Mikil hræðsla þegar lestarvagn fylltist af flóðvatni Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. júlí 2021 23:05 Gríðarmikil flóð hafa átt sér stað í Kína. RPA-EFE/FEATURECHINA CHINA OUT Mikil hræðsla greip um sig í neðanjarðarlestarkerfi Zhengzhou, höfuðborg Henan-héraðs, í gær þegar vatn tók að flæða stjórnlaust inn í vagna í kjölfar gríðarmikilla flóða af völdum gífurlegrar rigningar undanfarna daga. Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn. Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Í frétt BBC segir að farþegar í einum vagni hafi ekki vitað sitt rjúkandi ráð er það tók að flæða inn í vagninn. Sumir hafi reynt að flýja á meðan aðrir hringdu í ástvini til að láta vita af sér. At least 25 people died in China's flood-stricken central province of Henan, a dozen of them in a subway line in its capital Zhengzhou, and more rains are forecast for the region. About 100,000 people have been evacuated from the provincial capital https://t.co/36SutFM2CK pic.twitter.com/7u94WGbqXI— Reuters (@Reuters) July 21, 2021 Eftir því sem vatnsmagnið í vagninum jókst minnkaði súrefnismagnið og er haft eftir farþega í vagninum á vef BBC að mikil hræðsla hafi gripið um sig eftir að vatnshæðin í vagninum hækkaði smám saman. Það tók björgunarmenn nokkra klukkutíma að komast að vagninum umrædda. Gátu þeir gert göt á þak vagnsins og togað farþegana út. Talið er að tekist hafi að bjarga hundruð farþega úr neðanjarðarlestagöngum þar sem vatn flæddi stjórnlaust í gegn. Talið er að minnst tólf hafi látist og minnst 25 í Henan-héraði vegna flóðanna. Ríkismiðillinn kínverski CGTN segir að í gær hafi rigningin mælst 201,9 mm á einum klukkutíma, sem er met á meginlandi Kína. Allan daginn mældist rigningin 457,4 mm í borginni. Frá því mælingar hófust í Kína árið 1951, hefur aldrei mælst svo mikil rigning á einum degi og mældist á þriðjudaginn.
Kína Loftslagsmál Náttúruhamfarir Tengdar fréttir Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28 Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09 Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30 Mest lesið Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Drónaumferð við herstöð í Belgíu Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Níu í lífshættu eftir stunguárásina Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Kona ákærð fyrir ránið í Louvre Sjá meira
Hátt í þrjátíu hafa farist í flóðum í Kína Kínverski herinn hefur sprengt upp stíflu til að losa um uppsafnað vatn, sem ógnar lífi íbúa í einu fjölmennasta héraði landsins. Minnst 25 hafa látist í flóðunum. 21. júlí 2021 14:28
Mesta rigning Kína í þúsund ár Stór hluti Kína er nú á kafi í vatni eftir gífurlega rigningu undanfarna daga. Umfangsmikið björgunarstarf stendur yfir en veðurfræðingar segja að rigning muni halda áfram í nokkra daga. 21. júlí 2021 09:09
Allt á floti í miðhluta Kína Úrhellisrigning í miðhluta Kína hefur orsakað mikil flóð, þá sérstaklega í Henan-héraði þar sem tíu þúsund íbúar hafa verið fluttir í skjól. Myndir og myndbönd á samfélagsmiðlum sýna hvernig allt er á floti. 20. júlí 2021 23:30