Kína

Fréttamynd

Sérfræðingar WHO mættir til Wuhan

Sérfræðingar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) eru komnir til Wuhan í Kína, þar sem nýja kórónuveiran greindist fyrst í mönnum. Markmið þeirra er að varpa ljósi á hvernig veiran barst fyrst í menn en verkefnið hefur mætt andstöðu í Kína.

Erlent
Fréttamynd

22 kín­verskir námu­menn fastir eftir sprengingu

Hópur námumanna í Shandong-hérði í norðausturhluta Kína hefur verið fastur í gullnámu í tvo daga eftir sprengingu í námunni. Sprengingin skemmdi fjarskiptakerfi námunnar og hefur ekki tekist að ná sambandi við hópinn.

Erlent
Fréttamynd

Banda­ríkin af­létta sam­skipta­banni við Taí­van

Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, tilkynnti í dag að áratugalöngu samskiptabanni við Taívan verði aflétt. Bannið var kynnt í Bandaríkjunum fyrir mörgum áratugum síðan, til þess að friðþægja yfirvöld á meginlandi Kína.

Erlent
Fréttamynd

Fjöldahandtökur í Hong Kong

Lögregla í Hong Kong handtók í morgun rúmlega fimmtíu aðgerðasinna sem hafa barist gegn yfirvöldum þar í landi og talað fyrir lýðræðisumbótum. Er um að ræða eina umfangsmestu aðgerð lögreglu í Hong Kong síðan ný öryggislög, sem veitir Kínastjórn aukin völd á svæðinu, tóku gildi. Lögregla segir von á frekari handtökum.

Erlent
Fréttamynd

Vísindamönnum WHO neitað um inngöngu í Kína

Vísindamönnum frá Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO) hefur verið neitað um inngöngu í Kína en fólkið var á leið þangað til að rannsaka upptök kórónuveirufaraldursins í kínversku borginni Wuhan.

Erlent
Fréttamynd

Einn ríkasti maður Kína hefur ekki sést í tvo mánuði

Auðjöfurinn kínverski, Jack Ma, sem stofnaði meðal annars stórfyrirtækið Alibaba, hefur ekki sést opinberlega í rúma tvo mánuði. Fjarvera hans í afrískum sjónvarpsþáttum, sem hann stendur á bak við, og það að hann hafi ekki sést svo lengi á meðan fyrirtæki hans eru undir miklum þrýstingi hefur leitt til vangaveltna um hvar Ma sé staddur.

Erlent
Fréttamynd

Ráðamenn sagðir takmarka flæði upplýsinga um uppruna Covid-19

Ráðamenn í Kína eru sagðir hafa takmarkað verulega flæði upplýsinga og rannsóknir um mögulegan uppruna Covid-19, sjúkdómsins sem nýja kórónuveiran veldur, sem greindist fyrst í mönnum í Kína. Vísindamenn sem hafa reynt að rannsaka uppruna sjúkdómsins í Kína hafi orðið fyrir miklum hindrunum frá hinu opinbera.

Erlent
Fréttamynd

Kín­verska hag­kerfið verði það stærsta í heimi 2028

Hagkerfi Kína mun taka fram úr því bandaríska árið 2028 og verður þá það stærsta í heimi, samkvæmt spá CEBR, breskrar rannsóknarmiðstöðvar um hagfræði og viðskipti. Fyrra spálíkan hafði gert ráð fyrir að Kína ætti stærsta hagkerfi heims árið 2033, en faraldur kórónuveiru er sagður munu flýta því.

Viðskipti erlent
Fréttamynd

Fimm daga björgunar­að­gerðir á Suður­skauts­landinu

Áströlskum manni sem þurfti læknisaðstoð í könnunarleiðangri hefur verið bjargað af Suðurskautslandinu eftir fimm daga björgunaraðgerðir. Skip, þyrlur og flugvélar tóku þátt í björgunaraðgerðum sem var samstarf þriggja þjóða.

Erlent
Fréttamynd

Rannsakendur WHO á leið til Kína

Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin mun senda tíu manna teymi vísindamanna til Wuhan í Kína í næsta mánuði. Þar eiga þeir að reyna að varpa ljósi á uppruna nýju kórónuveirunnar, sem veldur Covid-19.

Erlent
Fréttamynd

Beita óhefðbundnum hernaði gegn Taívan

Í október höfðu hernaðaryfirvöld Taívan sent orrustuþotur til móts við kínverskar orrustuþotur og sprengjuflugvélar alls 2.972 sinnum á árinu. Frá október 2019 til október í ár hefur flugherinn þurft að sinna alls 4.132 verkefnum, séu þjálfunarflug talin með. Þetta er 129 prósenta aukning miðað við sama tímabil 2018-2019.

Erlent
Fréttamynd

Ná loks saman um opin­bera hæð E­verest

Stjórnvöld í Kína og Nepal hafa lengi verið ósammála um hæð Everest-fjalls, hæsta fjalls heims, sem er að finna á landamærum ríkjanna. Samkomulag hefur hins vegar nú náðst milli ríkjanna um opinbera hæð fjallsins.

Erlent
Fréttamynd

Á­tján fórust og fimm er saknað í námu­slysi í Kína

Átján kolanámuverkamenn í Kína létust og fimm er saknað eftir að koltvíoxíð gas lak inn í kolanámu í suðvesturhluta landsins í gær. Einum hefur verið bjargað úr Diaoshuidong námunni í Chongqing héraði í Kína að sögn ríkisútvarps Kína.

Erlent
Fréttamynd

Segir Kína ætla að drottna yfir Bandaríkjunum og heiminum öllum

John Ratcliffe, æðsti yfirmaður leyniþjónusta Bandaríkjanna, segir að ráðamenn í Kína séu að undirbúa sig fyrir átök við Bandaríkin. Hann segir að Bandaríkjamenn og lýðræðið hafi ekki staðið frammi fyrir jafn mikilli ógn síðan í seinni heimsstyrjöldinni.

Erlent
Fréttamynd

Segja lendinguna á tunglinu hafa heppnast

Yfirvöld í Kína segja að lending kínversks geimfars á tunglinu hafi heppnast. Geimfarið, sem kallast Chang'e 5, á að safna mánasteinum og flytja þá aftur til jarðarinnar.

Erlent
Fréttamynd

Kínverjar reyni að endurskrifa sögu Covid-19

Um ári eftir að nýja kórónuveiran stakk fyrst upp kollinum í Wuhan í Kína er útlit fyrir að ráðamenn í Kína séu að reyna að endurskrifa sögu veirunnar og Covid-19, sjúkdómsins sem hún veldur. Ríkismiðlar Í Kína hafa fjallað ítarlega um það að veiran hafi fundist utan landamæra Kína fyrir desember í fyrra.

Erlent