Engin röð á Læknavaktinni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 25. febrúar 2025 21:51 Blaðamaður smellti af þessari mynd á leiðinni út af Læknavaktinni á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Kolbeinn Tumi Undur og stórmerki gerðust þegar feðgar mættu á Læknavaktina í Austurveri á níunda tímanum í kvöld. Fáir bílar á bílastæðinu hefðu átt að vera vísbending en það kom þeim engu að síður í opna skjöldu og skemmtilega á óvart að röðin var engin. Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar. Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Fyrir þá örfáu sem ekki þekkja til sinnir Læknavaktin veiku fólki utan opnunartíma heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu til tíu á kvöldin á virkum dögum og um helgar. Alla jafna er álagið mikið og vel þekkt að fólk bíði fleiri klukkutíma eftir því að komast að. Fjölmargar fréttir hafa verið skrifaðar af álaginu undanfarin ár. Þegar blaðamaður gekk inn á Læknavaktina þegar klukkan var tuttugu mínútur genginn í níu með syni sínum mátti sjá númerið A152 á neðri hæðinni. Á efri hæðinni fær maður miða eftir að hafa tékkað sig inn. Númerið var A153. Það var enginn á biðstofunni, ekki fáir eða nánast enginn heldur bókstaflega enginn ef frá er talin brosmild kona í afgreiðslunni. Biðin á Læknavaktinni í kvöld var engin, bókstaflega engin. Mikið hefur verið að gera á Læknavaktinni undanfarna daga, en ekki í kvöld. Vetrarfrí í fjölmörgum grunnskólum á höfuðborgarsvæðinu gæti mögulega haft áhrif á aðsóknina.Vísir/Kolbeinn Tumi Til að gera langa sögu stutta hittu feðgarnir ljómandi fínan lækni og hjúkrunarfræðing og voru farnir út líklega fimmtán mínútum síðar. Læknirinn hafði á orði að það væri búið að vera gríðarlega mikið að gera undanfarna daga og óvænt hve lítið væri að gera í kvöld. En líklega væri um að ræða logn á undan storminum. Þegar feðgarnir gengu út af Læknavaktinni var biðstofan enn tóm. Læknavaktin er opin frá 17-22 á virkum dögum en frá 9-22 um helgar.
Heilbrigðismál Reykjavík Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira