Heilbrigðismál

Fréttamynd

Gefur ekki fimm aura fyrir gagn­rýni á Krónuna

Framkvæmdastjóri Krónunnar segir fjarstæðukennt að halda því fram að Krónan hafi fórnað hagsmunum viðskiptavina til að forðast mögulega skaðabótaskyldu. Fyrirtækið hafi strax brugðist við fréttum af matvælalager í Sóltúni, sem tengdist meðal annars veitingastaðnum Wok On. Þegar rökstuddur grunur um mansal og fleira ólöglegt athæfi hafi legið fyrir, hafi samningi Krónunnar við Wok On verið rift. 

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Brotnaði illa í sleðaferð

„Ég er búin að vera að hjúkra í þrjátíu ár og hef aldrei lent hinum megin við borðið. Það er ánægjulegt að upplifa það,“ segir Ragnheiður Ósk Erlendsdóttir, framkvæmdastjóri hjúkrunar hjá Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, en hún lenti í slysi um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Heilaþveginn af því að peningar byggju til hamingjuna

Eyvindur Ágúst Runólfsson hafði lokið námi í lögfræði við Háskóla Íslands en fann á sér að hann var ekki á réttri hillu í lífinu. Röð atvika leiddi til þess að hann hóf störf sem aðstoðarmaður á bráðamóttöku Landspítalans og þar með var ekki aftur snúið. Í kjölfarið breytti Eyvindur algjörlega um kúrs, sagði skilið við lögfræðina og stefnir á að hefja nám í hjúkrunarfræði næsta haust.

Lífið
Fréttamynd

Árinni kennir illur ræðari

Heilsugæslan og mönnun hennar hefur verið töluvert í umræðunni undanfarið. Meðal annars eru mál heimilislækna á Akureyri áberandi. Björn Valur Gíslason fyrrverandi varaformaður Vinstrihreyfingarinnar Græns Framboðs (VG) ritar grein á akureyri.net í síðustu viku og talar þar meðal annars um einkavæðingu heilbrigðiskerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

Hvatning frá Reykja­lundi: Nálgumst of­fitu með fag­legum hætti

Í dag, 4. mars, er alþjóðadagur offitu. Algengi offitu hefur aukist mjög í hinum vestræna heimi síðustu áratugi, meðal annars hér á Íslandi. Er nú talið að tæp 30% fullorðinna og 7% barna hér á landi séu með offitu en til samanburðar voru það um 12% fyrir aðeins tuttugu árum síðan.

Skoðun
Fréttamynd

Of­fita: Við­horf, for­dómar og með­ferðar­úr­ræði

Sjúkdómurinn offita er langvinnur efnaskiptasjúkdómur og ástæður sjúkdómsins geta verið margvíslegar og flóknar. Erfðir, ýmsir umhverfisþættir, lífsvenjur s.s. streita, svefn, kyrrseta og óheppilegar fæðuvenjur sem og alvarleg áföll spila þar stóran þátt.

Skoðun
Fréttamynd

Við erum að kalla þig út, kall!

Mottumars, árlegt árvekni- og fjáröflunarátak Krabbameinsfélagsins, er hafinn. Skilaboðin í ár eru einföld. Með „Kallaútkalli“ hvetur Krabbameinsfélagið karlmenn til að hreyfa sig, því hreyfing dregur úr líkum á krabbameinum. Öll hreyfing gerir gagn.

Skoðun
Fréttamynd

Meira en milljarður manna þjáist af of­fitu

Meira en milljarður manna út um allan heim þjáist af offitu og tíðnin meðal barna hefur fjórfaldast á síðustu 32 árum. Þetta eru niðurstöður nýrrar rannsóknar þar sem skoðað var hvernig BMI-stuðullinn í 190 ríkjum hefur breyst frá árinu 1990.

Erlent
Fréttamynd

Ó­verjandi staða á heil­brigðis­tækni­markaði

Greinarhöfundur skrifaði grein hér á Vísi 19. desember síðastliðinn, undir fyrirsögninni „Þögn landlæknis um stöðu Origo“. Þar var farið yfir það hvernig Embætti landlæknis hefur komið Origo hf. í þá stöðu að vera beggja megin borðsins á heilbrigðistæknimarkaðnum. 

Skoðun
Fréttamynd

„Mín saga á að vera sú eina“

Hin rúmlega tvítuga Alice Viktoria Kent segist enn fá kvíðaköst og liggja andvaka á næturnar vegna þess viðmóts sem mætti henni í íslensku heilbrigðiskerfi þegar hún leitaði aðstoðar með mikla kviðverki þegar hún var sautján ára gömul. Það mæti henni enn í kerfinu.

Lífið
Fréttamynd

Ill­virki hafi verið unnið

Árni Tómas Ragnarsson læknir segir Ölmu Möller landlækni hafa framið illvirki á skjólstæðingum sínum þegar hún stöðvaði starfsemi hans. Þá gagnrýnir hann Valgerði Rúnarsdóttur yfirlækni á Vogi og sakar um blekkingar.

Innlent
Fréttamynd

Sprautu­fíklarnir mínir

Eins og mörgum er kunnugt um og hefur mikið verið rætt að undanförnu sinnti ég morfínsprautufíklum um 2-3 ára skeið þar til Alma Möller landlæknir stöðvaði starfsemi mína í haust. Skjólstæðingar mínir hafa margir liðið vítiskvalir síðan eða eru komnir aftur á götuna, stelandi til að kaupa óhrein efni, sem valda dauða um 100 ungs fólks á ári.

Skoðun
Fréttamynd

Varar við óafturkræfum skaða við notkun nikótínpúða

Stefán Pálmason tannlæknir og sérfræðingur í lyflækningum munns varar notendur nikótínpúða sem hefur fjölgað gríðarlega á Íslandi undanfarin ár við óafturkræfum skaða fyrir tannholdið. Nikótínpúðar valdi því að tannholdið hörfi ásamt því að hafa álíka slæm áhrif á hjarta- og æðakerfið og reykingar.

Innlent
Fréttamynd

Lá milli heims og helju eftir mislingasmit

Sveinbjörn Bjarnason var á fimmtánda ári þegar hann smitaðist af mislingum. Þetta var árið 1959, tæpum aldarfjórðungi áður en byrjað var að bólusetja börn gegn mislingum hér á landi. Margir fengu mislinga án þess að bera skaða af.  Þannig var það ekki í tilfelli Sveinbjarnar. Mislingarnir kostuðu hann næstum lífið. 

Innlent