Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 18. febrúar 2025 23:49 Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar. Vísir Persónuvernd hefur lagt fimm milljón króna sekt á Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins. Forstjóri Heilsugæslunnar segir sektina ekki snúast um samtengingu sjúkraskráa við utanaðkomandi aðila heldur ferli samninga sem gerðir voru við aðilana. Samtenging sjúkraskráa auki í raun sjúklingaöryggi. Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“ Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira
Tólf utanaðkomandi aðilar höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegnum sjúkraskrárkerfi Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, þar á meðal Samgöngustofa, KSÍ, Janus endurhæfing og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar. Persónuvernd komst að þeirri niðurstöðu að Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins hefði ekki sýnt fram á að vinnsla persónuupplýsinga hefði verið heimil. Ekki hefði verið gætt að skilyrðum sjúkraskrárlaga við umræddar sameiningar. Sigríður Dóra Magnúsdóttir, forstjóri Heilsugæslunnar, ræddi sektina við Telmu í kvöldfréttum Stöðvar 2. Hún bendir á að Persónuvernd geri engar athugasemdir við það fyrirkomulag að heilbrigðisstarfsfólki frá hinum utanaðkomandi aðilum hafi verið veittur aðgangur að sjúkraskránum. „Það eru eingöngu heilbrigðisstarfsmenn sem eru starfandi hjá þessum einingum sem höfðu aðgang. Þessi aðgangur var ekki fyrir neinn annan,“ segir Sigríður. Persónuvernd geri aftur á móti athugasemd við ferli samninga vegna skránna, þar sem ekki allir samningar hafi verið sendir áfram til Persónuverndar samþykkis. „En samtenging sjúkraskráa er markmið ráðuneytisins. Það eykur sjúklingaöryggi, það er frekar stefnt að enn frekari sameiningu sjúkraskráa. Þannig að það er ekki gerð athugasemd við verklagið í sjálfu sér.“ Sem fyrr segir hafi Samgöngustofa, Janus endurhæfing, KSÍ og sjálfstætt starfandi heilsugæslustöðvar, verið meðal aðila sem höfðu aðgang að sjúkraskrám í gegn um kerfið. Samningurinn við KSÍ hafi snúið að vistun heilsufarsupplýsinga hjá ungum knattspyrnumönnum og samningurinn við Vinnumálastofnun snúið að heilsufarsskoðun innflytjenda. „En að langmestu leyti voru þetta heilsugæslustöðvar á höfuðborgarsvæðinu sem voru samtengdar og eru það enn. Það er gríðarlega mikilvægt að við sjáum heilsufarsupplýsingar en að sjálfsögðu þarf að gæta að fara rétt með. Og maður á ekki að fara inn í neitt sem maður hefur ekki heimild til,“ segir Sigríður. En þið sættið ykkur við þessa sekt? „Við eigum eftir að skoða hana með okkar lögfræðingum en við vorum mjög ánægð með að Persónuvernd hlustaði á okkar rök og taldi að það hefði ekki orðið neinn misbrestur og ekkert tjón,“ segir Sigríður. Hún segir Heilsugæsluna hafa brugðist við sektinni með því að senda alla þá samninga ekki höfðu verið samþykktir áleiðis til Heilbrigðisráðuneytisins og Persónuverndar þar sem þeir bíða samþykkis. Jafnframt sé hafin vinna við að uppfæra samningana. „Þannig að við brugðumst eins hratt við og við gátum því auðvitað viljum við gera þetta rétt og vel.“
Heilsugæsla Persónuvernd Heilbrigðismál Vinnumarkaður Mest lesið Íslendingur handtekinn á EM Innlent Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Hljóp á sig Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ Innlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Innlent Hættur að hugsa bara um frið fyrst hann fékk ekki Nóbelinn Erlent Fleiri fréttir Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Vegagerðin bæti hringveginn eftir að grjót banaði ferðamanni Bréf Trumps til Norðmanna og væringar innan VG Verkútboð í vegagerð auglýst eftir langt hlé „Þarf að klára að setja slaufu á pakkann“ „Blasir við að íslenskt launafólk var svikið“ Um tvöfalt fleiri óánægðir en ánægðir með frestun gangna Ekki rétta leiðin að kynda undir læsisstríð Mælir fyrir samgönguáætlun í dag Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Sjá meira