Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 23:05 Gríðarmikil flóð hafa átt sér stað í Kína. RPA-EFE/FEATURECHINA CHINA OUT Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn. Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn.
Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Sjá meira
Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30