Komust ekki að niðurstöðu um uppruna veirunnar Kjartan Kjartansson skrifar 25. ágúst 2021 10:41 TIlgátur eru um að kórónuveiran hafi sloppið af Veirufræðistofnuninni í Wuhan í slysi. Kínversk stjórnvöld hafa hafnað að leyfa alþjóðlegum sérfræðingum að rannsaka málið nánar. Vísir/EPA Bandarísku leyniþjónustunni tókst ekki að komast til botns í því hvernig nýtt afbrigði kórónurveirunnar barst fyrst í menn. Í skýrslu sem hún skilaði Joe Biden Bandaríkjaforseta er engin afgerandi niðurstaða um hvort að veiran hafi borist náttúrulega úr dýrum í menn eða hvort hún hafi sloppið af rannsóknastofu. Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira
Biden fól leyniþjónustustofnunum sínum að rannsaka uppruna kórónuveirunnar og gaf þeim níutíu daga til að skila sér skýrslu um niðurstöðurnar í maí. Sú ákvörðun kom í kjölfar mikilla vangaveltna og samsæriskenninga um allt frá því að veiran hefði fyrir mistök sloppið af rannsóknastofum Veirufræðistofnunarinnar í Wuhan-héraði eða hún væri sýklavopn sem Kínastjórn hefði vísvitandi sigað á mannkynið. Washington Post hefur eftir heimildarmönnum sínum innan Bandaríkjastjórnar að leyniþjónustan hafi ekki komist að neinni endarlegri niðurstöðu um uppruna veirunnar þrátt fyrir að hún hafi farið yfir mikið magn gagna sem lá fyrir og leitað að nýjum vísbendingum. Sérfræðingar hafa talið líklegast að nýja afbrigði kórónuveirunnar sem veldur Covid-19 hafi fyrst borist úr dýrum í menn í Wuhan í Kína síðla árs 2019. Þvergirðingsháttur og ógegnsæi kínverskra stjórnvalda kynti þó undir tilgátum um að uppruni veirunnar hefði verið annar. Donald Trump, forveri Biden í embætti, var einn þeirra sem hellti olíu á eldinn með því að fullyrða að veiran hefði borist af tilraunastofu og kenna Kínverjum um heimsfaraldurinn. Leynd ríkir enn yfir skýrslu bandarísku leyniþjónustunnar en til stendur að birta hluta hennar opinberlega á næstunni. Dreifa samsæriskenningum um að veiran sé bandarísk að uppruna New York Times segir að vísindamenn hafi frá upphafi haft efasemdir um rannsókn leyniþjónustunnar. Það sé frekar á þeirra færi að greina nákvæman uppruna veirunnar en slík rannsókn gæti tekið fleiri ár, ekki þá þrjá mánuði sem Biden gaf leyniþjónustunni til að kanna málið. Kommúnistastjórnin í Peking, sem hefur neitað að leyfa alþjóðlegum rannsakendum að kafa dýpra í uppruna veirunnar, brást við rannsókn Biden með því að dreifa samsæriskenningum um að veiran hefði í raun og veru sloppið af tilraunastofu Bandaríkjahers í Maryland-ríki. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína vísaði ítrekað til þeirrar kenningar í opinberri ræðu í vikunni og málgagn Kommúnistaflokksins hóf undirskriftasöfnun á netinu til að krefjast þess að bandaríska tilraunastofan yrði rannsökuð.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Kína Mest lesið Tvær konur sluppu úr brennandi bíl Innlent Afdrif Hörpunnar enn á huldu Innlent Agnes Johansen er látin Innlent Reyndi að stinga af frá 700 þúsund króna hótelreikningi Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Mikill viðbúnaður vegna sjóslyss við Ísafjarðardjúp Innlent „Af einhverjum ástæðum er það ávallt Degi B. Eggertssyni að kenna“ Innlent Brúin komin upp við Dugguvog Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Hundrað milljónum stolið af landsmönnum Innlent Fleiri fréttir Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Sjá meira