Karl sagður hafa tekið við milljónum frá Katar Kjartan Kjartansson skrifar 26. júní 2022 08:19 Karl Bretaprins (t.h.) með spúsu sinni, Camillu Parker Bowles. Vísir/EPA Karl Bretaprins er sagður hafa tekið við milljónum evra í reiðufé á fundum sínum með fyrrverandi forsætisráðherra Katar. Fulltrúar konungsfjölskyldunnar fullyrða að féð hafi strax runnið til góðgerðasamtaka prinsins. Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain. Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Breska blaðið Sunday Times fullyrðir í dag að Karl hafi tekið við þremur milljónum evra, jafnvirði um 420 milljóna íslenskra króna, úr hendi Sjeik Hamad bin Jassim bin Jaber al-Thani. Féð hafi verið afhent í skjalatösku, ferðatösku og innkaupapoka á nokkrum fundum. Tveir ráðgjafar prinsins eru sagðir hafa tekið við peningunum sem þeir fengu afhenta í skjalatösku og handtalið þá. Einkabanki konungsfjölskyldunnar hafi svo tekið við þeim. Peningarnir voru lagðir inn á bankareikninga Góðgerðasjóðs prinsins af Wales (PWCF) og segir blaðið að ekkert bendi til þess að greiðslurnar hafi verið ólöglegar. Sjóðurinn hefur staðfest að sjeikinn hafi sjálfur óskað eftir því að styrkja sjóðinn með reiðufé. Þrátt fyrir það eru fregnirnar sagðar vandræðalegar fyrir Karl prins. Lögreglan í London og rannsakar nú hvernig góðgerðasamtök konungsfjölskyldunnar hafa staðið að fjáröflun, þar á meðal með sölu á ýmis konar heiðurstignum. Ásakanir hafa komið fram um að einn nánasti ráðgjafi Karls hafi komið því í kring að sádiarabískur milljarðamæringur yrði heiðraður. The Guardian segir að al-Thani sé einn ríkasti maður jarðar og hafi verð nefndur „maðurinn sem keypti London“ vegna gríðarlgra fjárfestinga hans í borginni. Hann er einnig eigandi franska knattspyrnuliðsins Paris Saint-Germain.
Bretland Kóngafólk Katar Mest lesið Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Ákæru fyrir manndráp vísað frá Erlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Innlent Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira