amasonfrumskóginum. AP/Edmar Barros Dómsmálaráðherra Brasilíu segir að lögregla hafi fundið líkamsleifar í Amasonfrumskóginum á þeim slóðum þar sem breskur blaðamaður og brasilískur fræðimaður hurfu fyrir meira en viku. Tveir bræður eru sagðir hafa játað að hafa myrt þá. Breski blaðamaðurinn Dom Philipps og brasilíski frumbyggjafræðingurinn Bruno Pereira sáust síðast þegar þeir sigldu bát sínum niður ána Itacoai við yfirráðasvæði Javari-frumbyggja við landamæri Perú og Kólumbíu 5. júní. Nú segir Anderson Torres, dómsmálaráðherra Brasilíu, að óþekktar líkamsleifar hafi fundist á leitarsvæðinu. Þær verði sendar til réttarrannsóknar. AP-fréttastofan segir að brasilíska alríkislögreglan hafi farið með annan tveggja bræðra sem eru í haldi vegna hvarfsins á leitarsvæðið. Globo-sjónvarpsstöðin í Brasilíu sagði í dag að bræðurnir hefðu játað að hafa myrt mennina tvo og bútað lík þeirra niður. Fjölskylda bræðranna hefur áður neitað því að þeir hafi haft nokkuð með hvarf mannanna tveggja að gera. Vitni sagði lögreglu að það hefði séð bræðurna hittast við ána örfáum augnablikum eftir að Philipps og Pereira áttu þar leið um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur vitni sögðust hafa heyrt Pereira lýsa því að annar bræðranna hefði haft í hótunum við sig. Philipps starfaði sem lausapenni fyrir The Guardian og Washington Post. Hann var að safna gögnum fyrir bók sem hann hafði í smíðum en Pereira stýrði áður Funai, stofnun sem fer með málefni einangraðra frumbyggjaættbálka í Brasilíu. Brasilía Bretland Tengdar fréttir Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51 Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46 Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15 „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Breski blaðamaðurinn Dom Philipps og brasilíski frumbyggjafræðingurinn Bruno Pereira sáust síðast þegar þeir sigldu bát sínum niður ána Itacoai við yfirráðasvæði Javari-frumbyggja við landamæri Perú og Kólumbíu 5. júní. Nú segir Anderson Torres, dómsmálaráðherra Brasilíu, að óþekktar líkamsleifar hafi fundist á leitarsvæðinu. Þær verði sendar til réttarrannsóknar. AP-fréttastofan segir að brasilíska alríkislögreglan hafi farið með annan tveggja bræðra sem eru í haldi vegna hvarfsins á leitarsvæðið. Globo-sjónvarpsstöðin í Brasilíu sagði í dag að bræðurnir hefðu játað að hafa myrt mennina tvo og bútað lík þeirra niður. Fjölskylda bræðranna hefur áður neitað því að þeir hafi haft nokkuð með hvarf mannanna tveggja að gera. Vitni sagði lögreglu að það hefði séð bræðurna hittast við ána örfáum augnablikum eftir að Philipps og Pereira áttu þar leið um, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Önnur vitni sögðust hafa heyrt Pereira lýsa því að annar bræðranna hefði haft í hótunum við sig. Philipps starfaði sem lausapenni fyrir The Guardian og Washington Post. Hann var að safna gögnum fyrir bók sem hann hafði í smíðum en Pereira stýrði áður Funai, stofnun sem fer með málefni einangraðra frumbyggjaættbálka í Brasilíu.
Brasilía Bretland Tengdar fréttir Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51 Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46 Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15 „Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Sjá meira
Hafa mögulega fundið líkamsleifar Lögreglan í Brasilíu segist hafa fundið mögulegar líkamsleifar við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 11. júní 2022 14:51
Fundu blóð við leitina að breska blaðamanninum Lögreglan í Brasilíu hefur fundið leifar af blóði í bát veiðimanns sem handtekinn hefur verið í tengslum við leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og ferðafélaga hans. 10. júní 2022 13:46
Gefa í leitina að breska blaðamanninum Brasilísk yfirvöld hafa eflt til muna leitina að breska blaðamanninum Dom Phillips og samferðarmanni hans. Þeir hafa verið týndir í Amason-regnskóginum frá því á sunnudag. 9. júní 2022 13:15
„Kannski varð slys, kannski voru þeir teknir af lífi“ Eiginkona bresks blaðamanns sem hefur verið týndur í Amason-regnskóginum í Brasilíu hefur grátbeðið yfirvöld þar í landi um að gera meira til að finna hann. Forseti Brasilíu ýjaði að því hvarf blaðamannsins og samferðamanns hans væri þeirra eigin sök. 8. júní 2022 15:44