Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2021 10:41 TIlgátur eru um að kórónuveiran hafi sloppið af Veirufræðistofnuninni í Wuhan í slysi. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað að leyfa alþjóðlegum sérfræðingum að rannsaka málið nánar. Vísir/EPA Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira
Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Metþátttaka í golfsýningu Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Erlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Fleiri fréttir Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Handtekinn á Heathrow eftir árás með piparúða Hótar að ganga úr Evrópusamningi til að svipta útlendinga ríkisfangi Sjá meira